Hreinsun rotþróa - Sumar 2020

Kæri íbúi/fasteignaeigandi. Nú styttist í hreinsun rotþróa á þínu svæði og er mikilvægt að við getum hreinsað rotþróna þína án vandræða.

Það felst í því að:

  • Hafa gott aðgengi að þrónni, gott er að vera búin að reita gróður frá stútnum ef þarf
  • Merkja stútinn með stiku eða fána ef hann sést ekki vel
  • Til þess að hægt sé að hreinsa rotþróna þarf hreinsistúturinn á rotþrónni að vera að lágmarki 110 mm

Þjónustufulltrúi seiruverkefnis

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðalfundir Hests og Bunu - 17. mars 

 

Boðað er til aðaðfunda Hests og Bunu í safnaðarheimili Seljakirkju, Hagaseli 40, 109 Reykjavík, þriðjudaginn 17. mars n.k. kl. 20:00. Venjuleg aðalfundastörf en nánari dagskrá verður auglýst síðar.

F.h. stjórna Hests og Bunu

Halldór Kr. Júlíusson

Frestun á aðalfundi

Stjórn Hests Landeigendafélags, hefur tekið ákvörðun um að fresta aðalfundi félagsins um óákveðinn tíma, vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.

Kæru landeigendur í Hesti,

22. þorrablót Hestlendinga verður haldið 18. janúar 2020

Þá er komið að hinu árlega þorrablóti sem verður haldið þriðju helgi janúarmánuðar, nánar tiltekið laugardaginn 18. janúar 2020, í Golfskálanum Kiðjabergi.

Húsið opnað kl. 18.30. Flugeldum skotið upp kl. 18.45. Hátíðin hefst stundvíslega kl. 19.00.

Dagskráin verður með hefðbundnum hætti. Konur prýða sig með höttum og karlar með slaufum. Verðlaun veitt fyrir frumlegustu/flottustu slaufuna og hattinn. Vísnakeppnin verður á sínum stað, kántríband Hestlands, „Liljur Vallarins“ skemmta með hefðbundnum slögurum.

Velkomið er að taka með sér gesti.

Þátttaka tilkynnist á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. is eða í síma 843 8000

Verðið er 7400 krónur per mann. Vinsamlegast greiðið pantaða miða inn á reikning 0345-26-6999 kt. 600891-1389 og senda staðfestingu á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Innkaup þarf að áætla miðað við fjölda þátttakenda. Því er brýnt að tryggja sér miða sem fyrst og greiða eigi síðar en föstudaginn 10. janúar 2020. Því fyrr því betra!

Í fyrra seldust upp allir miðar. Hvetjum við ykkur því að bregðast fljótt við og tryggja ykkur miða í tíma. Við viljum endilega fá ykkur sem flest á þorrablót 2020.

Bestu kveðjur,

Nefndin:

Ágústa og Magnús í Æsu, Svandís og Sigurður í Hásteini, Árni og Liva í Gaularási og Róbert og Anna í Laufey