Golfmót Hestlendinga 25. ágúst 2018

Golfmót Hestlendinga verður haldið laugardaginn       25. ágúst 2018.

Fyrirkomulag:

Hjóna- og Parakeppni - Texas scramble

Kvöldverður verður í golfskálanum að móti loknu.

Takið daginn frá - Nánari upplýsingar síðar.

Starfsdagur í Hesti - 26. maí 2018

 

Starfsdagur verður haldinn laugardaginn 26. maí og hefst í Kinnhesti kl. 13:00.

Að vanda skiptum við okkur niður í vinnuhópa. Meðal verkefna verða:

- Farið meðfram girðingunni og hugað að lausum staurum undir verkstjórn Bunuformanns

- Farið meðfram Orminum langa og heinsuð tré og annað í vegarkanti.

- Hugað að tráplöntum í Kinnhesti

- Farið yfir félagsaðstöðu í Kinnhesti

 

Að loknu dagsverki um kl. 17:00 verður kveikt í varðeldi í Kinnhesti.
 
Kveðja,
Halldór í Kerlingagarði.

Árshátíð Hests 2018

Árshátíð Hests 2018 verður haldin með hefðbundnum hætti um Verslunarmannahelgina og fer fram á félagssvæðinu í Kinnhesti laugardaginn 4. ágúst. Að venju hefst árshátíðin kl. 13:00 á Brandarakeppni barna og að henni lokinni fer fram Hestlandsmeistaramót í Kubb. Léttar veitingar (pylsur og gos) verða í boði félagsins að Brandarakeppninni lokinni. Um kl. 21 um kvöldið verður varðeldur í Kinnhesti með brekkusöng.
Skráning í Kubbmótið og Brandarakeppni barna fer fram á staðnum. Keppt er um veglega farandgripi. Að vanda keppa 3ja manna lið í Kubbmótinu. Einnig er veitt viðurkenning fyrir besta liðsbúninginn.
Upplýsingar um reglur Brandarakeppninnar og Hestlandsmeistaramótsins í Kubbi má sjá á heimasíðu félagsins undir ”Félagsstörf”

Góða skemmtun!
f.h. árshátíðarnefndar,
Halldór í Kerlingagarði

Píslarganga á Hestfjall 2018

Á föstudaginn langa, 30. mars, verður gengin hefðbundin píslarganga á Hestfjall. Göngufólk safnast saman í Kinnhesti kl. 13:00.


Kveðja,
Halldór í Kerlingagarði.