Ágætu félagsmenn í Hesti og Kiðjabergi

Í dag 2. febrúar höfðu einungis 49 félagsmenn sent inn umsókn um hitaveitu en eins og fram hefur komið þarf 140 umsóknir til þess að farið verði í framkvæmdir sem hefjist á þessu ári og ljúki á á því næsta.

Tvær vikur eru liðnar frá því dreifibréf og umsóknareyðublað var sent til allra félagsmanna en þátttakan fram að þessu er ekki í neinu samræmi við yfirlýstan áhuga og undirtektir á kynningarfundi.  Einungis 8 virkir dagar eru þar til umsóknarfrestur rennur út.

Náist ekki tilskilinn fjöldi umsækjenda (140) fellur þetta verkefni niður og verulega óvíst er hvenær aðstæður skapast til þess að hefja þetta ferli aftur.

Við skorum á ykkur öll sem ætlið að taka þátt að senda inn umsókn sem allra fyrst svo við getum sýnt fram á að okkur sé alvara í því að fá hitaveitu.

Kær kveðja
Ólafur Kristinsson
Jens Helgason

Kæru Hestlendingar.

Óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleði og friðar um jólin
og þakka góð samskipti á árinu sem er að líða.
Megi ljós og friður vera með ykkur öllum.

Jólakveðja
Jenetta Bárðard.
fjárhirðir í Hestlandi.

jolakerti kvedja

Ágætu Hestlendingar.

Vísur frá þorrablótinu eru komnar á vefinn. Þær má finna undir flokknum ,,Áhugavert" og þaðan er smellt á ,,Þorravísur".

Kær kveðja,

Vefsíðustjóri.

Kæru ábúendur í Hestlandi og Kiðjabergi

Eins og öllum mun vera kunnugt var haldinn fjölmennur kynningarfundur um hitaveitumálin þann 17. nóv. s.l.

Veitustjóri og formaður veitustjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps kynntu væntanlegar framkvæmdir og kom þar fram að vegna óvæntrar fjárhagslegrar stöðu sveitarfélagsins myndi framkvæmdatími við lagningu hitaveitu á svæðin taka um fjögur ár.

Á fundinum voru líflegar umræður og fyrirspurnir og fram kom mikill áhugi á því að leitað yrði leiða til þess að flýta framkvæmdum sem mest og þá jafnvel með því að væntanlegir notendur greiddu afnotagjald í þrjú ár fyrirfram auk stofngjaldsins.  Í lok fundarins var samþykkt eftirfarandi tillaga:

"Fundur Hests/Kiðjabergs 17.nóv. 2014 felur stjórn  félaganna  að vinna að hitaveituframkvæmd svæðisins með fljótvirkum hætti, þannig að stefnt verði að verklokum fyrir árslok 2016.

Greiðslum verði skipt í 3 – 4 jafnar afborganir fyrir 1. júlí 2015."

Í framhaldi hafa stjórnir félaganna rætt saman og fundað hefur verið með veitustjóra og formanni veitustjórnar.  Á þeim fundum var fjallað um framhald framkvæmda við hitaveitu með hliðsjón af samþykkt fundarins.  Tillaga að lausn hefur verið lögð fyrir veitustjórn sem tók vel í hana og vísaði henni til sveitarstjórnar sem mun taka málið fyrir á fundi n.k. miðvikudag 17. des.

Það er því ljóst að áform stjórna félaganna um að senda kynningarbréf um hitaveitumálið verður að bíða afgreiðslu sveitarstjórnar og verður því héðan af ekki sent fyrir jólahátíðina.

Stefnt er að því að kynningarbréf um væntanlega framkvæmd og greiðslufyrirkomulag ásamt umsóknareyðublaði verði sent félagsmönnum strax eftir áramót.

Til fróðleiks er dæmi um samanburð á kostnaði vegna hitaveitu og rafmagns í viðhengi. Sjá hér.

Með bestu óskum um gleðileg jól og farsælt nýár.

f.h. stjórna Hests og Kiðjabergs

Ólafur Kristinsson
Jens Helgason