Ágætu Hestlendingar.
Við höfum fengið fyrirspurn um hvað líði hitaveituframkvæmdum og í framhaldi af því hafði ég nú áðan samband við Börk Brynjarss. veitustjóra hjá GOGG.  Hann upplýsti mig um að framkvæmdir í Kiðjabergi hafi tafið verkið en gerir ráð fyrir að komið verði með lagnaefnið inn í Hestland nú um helgina og framkvæmdir við lögnina hefjist í kjölfarið.
Veitustjórn hefur falið tilteknum starfsmanni að hafa samband við hvern og einn sem ætlar að taka inn hitaveituna um lagnaleið að hverjum bústað.  Haft verður samband við hvern og einn eftir því sem lagningu miðar áfram en ef einhverjar spurningar vakna er bent á að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins.

f.h. stjórnar
Ólafur Kristinsson

Ágætu sveitungar í Hesti.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Með hækkandi sól og vorkomunni kemur árlegur vinnudagur Hestlendinga sem að þessu sinni verður laugardaginn 21. maí n.k.

Mæting verður í Kinnhesti kl 13:00 og við hjálpumst að við ýmis sameiginleg vorverk.

Þar er helst að nefna hefðbundin störf svo sem girðingarvinnu, viðgerð á Orminum langa, gengið með Hvítá og hreinsað upp rusl og annað sem til fellur. Vinnudeginum lýkur svo með kaffi og meðlæti eins og hefð er fyrir.

Að venju er gert ráð fyrir að við mætum með skóflu, garðhrífu og/eða ruslapoka sem kæmi að notum.

Kær kveðja,
Ólafur Kristinsson

Hinn árlegi vinnudagur Hestlendinga var haldinn laugardaginn 21. maí.
Veðurguðirnir buðu upp á kjöraðstæður sól og blíðu. Framkvæmdin var með svipuðu sniði og hingað til, þó með þeim áherslubreytingum að lítið var hugað að Orminum langa þar sem reiknað er með að hann þurfi gagngerar endurbætur að ári í kjölfar væntanlegra hitaveituframkvæmda, sem nú eru að fara á stað. Það er svo álit flestra að vegurinn hafi staðið sig með ágætum eftir að hann fékk á sig bundið slitlag. Meiri áhersla var hins vegar lögð á girðingavinnu uppi á Hestfjalli og fóru þangað tveir hópar á jafn mörgum fjórhjólum með fullri áhöfn, 50 staurum og gaddavír. Ljóst er að hinir upprunalegu girðingastaura úr rekavið eru margir hverjir að komast á eindaga enda gekk efniviðurinn til þurrðar á miðjm Hesti. Í verðlaun fyrir vanáætlun í byrgðahaldi fá nú girðingamenn einn dag til viðbótar á fjalli. Gengið var með bökkum Hvítár meðfram Hestlandi einn hópur úr hvorri átt og árreknu rusli safnað saman. Þá var Kinnhestur snyrtur í bak og fyrir og að endingu borið hvalmjöl á allt saman. Mæting var eins og við var að búast hörkugóð og voru kleinum og sómasamlokum gerð góð skil.
Kveðja,
Stjórn.
AÐALFUNDUR

Landeigendafélagsins Hests og Vatnsveitunnar Bunu verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2016 í safnaðarheimili Seljakirkju Hagaseli 40 109 Reykjavík og hefst hann kl.20:00

Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf (sjá samþykktir félaganna á hestland.is)

Ef eigendaskipti verða á löndum í Hestlandi, þá ber að tilkynna það á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

f.h. stjórna félaganna

Ólafur Kristinsson