Aðalfundir Hests og Bunu - 17. mars 

 

Boðað er til aðaðfunda Hests og Bunu í safnaðarheimili Seljakirkju, Hagaseli 40, 109 Reykjavík, þriðjudaginn 17. mars n.k. kl. 20:00. Venjuleg aðalfundastörf en nánari dagskrá verður auglýst síðar.

F.h. stjórna Hests og Bunu

Halldór Kr. Júlíusson

Mjög góð þátttaka er í Golfmóti Hestlendinga í ár.

Þó eru örfá pláss enn laus, m.a. eitt pláss fyrir einhvern stakan.

Lítilsháttar seinkun er á rástíma.

Ræst verður samtímis út af 9 teigum kl. 14:00

Því er mikilvægt að allir mæti stundvíslega kl. 13:30

til að raða fólki niður og til að allir geti komið sér tímanlega út á sinn teig.

Þáttökugjald í mótið er 1500 kr., vinsamlegast greiðið það í reiðufé.

Þeir sem ekki eru í golfklúbbnum GKB greiða auk þess flatargjald í skála.

Fjöldi gesta í matinn eftir mótið þarf að vera klár í síðasta lagi á þriðjudagskvöld.

Því eru núna allra síðustu forvöð að tilkynna þátttöku.

Stjórn GHE

Kæru landeigendur í Hesti,

22. þorrablót Hestlendinga verður haldið 18. janúar 2020

Þá er komið að hinu árlega þorrablóti sem verður haldið þriðju helgi janúarmánuðar, nánar tiltekið laugardaginn 18. janúar 2020, í Golfskálanum Kiðjabergi.

Húsið opnað kl. 18.30. Flugeldum skotið upp kl. 18.45. Hátíðin hefst stundvíslega kl. 19.00.

Dagskráin verður með hefðbundnum hætti. Konur prýða sig með höttum og karlar með slaufum. Verðlaun veitt fyrir frumlegustu/flottustu slaufuna og hattinn. Vísnakeppnin verður á sínum stað, kántríband Hestlands, „Liljur Vallarins“ skemmta með hefðbundnum slögurum.

Velkomið er að taka með sér gesti.

Þátttaka tilkynnist á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. is eða í síma 843 8000

Verðið er 7400 krónur per mann. Vinsamlegast greiðið pantaða miða inn á reikning 0345-26-6999 kt. 600891-1389 og senda staðfestingu á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Innkaup þarf að áætla miðað við fjölda þátttakenda. Því er brýnt að tryggja sér miða sem fyrst og greiða eigi síðar en föstudaginn 10. janúar 2020. Því fyrr því betra!

Í fyrra seldust upp allir miðar. Hvetjum við ykkur því að bregðast fljótt við og tryggja ykkur miða í tíma. Við viljum endilega fá ykkur sem flest á þorrablót 2020.

Bestu kveðjur,

Nefndin:

Ágústa og Magnús í Æsu, Svandís og Sigurður í Hásteini, Árni og Liva í Gaularási og Róbert og Anna í Laufey

Golfmót Hestlendinga 2019

Laugardaginn 31. ágúst 2019 kl. 13:00
Ræst verður samtímis af öllum teigum, svo við klárum öll á sama tíma

Fyrirkomulag:
Hjóna og Parakeppni - Texas scramble.

Leikið verður Texas Scramble - punktakeppni með forgjöf þar sem hvert par velur betri bolta eftir hvert högg og báðir einstaklingar slá næsta högg þaðan. Endurtekið þar til kúlan er í holu.

Þátttökugjald er kr. 1.500.
Kvöldverður í golfskálanum að móti loknu.
Rakel sér um „Steik og Bernes“ að hætti hússins. Verð 4.500.

Hestlendingar: Mætum vel og höfum gaman saman !

Þátttaka (ásamt forgjöf) tilkynnist sem fyrst á netföng:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gestafjöldi í mat þarf að liggja fyrir með nokkurra daga fyrirvara.

Verðlaun í mótið eru þegin með þökkum.

Stjórn GHE