Lúpínan í landinu er farin að breiða úr sér en til að sporna við þeirri þróun hefur eigandafélag jarðarinnar Hests, undir stjórn Jóns Briem og Theódórs Halldórssonar boðað til aðgerða

Laugardaginn 28 júlí 2012 kl 14.00

Mæting fjallið - gengið af vegi fyrir ofan vatnstanka Bunu ( á brúninni þar sem vegurinn kemur upp á fjallið og liggja tankarnir hægra megin við veginn ) og gengið c.a. 100m með brúninni. Þar er flekkur sem fer stækkandi og getur auðveldlega breitt úr sér niður hlíðarnar í átt að skipulögðu sumarhúsasvæði. Markmiðið er að ráðast að vandanum meðan hann er ekki stærri en hann er.

Fólk er beðið að taka þátt og vera vopnað – skóflum til að slá Lúpínuna niður með eða sláttuorfi eða klippum eða hverju öðru sem menn telja að gagnist. Jón og Theódór munu síðan sjá um að eitra þegar búið er að slá.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fróðir láta í té er það núna sem þarf að slá Lúpínuna niður svo hún dreifi ekki fræjum en fræ geta falist í jarðvegi um all nokkurn tíma.

Einnig er Lúpínan farin að vera verulega áberandi við veginn í gegnum landið. Samtaka ættum við að ná að halda henni í skefjun ef allir leggjast á eitt að fella hana og hafa auga með sínu nágreni.

Með von um góðar undirtektir

Edda Ástvaldsdóttir formaður í Hesti landeigendafélagi.