Árshátíð Landeigendafélags Hests 2017.

Árshátíð Landeigendafélags Hests 2017 verður haldin með hefðbundnum hætti um Verslunarmannahelgina og fer fram á félagssvæðinu í Kinnhesti laugardaginn 5. ágúst. Að venju hefst árshátíðin kl. 13:00 á Brandarakeppni barna og að henni lokinni fer fram Hestlandsmeistaramót í Kubb. Léttar veitingar (pylsur og gos) verða í boði félagsins að Brandarakeppninni lokinni. Um kl. 21 um kvöldið verður varðeldur í Kinnhesti með brekkusöng.
Skráning í Kubbmótið og Brandarakeppni barna fer fram á staðnum. Keppt er um veglega farandgripi. Að vanda keppa 3ja manna lið í Kubbmótinu. Einnig er veitt viðurkenning fyrir besta liðsbúninginn.


Upplýsingar um reglur Brandarakeppninnar og Hestlandsmeistaramótsins í Kubbi má sjá á heimasíðu félagsins undir ”Félagsstörf”.

Góða skemmtun!

f.h. árshátíðarnefndar,

Halldór í Kerlingagarði

Píslarganga á Hestfjall

Á föstudaginn langa, 14. apríl, verður gengin píslarganga á Hestfjall. Göngufólk safnast saman í Kinnhesti kl. 13:00.
Kveðja,

Halldór í Kerlingagarði.

Vinnudagur í Hesti - 20. maí

Ágætu hestlendingar!

Þá er komið að hinum árlega vinnudegi okkar, sem hefur af Stjórninni verið ákveðinn laugardaginn 20. maí.

Fyrirkomulag verður með sama móti og venjulega. Mæting er í Kinnhesti kl. 13.00 og gengið rakleitt til vinnu. Áætluð verklok eru milli 15 og 16 eða eftir getu hvers og eins.

Heitt verður á könnunni og eitthvert meðlæti.

Í ár verða lagðar áherslur á þrjá verkþætti og hópnum skipt upp í samræmi við það.

Girðingavinnan á fjallinu heldur áfram þar sem horfið var frá í fyrra og væri gott ef einhver kæmi með fjórhjól og kerru.

Annar hópur fer í það að fjarlægja rótarskot og sjálfsáin tré meðfram veginum, en víða stefnir í óefni ef ekki verður brugðist við

Þriðji hópurinn mun svo fara eftir orminum langa og bæta skörðótta kanta og fylla í holur eftir megni. Hitaveituþveranir og annað tengt hitaveituframkvæmdunum verða lagfærðar af sveitafélaginu.

Eitthvað má svo nostra við Kinnhestinn sjálfan.

 

Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært um að mæta í einhverri mynd og gjarnan með viðeigandi verkfæri. Veðurspáin er mjög góð.

Stjórnin

Stjórn Hests og Bunu 2017

Einar Kr. Vilhjálmsson form. Bunu

Jón Karl Kristjánsson meðstjórnandi

Jenetta Bárðardóttir gjaldkeri Hests og Bunu

Rafn A. Ragnarsson ritari Hests og Bunu

Ólafur B. Kristinsson form. Hests

stjorn2017