Kæru Þorrablótsfélagar í Hesti

Nú fer gleðin að bresta á.

Undirbúningsnefndin minnir á vísnakeppnina. Hvaðan koma snjöllustu vísurnar þetta árið ? Einhvers líklega að vænta frá gestum á Staðarhóli.  Svo eykst spennan í þverslaufukeppni karla. Verður það selskinnið í ár eða útskorna slaufan ? Loks verður keppnin um flottustu og frumlegustu kvenhattana æsispennandi. Kemur Kleópatra á svæðið eða verður það drottningarhattur í ár ?

Óskalögin má svo annað hvort senda undirbúningsnefndinni, Benóný eða Jenettu beint.  

Einnig hefur frést  af  stífum æfingum Svilabandsins.  Nefndin æfir líka sinn eigin kór og hlakkar til að sýna ykkur árangurinn annað kvöld. Annállinn er svo í smíðum á Stapa og bíða menn spenntir af fréttum þaðan.

Munið kl. 18.30 byrjar ballið.  Flugeldar kl. 18.45.

Bestu kveðjur

Undirbúningsnefndin.

Kæru Hestlendingar. 

Hið árlega þorrablót í Hesti verður haldið þann 14. janúar 2017 í golfskálanum í Kiðjabergi. Takið daginn frá.  Nánar auglýst síðar.

Blótað í Hesti 2017

Örfá sæti enn laus!!!

19. þorrablót Hestlendinga verður haldið fjórtánda dag janúarmánaðar 2017

Kæru Hestlendingar.

Þá er komið að hinu árlega þorrablóti sem verður haldið laugardaginn 14. janúar 2017 í Golfskálanum Kiðjabergi. Húsið verður opnað kl. 18.30, flugeldum skotið upp kl. 18.45 og hátíðin hefst stundvíslega kl. 19.00 Dagskrá verður að mestu með hefðbundnum hætti, konur prýða sig með höttum og karlar með slaufum. Vísur um bústaðinn ykkar eru kærkomnar, eins er ykkur velkomið að flytja sögur úr Hestlandi, í bundnu eða óbundnu máli.

Verðlaun fyrir frumlegustu/flottustu slaufuna og hattinn og bestu vísuna.

Velkomið er að taka með sér gesti.

Innkaup þarf að áætla miðað við fjölda gesta, því er brýnt að staðfesta þátttöku og greiða sem fyrst. Þátttaka tilkynnist annað hvort á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Verðið er 6000 krónur per mann. Vinsamlegast greiðið pantaða miða inn á reikning 0345-26-6999 kt. 600891-1389 og senda staðfestingu á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. því fyrr því betra.

Í fyrra seldust upp allir miðar og við hvetjum ykkur því til að bregðast fljótt við og tryggja ykkur miða. Viljum endilega fá ykkur sem flest á þorrablót 2017 Við skráningu getið þið sent inn ósk um eitt danslag (eitt lag frá bústað) og er það pantað um leið og miðar.

Bestu kveðjur,

Nefndin sem skipa:

Lára og Þorsteinn í Miðgarði 
Sigurbjörg og Sigurður í Heiðarhvammi 
Margrét og Jón Ásgeir á Lynghóli
Anna og Sigurður í Ásgarði

Fréttir stöðunni í hitaveitumálum.

Af gefnu tilefni fóru stjórnir sumahúsaeigenda í Kiðjabergi og Hesti fram á fund með sveitastjórn Grímsness og Grafningshrepps, en talsverður órói er meðal íbúa vegna augljóss seinagangs í hitaveituframkvæmdum. Frá hreppnum voru mættir Börkur Brynjarsson veitustjóri og Eyþór Sigurðsson tæknifræðingur

Ljóst er að það sem í dag hamlar eðlilegum framkvæmdahraða er skortur á suðumönnum sem upp kom þegar forföll urðu hjá þeim verktaka sem hafði verið falið verkið. Talsverð vinna hefur verið lögð í að fylla skarðið, en svo virðist sem þenslan í samfélaginu skýri að einhverju leiti það hversu erfiðlega það hefur gengið.

Þeir Börkur og Eyþór eru þó enn bjartsýnir á að það takist að koma hita á allt svæðið fyrir vetur. Í því sambandi vilja þeir beina því til sumarhúsaeigenda að ljúka sem fyrst við að koma upp tengikassa á húsum sínum þannig að tenging geti gengið snurðulaust fyrir sig.

Lagning heimæða í landi Kiðjabergs er nú lokið og reiknar verktakinn með því að það taki um eina og hálfa viku að ljúka við heimæðar í Hestlandi.

Þá geta einstaklingar sem hafa áhuga, haft samband beint við Eyþór Sigurðsson hjá hitaveitu Grímsness og Grafningshrepp með rafpósti á eythor(hja)sudurland.is eða með skilaboðum gegnum síma  4805508. Í því sambandi er vert að geta nafns og staðsetningu síns húss í fyrirspurninni.