Ágætu félagar í Hesti og Kiðjabergi

Í dag hafði borist 101 umsókn um hitaveituna.  66 frá Kiðjabergi og 35 frá Hesti.

Vonandi hafa einhverjir getað nýtt sér þá aðstoð sem boðin var í síðasta dreifbréfi til að afla upplýsinga fyrir ákvörðun á því hvort rétt sé að nýta tækifærið til að fá hitaveitu.

Viðmiðunarfjöldinn er 140 eins og áður hefur komið fram.

Nú rennur frestur út á sunnudag þann 15. febrúar svo þær umsóknir sem fara í póst um helgina teljast með.

Vonandi náum við þessu á lokasprettinum.

með félagskveðju

Ólafur Kristinsson
Ágætu félagsmenn í Hesti og Kiðjabergi

Í dag 2. febrúar höfðu einungis 49 félagsmenn sent inn umsókn um hitaveitu en eins og fram hefur komið þarf 140 umsóknir til þess að farið verði í framkvæmdir sem hefjist á þessu ári og ljúki á á því næsta.

Tvær vikur eru liðnar frá því dreifibréf og umsóknareyðublað var sent til allra félagsmanna en þátttakan fram að þessu er ekki í neinu samræmi við yfirlýstan áhuga og undirtektir á kynningarfundi.  Einungis 8 virkir dagar eru þar til umsóknarfrestur rennur út.

Náist ekki tilskilinn fjöldi umsækjenda (140) fellur þetta verkefni niður og verulega óvíst er hvenær aðstæður skapast til þess að hefja þetta ferli aftur.

Við skorum á ykkur öll sem ætlið að taka þátt að senda inn umsókn sem allra fyrst svo við getum sýnt fram á að okkur sé alvara í því að fá hitaveitu.

Kær kveðja
Ólafur Kristinsson
Jens Helgason
Ágætu félagar í Hesti og Kiðjabergi.

Fram til dagsins í dag, 10. febrúar, hafa borist 73 umsóknir um hitaveitu, 44 frá Kiðjabergi og 29 frá Hesti.  Frestur til að skila umsóknum rennur út n.k. sunnudag þann 15. febrúar og væntanlega eiga einhverjir eftir að skila inn umsókn.

Fyrir þá sem ekki hafa tekið ákvörðun:

1.  Ef óskað er eftir tæknilegum upplýsingum má beina fyrirspurnum til Guðmars Sigurðssonar pípulagningameistara á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
2. Ef eitthvað í umsóknarferlinu eða fyrirhuguðu framkvæmdaferli er óljóst er velkomið að hafa samband við undirritaðan á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
3. Umsóknareyðublaðið fylgir hér með ef einhver hefur það ekki við hendina.
4. Útfyllt eyðublað má skanna og senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Æskilegt er að umsóknir berist fyrir helgina.

Við þökkum öllum sem þegar hafa sent inn umsókn og vonum að tilskilinn fjöldi sem er 140 umsóknir skili sér að lokum til þess að hitaveita verði að veruleika í lok næsta árs.

kær kveðja  

Ólafur Kristinsson

Ágætu Hestlendingar.

Vísur frá þorrablótinu eru komnar á vefinn. Þær má finna undir flokknum ,,Áhugavert" og þaðan er smellt á ,,Þorravísur".

Kær kveðja,

Vefsíðustjóri.