Skráning er í gangi, skráið ykkur sem fyrst. Mætum sem flest og leikum okkur saman.
Veðurspá
Langtímaveðurspá á Belgingi fyrir sunnudaginn er góð.

Matseðill í Golfskála að loknu móti
Hægeldað lambalæri með ferskum kryddjurtum Hvítvinssoðið bankabyggsrisotto Spergilkáls og blómkálsgratin Kartöflusmælki með steinseljusmjöri Bernaisesósa og lambagljái Laufsalat með sesamfrædressingu. Verð per mann 4.100 kr.
Stjórn GHE.

 

11

Golfmót Hestlendinga   


Sunnudaginn 31. ágúst 2014 kl. 13:00

Spilaðar eru 18 holur á Kiðjabergsvelli.

Verðlaun:

·      Klúbbmeistari - besta skor án forgjafar.
·      Kvennaflokkur með forgjöf
·      Karlaflokkur með forgjöf
·      Nándarverðlaun eru veitt á öllum par 3 brautum.
·      Hámarks forgjöf í mótinu er 36.


Gjaldgengir í golfmótið eru sumarbústaðareigendur í Hesti, foreldrar þeirra, afkomendur og tengdabörn.

Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir félaga í GKB, annars kr. 4.500.

Verðlaunaafhending og kvöldverður að móti loknu. Nánari upplýsingar um verð og fyrirkomulag á veitingum liggja fyrir þegar nær dregur móti.

Þátttaka tilkynnist á netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi 30.08.2014.

Verðlaun í mótið eru þegin með þökkum.                Stjórn GHE

 

Í ágúst 2014
Ágætu félagsmenn

Sameiginlegir ruslagámar í landi Kiðjabergs eru eingöngu ætlaðir fyrir heimilissorp eins og greinilega má lesa á skilaboðum sem sett eru á gámana. Eins og allir hafa orðið varir við, sem erindi eiga að gámunum, er umgengni á svæðinu við gámana vægast sagt verulega ábótavant.  Ber þar einkum tvennt til.  Annars vegar er söfnunargámur björgunarsveitarinnar Trinton sem er annað hvort of lítill eða of sjaldan tæmdur.  Vakin hefur verið athygli björgunarsveitarinnar á því að tæma þurfi söfnunargáminn oftar eða útvega stærri gám.

Hitt er verra við að eiga þegar einhverjir hunsa þau tilmæli sem lesa má á gámunum um að allt annað en heimilissorp skuli fara með á gámastöðina við Seyðishóla eða á aðra sambærilega gámastöð.  Nýlega hefur einhver eða einhverjir leyft sér að fleygja loki af heitum potti, gasgrilli, málningardósum o.fl. við gámana og ætlast greinilega til þess að aðrir þrífi eftir þá.  Slík umgengni er viðkomandi til skammar en það sem er verra er að þar sem ekki er vitað hver eða hverjir eiga hlut að máli er skömmin okkar allra sem viljum ganga vel og snyrtilega um þetta sameiginlega svæði.   

Hér með er því skorað á þá sem hent hafa rusli við gámana að fjarlægja það.

Um leið er hvatt til sameiginlegs átaks um að ganga vel og snyrtilega um gámasvæðið og vekja athygli iðnaðarmanna, sem koma að einhverjum verkefnum fyrir félagsmenn, á þeim reglum sem gilda um gámasvæðið. 

Með sumarkveðju

Ólafur Kristinsson, form. stjórnar Hestlendinga
Jens Helgason, form. stjórnar sumarhúseigenda Kiðjabergi
ÁRSHÁTÍÐ HESTLENDINGA 2014

Árshátíð Landeigendafélags Hests 2014 verður haldin með hefðbundnum hætti um Verslunarmannahelgina og fer fram á félagssvæðinu í Kinnhesti laugardaginn 2. ágúst. Að venju hefst árshátíðin kl. 13:00 á Brandarakeppni barna og að henni lokinni fer fram Hestlandsmeistaramót í Kubb. Léttar veitingar (pylsur og gos) verða í boði félagsins að Brandarakeppninni lokinni. Um kl. 22 um kvöldið verður varðeldur í Kinnhesti með brekkusöng.

Skráning í Kubbmótið og Brandarakeppni barna fer fram á staðnum. Keppt er um veglega farandgripi. Að vanda keppa 3ja manna lið í Kubbmótinu. Einnig er veitt viðurkenning fyrir besta liðsbúninginn. Kennsla fyrir byrjendur í Kubbi fer fram í Kinnhesti keppnisdaginn kl. 11:00.

Upplýsingar um reglur Brandarakeppninnar og Hestlandsmeistaramótsins í Kubbi má sjá á heimasíðu félagsins undir ”Félagsstörf”.

Góða skemmtun!
f.h. árshátíðarnefndar, Halldór í Kerlingagarði.