Undirrituð hefur fengið þau skilaboð frá nokkrum sumarhúsaeigendum í Hestlandi að það sé fólksbílafært á aðalveginum, misjöfn er færðin að einstökum sumarhúsum.

Föstudaginn 30.desember verður aðalæð hreinsuð. Þeir sem hafa áhuga að láta hreinsa sínar innkeyrslur er bent á að hafa samband við Jenettu eða Eddu.

Við minnum á skráningu á hið árlega þorrablót Hestlendinga sem haldið verður laugardaginn 14. janúar 2012 kl. 19:00 í golfskálanum að Kiðjabergi.

Sendi ykkur og fjölskyldu bestu óskir um gleðilega jólahátíð, og heillaríkt ár,