Eftirfarandi eru upplýsingar frá sveitastjórn Grímsnes- og Grafningshrepps og varða okkur,
sumarhúsaeigendur.

Molta
Frá og með 10. maí býðst öllum garðeigendum í Grímsnes- og Grafningshreppi að nálgast moltu á
gámasvæðinu Seyðishólum þeim að kostnaðarlausu.
Eina sem þarf að gera er að mæta á svæðið á opnunartíma með ílát eða kerru og skóflu og ná sér í
moltu.
-Moltan er blanda af þeim lífræna úrgangi sem Gámaþjónustan safnar hjá íbúum, fyrirtækjum og
stofnunum, hrossataði og trjáúrgangi með búið er að fara í gegnum hitameðferð.
-Moltan þykir kraftmikill jarðvegsbætir sem gott er að blanda annarri mold í hlutföllunum 1/3 (1 hluti
molta 2 hlutar mold) eða dreifa yfir beð og grasflatir í þunnu lagi.
-Moltan er afrakstur innlendrar endurvinnslu.

Borg í sveit 1. júní 2019
Borg í sveit er hátíðardagur í sveitarfélaginu en þann dag taka fyrirtæki, bændur og einstaklingar í
sveitarfélaginu höndum saman, hafa opið hjá sér og bjóða gesti og gangandi velkomna í heimsókn. 
Finna má viðburðinn á Facebook undir:  Borg í sveit
Um kvöldið verða svo tónleikar í Félagsheimilinu Borg með dúettinum Hundur í Óskilum klukkan
20:30.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar. 

Losun á rotþróm
Allar rotþrær í sveitarfélaginu eru tæmdar á þriggja ára fresti.
Í ár, 2019, verður svæði 3 tæmt en það eru eftirfarandi staðir:
Norðurkotsland
Við Þingvallaveg
Grafningur
Hægt er að fara inn á vefsíðuna  map.is/sudurland , skrifa heimilisfangið ykkar í gluggann uppi í vinstra
horninu þar sem stendur; leita í korti, haka í fráveita í glugganum hægra megin og þá er hægt að sjá
hvenær rotþróin hjá þér var síðast tæmd.

Á föstudaginn langa, 19. apríl, verður gengin hefðbundin píslarganga á Hestfjall. Gangan tekur um 3 klukkutíma. Allir velkomnir. Göngufólk safnast saman í Kinnhesti kl. 13:00.

Halldór í Kerlingagarði.

Starfsdagur í Hesti 2019 - 25.maí næstkomandi
Hefðbundinn starfsdagur verður haldinn laugardaginn 25 maí. Safnast verður saman í Kinnhesti kl. 13:00 þar sem verkefnum verður skipt milli vinnuhópa.  Að starfsdegi loknum höfum við hin síðar ár kveikt í spreki sem safnast hefur á varðeldastæðinu og átt sameiginlega ánægjustund.


Verkefni: 
1.      Girðing á fjalli yfirfarin. Þetta er eitt af hefðbundnum verkefnum á vinnudegi. Vaskur hópur karlmanna hefur farið meðfram girðingunni ár hvert og styrkt hana og gert við göt. Er þess vænst að sömu aðilar haldi því áfram í ár.
2.      Kinnhestur snyrtur. Á hverju ári þarf að sinna margvíslegu viðhaldi á félagssvæði okkar í Kinnhesti. Meðal þeirra er  hreinsun gróðurs af stétt; málning og viðhald á salerni og félagsaðstöðu. Í fyrra tókum við vel ofanaf greni sem var orðið of hátt og í ár verður unnið að því að grisja og lækka asparvegginn umhverfis félagssvæðið.
3.      Snjóstikur endurnýjaðar. Margar snjóstikur hafa fallið og brotnað á síðustu ár. Fara þarf skipulega yfir allan veginn og snjóstikur endurreistar eða endurnýjaðar eftir því sem við á.
4.      Dytta að vegi. Setja möl í vegkanta og holur ( spurning um að fá viðgerðarefni) og klippa trjágróður meðfram vegi.
5.      Laga aðkomu að hliði. Setja þarf nýjar stoðir undir hestinn eða setja annað upplýsingarskilti um svæðið.
6.      Veitingar. Einhverjar veitingar verða fyrir þátttakendur og kveikt í sprekinu að lokum.

Unnið er að því sem stærra samstarfsverkefni að fá úttekt kunnugra á ástandi vegarins og tillögur um endurbætur.

 

Aðalfundur félagsins Hests og Bunu verður haldinn 5. mars 2019 kl.20.00 í Seljakirkju Hagaseli 40. 109 Reykjavík 
Vonumst til að sem flestir geti mætt.


Með kveðju,
Stjórn Hests og Bunu.