Ágætu lóðahafar í Hesti og Kiðjabergi.

Nú er komið að því að hitaveitan sem við höfum stefnt að verði að veruleika.  Síðastliðinn föstudag, 24. apríl, sendi Grímsnes- og Grafningshreppur bréf til þeirra sem höfðu sótt um hitaveitu með lykilupplýsingum varðandi málið.

Næsta þriðjudag, 28. apríl, mun greiðsluseðill koma í heimabanka þess sem sótti um, með gjalddaga 5. maí og eindaga 15. maí.

Framkvæmdin mun svo hefjast fyrri hluta sumars 2015 og ljúka haustið 2016.

Við höfum öll miklar væntingar um að verkið gangi greiðlega fyrir sig svo við hvetjum okkur öll til þess að greiða stofngjaldið sem fyrst fyrir eindaga.  Enn er möguleiki fyrir þá sem ekki hafa sent inn umsókn að slást í hópinn og er þeim bent á að óska eftir umsóknareyðublaði frá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.

Rétt er að geta þess að verið er að vinna í því að fá ljósleiðara á svæðið og er frétta að vænta á næstu vikum.

Kær kveðja,
Ólafur Kristinsson
Jens Helgason

Aðalfundur Landeigendafélagsins Hests og Vatnsveitunnar Bunu verður haldinn þriðjudaginn 17. mars 2015 í safnaðarheimili Seljakirkju Hagaseli 40 109 Reykjavík  og hefst hann kl.20:00.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf (sjá samþykktir félaganna á hestland.is)

Ef eigendaskipti verða á löndum í Hestlandi, þá ber að tilkynna það á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
f.h. stjórna félaganna
Ólafur Kristinsson

Föstudaginn langa verður hin árlega píslarganga á Hestfjall.


Mæting kl. 13:00 í Kinnhesti.

Sameinast verður í bíla og ekið á upphafsreit göngunnar. Göngutími er áætlaður um 3 tímar. Mætið vel búin og í góðum gönguskóm. Gott er að hafa með sér stafi.

Ath. Gengið verður um Snæfoksstaðaskóg ef veður og færð leyfa ekki göngu á fjallið.

Sjáumst heil í Kinnhesti á föstudaginn langa kl. 13:00.

Halldór í Kerlingagarði

Kæru félagar í Hesti og Kiðjabergi

Umsóknarfrestur um hitaveitu rann formlega út s.l. sunnudag 15. febrúar og í gær höfðu alls borist 114 umsóknir.  Við gerum ráð fyrir að tekið verði áfram við umsóknum sem berast nú næstu daga.

Við viljum koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa tekið þátt með því að senda inn umsókn og stuðla þannig að því að hitaveita verði að veruleika á svæðinu.

Jafnframt viljum við þakka þeim sem með ýmsum öðrum hætti hafa komið að þessu ferli.

Við munum vinna áfram að þessu hagsmunamáli eftir því sem tök eru á og gerum ráð fyrir að geta veitt endanlegar upplýsingar um hvort af framkvæmdum verður um næstu mánaðarmót.

Kær kveðja

Ólafur Kristinsson
Jens Helgason