AÐALFUNDUR

Landeigendafélagsins Hests og Vatnsveitunnar Bunu verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2016 í safnaðarheimili Seljakirkju Hagaseli 40 109 Reykjavík og hefst hann kl.20:00

Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf (sjá samþykktir félaganna á hestland.is)

Ef eigendaskipti verða á löndum í Hestlandi, þá ber að tilkynna það á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

f.h. stjórna félaganna

Ólafur Kristinsson

Ágætu félagsmenn og -konur í Hesti.

Eftifarandi minnisblað var að berast frá veitustjórn GOGG:

Meðfylgjandi er gróf tímaáætlun fyrir framkvæmdir á árinu 2016 þar sem við ætlum að klára hitaveituframkvæmdir og koma heitu vatni á fyrir lok september 2016.

Verkið síðastliðið haust gekk hægar en reiknað var með sem var að hluta til vegna brunans í Set en þar brann bíll sem hefur verið notaður til að draga út lagnir í svona verkum. Verktakinn leysti þetta með því að koma sér upp öðrum bíl, en þetta hefur auðveldað vinnu talsvert.

Einnig hefur verið unnið við lagningu heimæða sem ekki var reiknað með í fyrstu áætlun en það góða við það er að sú vinna er þó búin.

Verþættir sem eiga að vinnast í sumar eru eftirfarandi


• Hestland – götulagnir
• Hestland – heimæðar
• Kambar – götulagnir
• Kambar – heimæðar
• Stofnlögn að Kiðjabergi.
• Endabúnaður heimæðar.

Reiknað er með að byrja strax á lagningu götulagna og heimæða í Hestlandi um leið og frost tekur úr jörðu, en vonast er til að það verði um 1.maí og mun vinna við götulagnir og heimæðar vera út júní mánuð.

Byrjað verður að leggja stofnlögn að Kiðjabergi í byrjun júní, en efnið á að koma í lok maí auk götulagna í Kambalandið en þetta eru bæði stállagnir. Þessu ætti að ljúka í lok ágúst og heimæðar í Kambalandi mun ljúka á svipuðum tíma.

Endabúnaður á heimæðar sem er loki, sía og hemill verður settur upp samhliða öllu ferlinu. Í einhverjum tilfellum geta eigendur frístundahúsa fengið búnaðinn í hendur sé þess óskað. Starfsmenn hitaveitunnar munu alltaf þurfa að ganga frá búnaðinum en þetta er í heildina um tveggja mánaðar vinna sem mun hefjast í byrjun júní.

Athuga skal að þessi áætlun getu hliðrast til vegna ýmissa aðstæðna en taka skal fram að talið er að nægjanlegt rými sé til að ljúka verkinu fyrir 1.okt 2016.

Börkur Brynjarsson
Tæknisvið Uppsveita.

Á Föstudaginn langa, 25. mars, verður hin árlega píslarganga á Hestfjall.

Mæting kl. 13:00 í Kinnhesti.

Sameinast verður í bíla og ekið á upphafsreit göngunnar. Göngutími er áætlaður um 3 tímar. Mætið vel búin og í góðum gönguskóm. Gott er að hafa með sér stafi og nesti til að snæða á toppi fjallsins, Eyrunum..

Nú er gott verðurútlit, sjáumst heil í Kinnhesti á Föstudaginn langa kl. 13:00.

Kveðja,

Halldór í Kerlingagarði

Blótað í Hesti 2016

18. þorrablót Hestlendinga verður haldið níundadag janúarmánaðar 2016

Kæru Hestlendingar.
Þá er komið að hinu árlega þorrablóti sem verður haldið að venju aðra helgi janúarmánuðar, nánar tiltekið laugardaginn 9.janúar 2016 í Golfskálanum Kiðjabergi. Húsið opnað kl. 18.30 flugeldum skotið upp kl. 18.45 og hátíðin hefst  stundvíslega kl. 19.00

Dagskrá verður að mestu með hefðbundnum hætti, konur prýða sig með höttum og karlar með slaufum.

Verðlaun fyrir frumlegustu/flottustu slaufuna og hattinn.

Vísur um bústaðinn ykkar eru kærkomnar, eins er ykkur velkomið að flytja sögur úr Hestlandi, í bundnu eða óbundnu máli.

Innkaup þarf að áætla miðað við fjölda gesta, því er brýnt að staðfesta þátttöku sem fyrst og greiða eigi síðar en föstudaginn 2.janúar 2016 .  Þátttaka tilkynnist  á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Velkomið að taka með sér gesti.

Verðið er 5000 krónur per mann. Vinsamlegast greiðið pantaða miða inn á reikning 0345-26-6999 kt. 600891-1389 og senda staðfestingu á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. því fyrr því betra.

Í fyrra seldust upp allir miðar, við hvetjum ykkur því til bregðast fljótt við og tryggja ykkur miða í tíma. Viljum endilega fá ykkur sem flest á þorrablót 2016

Við skráningu getið þið sent inn eitt óskalag danslag (eitt lag frá  bústað) og er það pantað um leið og miðar.

Bestu kveðjur,

Nefndin sem skipa
Edda og Alexander í Brekkukoti   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Jenetta og Benóný í Draumi         This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Lára og Þorsteinn í Miðgarði        This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurbjörg og Sigurður í Heiðarhvammi  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.