Niðurstöður golfmóts Hestlendinga 2018

Golfmót Hestlendinga var haldið að Kiðjabergi síðastliðinn laugardag þann 25. ágúst í 20. skipti.
Fyrirkomulagið var Texas scramble.

Í fyrstu þremur sætunum voru
1 sæti Rafn og Guðlaug
2 sæti Ingi Þór og Halla
3 sæti Jorgen og Sigrún

Eftirfarandi aðilar hlutu nánarverðlaun
Braut 3 Alexander
Braut 7 Benóný
Braut 12 Jenetta
Braut 16 Steinunn

Myndir frá verðlaunaafhendingunni eru komnar hér á síðuna.

Golfmót Hestlendinga 25. ágúst 2018

Golfmót Hestlendinga verður haldið laugardaginn       25. ágúst 2018.

Fyrirkomulag:

Hjóna- og Parakeppni - Texas scramble

Kvöldverður verður í golfskálanum að móti loknu.

Takið daginn frá - Nánari upplýsingar síðar.

GOLFMÓT HESTLENDINGA 2018

Hjóna og Parakeppni - Texas scramble

Laugardaginn 25. ágúst

Golfmót Hestlendinga verður með sama sniði í ár eins og í fyrra. Þetta er gert til að þess að auka þátttökuna og fá sem flesta til að taka þátt og hafa gaman saman, bæði reyndari kylfinga og óreyndari.


Fyrirkomulag:

Leikin er punktakeppni með forgjöf. Forgjöf hvers pars er fundin með því að leggja saman forgjöfina og deila með 5.

Tveir eru í hverju liði, báðir slá upphafshögg og velja betri bolta. Báðir slá svo næsta högg frá þeim stað og svo áfram þangað til kúlan er í holu.

Áætluð dagskrá laugardaginn 25. ágúst:

13:40   Fyrsti rástími

20:00   Áætluð keppnislok.

20:30   Matur borinn fram í golfskálanum:

Hægeldaðar nautalundir með Bernaise, salati og bakaðri kartöflu, kaffi og súkkulaðisnitta.

Verðlaunaafhending: Sigurlið í mótinu

Nándarverðlaun á par 3 brautum

Dregið úr skorkortum

Þátttökugjald í mótinu:                    1.500 kr.

Matur í golfskála:                4.500 kr.

Skráið ykkur endilega sem fyrst í mótið, svo hægt sé að skipuleggja mótið og ganga frá matarpöntunum.

Þátttaka tilkynnist á netföng: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir sem eru með forgjöf láti hana fylgja með skráningu.

Árshátíð Hests 2018

Árshátíð Hests 2018 verður haldin með hefðbundnum hætti um Verslunarmannahelgina og fer fram á félagssvæðinu í Kinnhesti laugardaginn 4. ágúst. Að venju hefst árshátíðin kl. 13:00 á Brandarakeppni barna og að henni lokinni fer fram Hestlandsmeistaramót í Kubb. Léttar veitingar (pylsur og gos) verða í boði félagsins að Brandarakeppninni lokinni. Um kl. 21 um kvöldið verður varðeldur í Kinnhesti með brekkusöng.
Skráning í Kubbmótið og Brandarakeppni barna fer fram á staðnum. Keppt er um veglega farandgripi. Að vanda keppa 3ja manna lið í Kubbmótinu. Einnig er veitt viðurkenning fyrir besta liðsbúninginn.
Upplýsingar um reglur Brandarakeppninnar og Hestlandsmeistaramótsins í Kubbi má sjá á heimasíðu félagsins undir ”Félagsstörf”

Góða skemmtun!
f.h. árshátíðarnefndar,
Halldór í Kerlingagarði