Ágætu bændur og búkonur í Hesti.

Eins og við höfum væntanlega öll orðið vör við eru framkvæmdir við lagningu hitaveitu hafnar.

Ýmsar upplýsingar hafa verið birtar á Facebook um aðdraganda framkvæmdanna og væntanlega lagningu ljósleiðara.

Gert er ráð fyrir að lagning stofnæðar í Hestlandi hefjist um miðjan október og í framhaldi af því verði farið að huga að lagningu dreifikerfis og heimæða að einstökum sumarhúsum.

Án efa eru margir sem vilja nýta veturinn til að undirbúa lagnir og breytingar sem gera þarf við og í bústaðnum til þess að vera tilbúin þegar að því kemur að fá tengingu á heitavatninu en það er áætlað eftir mitt næsta sumar. 

Það er auðveldara að fá iðnaðarmenn til starfa yfir haustið og vetrartímann heldur en þegar kemur fram á vorið.

Stjórn félagsins ákvað þess vegna á fundi sínum nýlega að leita eftir aðstoð frá Lagnaþjónustunni sf. á Selfossi um ráðgjöf fyrir þá sumarhúsaeigendur sem þess óska.  Niðurstaðan af þeirri málaleitan var sú að Ásgeir hjá Lagnaþjónustunni býður þá  þjónustu að veita einstökum sumarhúsaeigendum ráðleggingar um nauðsynlegar framkvæmdir og að setja fram tilboð ef eftir því er leitað.  Þessi þjónusta er endurgjaldslaus í trausti þess að þjónustan leiði til viðskipta við einhverja.

Fyrirkomulagið sem boðið er upp á er að einstakir sumarhúsaeigendur hafi samband við Ásgeir í síma 4822311 / 6962310 eða með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Í samráði við hvern og einn verður tiltekinn dagur og tími sem þeir munu verða á svæðinu.  Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru hvattir til þess að láta vita fyrir 30. september n.k.

Verið er að kanna möguleika á hagstæðum verðum í varmaskipta og annan búnað í samráði við stjórn Kiðjabergs.

kær kveðja

f.h. stjórnar

Ólafur Kristinsson, formaður

Árshátíð Landeigendafélags Hests 2015 verður haldin með hefðbundnum hætti um Verslunarmannahelgina og fer fram á félagssvæðinu í Kinnhesti laugardaginn 1. ágúst. Að venju hefst árshátíðin kl. 13:00 á Brandarakeppni barna og að henni lokinni fer fram Hestlandsmeistaramót í Kubb. Léttar veitingar (pylsur og gos) verða í boði félagsins að Brandarakeppninni lokinni. Um kl. 22 um kvöldið verður varðeldur í Kinnhesti með brekkusöng.
Skráning í Kubbmótið og Brandarakeppni barna fer fram á staðnum. Keppt er um veglega farandgripi. Að vanda keppa 3ja manna lið í Kubbmótinu. Einnig er veitt viðurkenning fyrir besta liðsbúninginn. Kennsla fyrir byrjendur í Kubbi fer fram í Kinnhesti keppnisdaginn kl. 11:00.


Upplýsingar um reglur Brandarakeppninnar og Hestlandsmeistaramótsins í Kubbi má sjá á heimasíðu félagsins undir ”Félagsstörf”.

Góða skemmtun!

f.h. árshátíðarnefndar,

Halldór í Kerlingagarði

Golfmót Hestlendinga

29.ágúst 2015 klukkan 13:30 (ath.breyttan tíma)

Spilaðar eru 18 holur á Kiðjabergsvelli.

Verðlaun:

·      Klúbbmeistari - besta skor án forgjafar.

·      Kvennaflokkur með forgjöf

·      Karlaflokkur með forgjöf

·      Nándarverðlaun eru veitt á öllum par 3 brautum.

·      Hámarks forgjöf í mótinu er 36.

Gjaldgengir í golfmótið eru sumarbústaðareigendur í Hesti, foreldrar þeirra, afkomendur og tengdabörn.

Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir félaga í GKB, annars kr. 4.500.

Verðlaunaafhending og kvöldverður að móti loknu. 

Þátttaka tilkynnist á netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi 28.08.2014.

Verðlaun í mótið eru þegin með þökkum.               

Stjórn GHE

Ágætu sveitungar í Hesti.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.  Með hækkandi sól og vorkomunni kemur árlegur vinnudagur Hestlendinga sem að þessu sinni verður laugardaginn 16. maí n.k.

Mæting verður í Kinnhesti kl 13:00 og við hjálpumst að við ýmis sameiginleg vorverk.

Þar er helst að nefna hefðbundin störf svo sem girðingarvinnu, viðgerð á Orminum langa og annað sem til fellur.  Vinnudeginum lýkur svo með kaffi og meðlæti eins og hefð er fyrir.

Að venju er gert ráð fyrir að við mætum með skóflu eða garðhrífu sem kæmu að notum.

Varðandi kalda vatnið er verið að þrýsta á að rafvirki, pípari og Rarik ljúki sínum þætti í verkefninu við að koma 3 fasa rafmagni að dælunni og koma nýrri dælu fyrir.

Upplýsingar verða sendar um leið og þær liggja fyrir.

Kær kveðja
Ólafur Kristinsson