Viðgerð á malbiki 2. júlí 2020
Viðgerð á malbiki á Hestlandsvegi og veginum frá Kiðjabergi að Hestlandi fer fram fimmtudaginn 2. júlí. Þeir sem fara um veginn eru beðnir að sýna tillitsemi og nærgætni vegna þessara framkvæmda.

F.h. stjórnar,
Halldór í Kerlingagarði

Starfsdagur Hests 23. maí klukkan 13

Árlegur starfsdagur Hests verður haldinn laugardaginn 23. maí. Mælting í Kinnhesti kl. 13:00. Meðal verkefna verða umhirða félagssvæðis í Kinnhesti, viðhald girðingar, o.fl.

F. h. stjórnar,

Halldór í Kerlingagarði

Aðalfundir 

Aðalfundir Hests og Bunu voru haldnir 2. júní s.l. í safnaðarheimili Seljakirkju í Reykjavík. Góð mæting var eða yfir 50 manns. Góðar umræður voru um málefni félaganna og rekstur. Nokkur breyting varð á stjórnum félaganna. Úr stjórnunum gengu Einar í Slauku, formaður Bunu og varamaður í Hesti, og Rafn í Brekku, ritari Hests og Bunu. Í stjórn komu Guðjón í Dagsláttu, sem verður ritari Hests og Bunu, og Árni í Gaularási, varamaður í Hesti og Bunu. Birgir í Tröð sem verið hefur varamaður í stjórnum félaganna tekur við formennsku í Bunu og verður varamaður í Hesti.

Aðalfundur 2. júní klukkan 20

Aðalfundur Hests, félags lóðareigenda í Hesti, Grímsnesi, verður haldinn í safnaðarheimili Seljakirkju þriðjudaginn 2. júní kl 20.  Venjuleg aðalfundarstörf.

Fyrir hönd stjórnar,

Halldór í Kerlingagarði