Kæru Hestlendingar

Bilun varð í vatnsdælu.Viðgerð stendur yfir á vatnsdælu í Kinnhesti, á meðan bið ég ykkur að sýna þolinmæði og spara vatnið, því lítill kraftur er á vatninu.

Bestu kveðjur,
Jenetta Bárðardóttir

Lúpínan í landinu er farin að breiða úr sér en til að sporna við þeirri þróun hefur eigandafélag jarðarinnar Hests, undir stjórn Jóns Briem og Theódórs Halldórssonar boðað til aðgerða

Þegar komið er upp á klettabrún eftir Gíslastaðaveginum kemur í ljós lúpínuflekkur á hægri hönd, skammt fyrir sunnan efri vatnstank Bunu (í átt að brúninni). Henni var komið fyrir án heimildar okkar jarðeigandanna og hætta er á að hún breiði úr sér frekar en orðið er. Töluverð hætta er á að hún steypist fram af klettunum og niður í sumarbústaðalöndin þar fyrir neðan.

Árshátíð Landeigendafélags Hests 2012 verður haldin með hefðbundnum hætti um Verslunarmannahelgina og fer fram á félagssvæðinu í Kinnhesti laugardaginn 4. ágúst.