- Details
AÐALFUNDUR 26.03.2025 KL 20,00
Hestur landeigendafélag og Buna vatnsveita halda aðalfund í Seljakirkju Hagaseli 40, 109 Reykjavík þann 26 mars næstkomandi kl.20,00
Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf (sjá samþykktir félaganna á hestland.is)
Í lok fundar verður Lára V Júlíusdóttir með framsögu um málefni félags Búsetufrelsis.
Samantekt um málið frá fundi félags „Búsetufrelsis við oddvita og sveitarstjóra GOGG“ er að finna hér að neðan.
F.h. stjórna félaganna Edda Ástvaldsdóttir
P.s þeir sem vilja fá gögn rafrænt senda beiðni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fundur Búsetufrelsis með oddvita og sveitarstjóra GOGG 25. febrúar 2025
Meginkrafa hópsins er að sveitarfélagið viðurkenni fasta búsetu í heilsárshúsum í frístundabyggð.
Fundin verði ásættanleg lausn í samráði ríkis og sveitarfélagsins og að höfðu samráði við óstaðsetta íbúa sveitarfélagsins um verkefnið.
Þjóðskrá verði falið að annast skráningu íbúanna á hús sín í hreppnum, svo fyrir liggi skrá um hvar þetta fólk er að finna.
Gerður verði listi um þá þjónustu sem GOGG telur sig ekki geta uppfyllt strax vegna smæðar, kostnaðar o.þ.h. og gert tímaplan um hvernig bætt verði úr.
Íbúar Grímsnes- og Grafningshrepps eru um 600 manns. Hluti íbúa rúmlega 100 manns eru ekki skráðir íbúar í húsi sínu heldur ótilgreint í hús. Fólkið býr í heilsárshúsum sem byggð eru á svæðum innan hreppsins sem skv. deiliskipulagi er skilgreint sem frístundabyggð. Hópnum er haldið utan við félagslega þjónustu hreppsins með ýmsum hætti. Þótt hópurinn greiði fulla skatta og skyldur til hreppsins, fasteignaskatta og nýtur hann ekki þjónustu sem íbúðar njóta, s.s. um snjómokstur, sorphirðu, póstþjónustu, afsláttarkjör sem íbúum bjóðast t.d. vegna fasteignagjalda svo og skólaakstur. Hópurinn hefur hins vegar kosningarétt og kjörgengi í hreppnum.
Óbeinar afleiðingar fyrir hópinn eru m.a. eftirfarandi:
Þar sem fólkið er ótilgreint í hús er því að auki gert að greiða hærri tryggingar, það er ekki á skrá hjá Creditinfo, það fær ekki fyrirgreiðslu í bönkum og er jafnvel synjað um bílaleigubíl. Vegna skorts á lögheimilisskráningu hópsins er ekki til nein skrá um raunverulega búsetu í hreppnum. Slökkvilið, lögregla eða almannavarnir hafa ekki slíkar skrár.
Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru um 3.300 frístundahús eða 1/5 allra frístundahúsa á Íslandi. Þótt nú séu skráð “ótilgreind í hús” rúmlega 100 manns má ætla að töluvert stærri hópur eigi þar raunverulega búsetu. Margir eiga íbúðir sínar á höfuðborgarsvæðinu því þeim býðst ekki lögbundin þjónusta í hreppnum.
Grímsnes- og Grafningshreppur er með ríkustu hreppum landsins. Megintekjur hans eru fasteignaskattur. Áætlaðar tekjur ársins 2025 eru rétt tæpir 2 milljarðar króna og rekstrarafgangur hreppsins vegna ársins áætlaðar 232.222.000. Tekjur hvers einasta skráðs íbúa af fasteignasköttum eingöngu námu á árinu 2023 kr. 1.476.635. Landbúnaður er að mestu aflagður.
Með afneitun hreppsyfirvalda á búsetu fólks í sveitarfélaginu brýtur hreppurinn jafnræðisreglur stjórnsýslunnar. Í 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir: Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kyni, ætt, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.
Mál þessi hafa verið farsællega til lykta leidd víða um land, s.s. í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og eins í nágrannalöndum okkar, Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
- Details
Þorrablót 2024
ÞORRABLÓT HESTLENDINGA OG VINA ÞEIRRA verður haldið í GOLFSKÁLANUM LAUGARDAGINN 13. JANÚAR 2024 og hefst kl. 19:00
Hefðbundin dagskrá með ferskum Þorramat, söng, vísnakeppni og verðlaunum fyrir,
besta hatt kvenna og besta hálstau karla.
Þátttaka tikynnist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Miðaverð 9.900 kr á manninn og greiðist inn á reikning blótsnefndar 0345-26-6999 - kt.600891-1389.
Heimilt er að hafa með eigin drykkjarföng.
Hittumst á nýju ári og gleðjumst saman !
Nefndin
- Details
Aðalfundur 09.04.2024 í Seljakirkju kl 20:00
Hestur Landeigendafélag og Buna Vatnsveita
Dagskrá fundar
Almenn aðalfundastörf
F.h. stjórnar félaganna,
Edda Ástvaldsdóttir
Þeir sem vilja taka þátt í að spara pappír og fá send fundagögn senda beiðni þess efnis á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Details
Aðalfundur 27.03.2023 í Seljakirkju kl 20:00
Hestur Landeigendafélag og Buna Vatnsveita
Dagskrá fundar
Almenn aðalfundastörf
Undir liðnum önnur mál verður umfjöllum um erindi frá Umhverfis- og tæknisviði hreppsins um deiliskipulagsbreytingu. Fjallar málið um auknar byggingaheimildir að beiðni eiganda á Hesti lóð 105.
Stjórnir félaganna Hestur landaeigandafélag og Buna Vatnsveita.
Þeir sem vilja taka þátt í að spara pappír og fá send fundagögn senda beiðni þess efnis á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.