Aðalfundur Landeigendafélagsins Hests og Vatnsveitunnar Bunu verður haldinn þriðjudaginn 17. mars 2015 í safnaðarheimili Seljakirkju Hagaseli 40 109 Reykjavík  og hefst hann kl.20:00.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf (sjá samþykktir félaganna á hestland.is)

Ef eigendaskipti verða á löndum í Hestlandi, þá ber að tilkynna það á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
f.h. stjórna félaganna
Ólafur Kristinsson

Ágætu félagar í Hesti og Kiðjabergi

Í dag hafði borist 101 umsókn um hitaveituna.  66 frá Kiðjabergi og 35 frá Hesti.

Vonandi hafa einhverjir getað nýtt sér þá aðstoð sem boðin var í síðasta dreifbréfi til að afla upplýsinga fyrir ákvörðun á því hvort rétt sé að nýta tækifærið til að fá hitaveitu.

Viðmiðunarfjöldinn er 140 eins og áður hefur komið fram.

Nú rennur frestur út á sunnudag þann 15. febrúar svo þær umsóknir sem fara í póst um helgina teljast með.

Vonandi náum við þessu á lokasprettinum.

með félagskveðju

Ólafur Kristinsson
Kæru félagar í Hesti og Kiðjabergi

Umsóknarfrestur um hitaveitu rann formlega út s.l. sunnudag 15. febrúar og í gær höfðu alls borist 114 umsóknir.  Við gerum ráð fyrir að tekið verði áfram við umsóknum sem berast nú næstu daga.

Við viljum koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa tekið þátt með því að senda inn umsókn og stuðla þannig að því að hitaveita verði að veruleika á svæðinu.

Jafnframt viljum við þakka þeim sem með ýmsum öðrum hætti hafa komið að þessu ferli.

Við munum vinna áfram að þessu hagsmunamáli eftir því sem tök eru á og gerum ráð fyrir að geta veitt endanlegar upplýsingar um hvort af framkvæmdum verður um næstu mánaðarmót.

Kær kveðja

Ólafur Kristinsson
Jens Helgason

Ágætu félagar í Hesti og Kiðjabergi.

Fram til dagsins í dag, 10. febrúar, hafa borist 73 umsóknir um hitaveitu, 44 frá Kiðjabergi og 29 frá Hesti.  Frestur til að skila umsóknum rennur út n.k. sunnudag þann 15. febrúar og væntanlega eiga einhverjir eftir að skila inn umsókn.

Fyrir þá sem ekki hafa tekið ákvörðun:

1.  Ef óskað er eftir tæknilegum upplýsingum má beina fyrirspurnum til Guðmars Sigurðssonar pípulagningameistara á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
2. Ef eitthvað í umsóknarferlinu eða fyrirhuguðu framkvæmdaferli er óljóst er velkomið að hafa samband við undirritaðan á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
3. Umsóknareyðublaðið fylgir hér með ef einhver hefur það ekki við hendina.
4. Útfyllt eyðublað má skanna og senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Æskilegt er að umsóknir berist fyrir helgina.

Við þökkum öllum sem þegar hafa sent inn umsókn og vonum að tilskilinn fjöldi sem er 140 umsóknir skili sér að lokum til þess að hitaveita verði að veruleika í lok næsta árs.

kær kveðja  

Ólafur Kristinsson