Starfsdagur í Hesti - 26. maí 2018

 

Starfsdagur verður haldinn laugardaginn 26. maí og hefst í Kinnhesti kl. 13:00.

Að vanda skiptum við okkur niður í vinnuhópa. Meðal verkefna verða:

- Farið meðfram girðingunni og hugað að lausum staurum undir verkstjórn Bunuformanns

- Farið meðfram Orminum langa og heinsuð tré og annað í vegarkanti.

- Hugað að tráplöntum í Kinnhesti

- Farið yfir félagsaðstöðu í Kinnhesti

 

Að loknu dagsverki um kl. 17:00 verður kveikt í varðeldi í Kinnhesti.
 
Kveðja,
Halldór í Kerlingagarði.

Blótað í Hesti 2018
20. þorrablót Hestlendinga verður haldið 13. janúar 2018

Kæru Hestlendingar!
Þá er komið að hinu árlega þorrablóti sem verður haldið að venju aðra helgi janúarmánuðar, nánar tiltekið laugardaginn 13. janúar 2018, í Golfskálanum Kiðjabergi.
Húsið opnað kl. 18.30. Flugeldum skotið upp kl. 18.45. Hátíðin hefst stundvíslega kl. 19.00.

Dagskráin verður með hefðbundnum hætti. Konur prýða sig með höttum og karlar með slaufum. Verðlaun veitt fyrir frumlegustu/flottustu slaufuna og hattinn. Vísur um bústaðinn ykkar eru kærkomnar og eins er ykkur velkomið að flytja sögur úr Hestlandi í bundnu eða óbundnu máli.

Velkomið er að taka með sér gesti.
Þátttaka tilkynnist á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða í síma 896 8697.
Verðið er 7000 krónur per mann. Vinsamlegast greiðið pantaða miða inn á reikning 0345-26-6999 kt. 600891-1389 og senda staðfestingu á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Innkaup þarf að áætla miðað við fjölda þátttakenda. Því er brýnt að tryggja sér miða sem fyrst og greiða eigi síðar en föstudaginn 5. janúar 2018.  Því fyrr því betra!
Í fyrra seldust upp allir miðar. Hvetjum við ykkur því að bregðast fljótt við og tryggja ykkur miða í tíma. Við viljum endilega fá ykkur sem flest á þorrablót 2018.

Bestu kveðjur,
Nefndin:
Anna og Sigurður í Ásgarði, Jón Ásgeir og Margrét á Lynghóli, Elsa og Skúli á Staðarhóli og Guðlaug og Birgir í Tröð.

Píslarganga á Hestfjall 2018

Á föstudaginn langa, 30. mars, verður gengin hefðbundin píslarganga á Hestfjall. Göngufólk safnast saman í Kinnhesti kl. 13:00.


Kveðja,
Halldór í Kerlingagarði.

GOLFMÓT HESTLENDINGA 2017

Hjóna og Parakeppni - Texas scramble

Laugardaginn 26. ágúst

Golfmót Hestlendinga verður með sama sniði í ár eins og í fyrra. Þetta er gert til að þess að auka þátttökuna og fá sem flesta til að taka þátt og hafa gaman saman, bæði reyndari kylfinga og óreyndari.

Fyrirkomulag:

Leikin er punktakeppni með forgjöf. Forgjöf hvers pars er fundin með því að leggja saman forgjöfina og deila með 5.

Tveir eru í hverju liði, báðir slá upphafshögg og velja betri bolta. Báðir slá svo næsta högg frá þeim stað og svo áfram þangað til kúlan er í holu.

Áætluð dagskrá laugardaginn 26. ágúst:

14:00   Fyrsti rástími

20:00   Áætluð keppnislok.

20:30   Matur borinn fram í golfskálanum: Hægeldaðar nautalundir með Bernaise og bakaðri kartöflu, kaffi og kökubiti.

Verðlaunaafhending: Sigurlið í mótnu, nándarverðlaun á par 3 brautum og dregið úr skorkortum

Þátttökugjald í mótinu:       1.500 kr.

 Matur í golfskála:                4.500 kr.

Skráið ykkur endilega sem fyrst í mótið, svo hægt sé að skipuleggja mótið og ganga frá matarpöntunum.

Þátttaka tilkynnist á netföng: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir sem eru með forgjöf láti hana fylgja með skráningu.