Þorrablót í Hesti 2019
21. þorrablót Hestlendinga verður haldið 19. janúar 2019

Kæru Hestlendingar!
Þá er komið að hinu árlega þorrablóti sem verður haldið laugardaginn 19. janúar 2019, í Golfskálanum að Kiðjabergi.
Húsið opnað kl. 18.30. Flugeldum skotið upp kl. 18.45. Hátíðin hefst stundvíslega kl. 19.00.

Dagskráin verður með hefðbundnum hætti. Konur prýða sig með höttum og karlar með slaufum. Verðlaun veitt fyrir frumlegustu/flottustu slaufuna og hattinn. Vísur um bústaðinn ykkar eru kærkomnar og eins er ykkur velkomið að flytja sögur úr Hestlandi í bundnu eða óbundnu máli.

Velkomið er að taka með sér gesti.
Þátttaka tilkynnist á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða í síma 824 1705.
Verðið er 7400 krónur á mann. Vinsamlegast greiðið pantaða miða inn á reikning 0345-26-6999 kt. 600891-1389 og senda staðfestingu á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Innkaup þarf að áætla miðað við fjölda þátttakenda. Því er brýnt að tryggja sér miða sem fyrst og greiða eigi síðar en föstudaginn 10. janúar 2019.  Því fyrr því betra!
Hvetjum við ykkur því að bregðast fljótt við og tryggja ykkur miða í tíma. Við viljum endilega fá ykkur sem flest á þorrablót 2019.

Bestu kveðjur,
Nefndin:

Guðlaug og Birgir í Tröð, Elsa og Skúli á Staðarhóli, Svandís og Sigurður á Hásteini og Ágústa og Magnús í Æsu.

Árshátíð Hests 2018 - Fréttir

Árshátíð Hests var haldin 4. ágúst síðastliðinn

Myndir frá brandarakeppninni eru komnar hér inn á síðuna. Fleiri myndir eru vel þegnar.

Brennustjórar voru Róbert Agnarsson og Steindór Guðmundsson, þeir hafa einnig samþykkt að taka það hlutverk að sér að ári.

Fundur um ljósleiðara og fleira

Staður: Kaffi Kið (golfskálanum)
Tími: Sunnudaginn 16. sept. kl. 13:00

Nú styttist í að sumarbústareigendur í Hestlandi og Kiðjabergi þurfi að taka ákvörðun um hvort þeir fái ljósleiðara í hús sitt, nú þegar Míla er að leggja ljósleiðara í svæðið. Af þessu tilefni standa félögin á svæðinu fyrir kynningar- og umræðufundi, meðal annars til að auðvelda fólki að taka ákvörðun um þetta.

Dagskrá:
1. Snjólfur og Halldór hittu Mílumenn 7. sept. og munu segja frá stöðunni og áætlunum varðandi ljósleiðaravæðinguna. Ætlunin er að komast langt með verkið í haust og ljúka því næsta vor. Ef margir fá ljósleiðara núna þá mun Míla rukka mun lægri upphæð en kynnt var 27. júli. Umræða. 
2. Hverjir ættu að fá sér ljósleiðara? Við þessu er ekkert rétt svar og verður hver og einn að meta það fyrir sig. Rætt verður um staðreyndir, álitamál, líklega þróun og sjónarmið varðandi þetta, með það í huga að auðvelda fólki að taka ákvörðun.
3. Önnur mál sem gætu varðað bæði Hestlendinga og Kiðjaberginga. Mál sem kæmi til greina að ræða eru meiri samvinna félaganna og tré sem skemma útsýni, en fundargestir geta ráðið hvað verður rætt.

Þegar fundinum lýkur verður haldinn fundur um mál sem snerta Kiðjaberg sérstaklega, kannski mjög stuttur, og Hestlendingar eru velkomnir.
Dagskrá Kiðjabergsfundar:
1. Viðhald vega og stíga á svæðinu.
2. Upplýsingaskilti fyrir svæðið.
3. Vatnsveita og hitaveita.
4. Samkomusvæði í Kiðjabergi.
5. Önnur mál.

Snjólfur Ólafsson, formaður FLK
Halldór Kr. Júlíusson, formaður Hests

Niðurstöður golfmóts Hestlendinga 2018

Golfmót Hestlendinga var haldið að Kiðjabergi síðastliðinn laugardag þann 25. ágúst í 20. skipti.
Fyrirkomulagið var Texas scramble.

Í fyrstu þremur sætunum voru
1 sæti Rafn og Guðlaug
2 sæti Ingi Þór og Halla
3 sæti Jorgen og Sigrún

Eftirfarandi aðilar hlutu nánarverðlaun
Braut 3 Alexander
Braut 7 Benóný
Braut 12 Jenetta
Braut 16 Steinunn

Myndir frá verðlaunaafhendingunni eru komnar hér á síðuna.