Kæru Hestlendingar.

Óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleði og friðar um jólin
og þakka góð samskipti á árinu sem er að líða.
Megi ljós og friður vera með ykkur öllum.

Jólakveðja
Jenetta Bárðard.
fjárhirðir í Hestlandi.

jolakerti kvedja

17. þorrablót Hestlendinga verður haldið tíunda dag janúarmánaðar 2015

Kæru Hestlendingar.

Þá er komið að hinu árlega þorrablóti sem verður haldið að venju aðra helgina í janúar, nánar tiltekið laugardaginn 10.janúar 2015 í Golfskálanum Kiðjabergi. Húsið opnað kl. 18.30 flugeldum skotið upp kl. 18.45 og hátíðin hefst kl. 19.00


Dagskrá verður að mestu með hefðbundnum hætti, konur prýða sig með höttum og karlar með slaufum. Verðlaun fyrir frumlegustu/flottustu slaufuna og hattinn.


Vísur um bústaðinn ykkur kærkomnar, eins er ykkur velkomið að flytja sögur úr Hestlandi, í bundnu eða óbundnu máli.

Innkaup þarf að áætla miðað við fjölda gesta, því er brýnt að staðfesta þátttöku sem fyrst og greiða eigi síðar en föstudaginn 2.janúar nk.  Þátttaka tilkynnist  á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , því fyrr því betra. Velkomið að taka með sér gesti.

Verðið er 5000 krónur per mann. Vinsamlegast greiðið pantaða miða inn á reikning 0345-26-6999 kt. 600891-1389 og senda staðfestingu á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Í fyrra seldust upp allir miðar, við hvetjum ykkur því til bregðast fljótt við og tryggja ykkur miða í tíma. Viljum endilega fá ykkur sem flest á þorrablót 2015

Nú bregðum við út af vana, við skráningu getið þið sent inn eitt óskalag danslag (eitt lag frá  bústað) og er það pantað um leið og miðar.

Bestu kveðjur,

Nefndin

Guðbjörg, (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)           Skúli (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
Ása    ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)       Jóhannes (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
Edda  (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)                     Alexander (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
Jenetta (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)                 Benóný (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)

Kæru ábúendur í Hestlandi og Kiðjabergi

Eins og öllum mun vera kunnugt var haldinn fjölmennur kynningarfundur um hitaveitumálin þann 17. nóv. s.l.

Veitustjóri og formaður veitustjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps kynntu væntanlegar framkvæmdir og kom þar fram að vegna óvæntrar fjárhagslegrar stöðu sveitarfélagsins myndi framkvæmdatími við lagningu hitaveitu á svæðin taka um fjögur ár.

Á fundinum voru líflegar umræður og fyrirspurnir og fram kom mikill áhugi á því að leitað yrði leiða til þess að flýta framkvæmdum sem mest og þá jafnvel með því að væntanlegir notendur greiddu afnotagjald í þrjú ár fyrirfram auk stofngjaldsins.  Í lok fundarins var samþykkt eftirfarandi tillaga:

"Fundur Hests/Kiðjabergs 17.nóv. 2014 felur stjórn  félaganna  að vinna að hitaveituframkvæmd svæðisins með fljótvirkum hætti, þannig að stefnt verði að verklokum fyrir árslok 2016.

Greiðslum verði skipt í 3 – 4 jafnar afborganir fyrir 1. júlí 2015."

Í framhaldi hafa stjórnir félaganna rætt saman og fundað hefur verið með veitustjóra og formanni veitustjórnar.  Á þeim fundum var fjallað um framhald framkvæmda við hitaveitu með hliðsjón af samþykkt fundarins.  Tillaga að lausn hefur verið lögð fyrir veitustjórn sem tók vel í hana og vísaði henni til sveitarstjórnar sem mun taka málið fyrir á fundi n.k. miðvikudag 17. des.

Það er því ljóst að áform stjórna félaganna um að senda kynningarbréf um hitaveitumálið verður að bíða afgreiðslu sveitarstjórnar og verður því héðan af ekki sent fyrir jólahátíðina.

Stefnt er að því að kynningarbréf um væntanlega framkvæmd og greiðslufyrirkomulag ásamt umsóknareyðublaði verði sent félagsmönnum strax eftir áramót.

Til fróðleiks er dæmi um samanburð á kostnaði vegna hitaveitu og rafmagns í viðhengi. Sjá hér.

Með bestu óskum um gleðileg jól og farsælt nýár.

f.h. stjórna Hests og Kiðjabergs

Ólafur Kristinsson
Jens Helgason

Til félaga í félagi sumarhúsaeigenda í Hestlandi og Kiðjabergi.

Ágæti félagi.
Hér með er formlega boðað til kynningarfundar um hitaveitumál á svæði félaganna í Hesti og Kiðjabergi. Fundurinn verður haldinn n.k. mánudag 17. nóvember kl 20:00 í safnaðarheimili Seljakirkju, Hagaseli 40, Reykjavík. Til fundarins er boðað í framhaldi af dreifibréfi sem sent var félagsmönnum þann 15. október s.l.
Eins og þar kom fram hefur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps ákveðið að farið verði í framkvæmdir við lagningu hitaveitu á svæðin fáist sú lágmarksþátttaka sem könnun um áhuga félagsmanna gaf til kynna. Á fundinn munu mæta fulltrúar veitustjórnar hitaveitu sveitarfélagsins, Börkur Brynjarsson, veitustjóri og Birgir Leó, formaður veitustjórnar. Þeir munu kynna væntanlegar framkvæmdir og svara fyrirspurnum fundarmanna. Jafnframt mun Guðmar Sigurðsson, pípulagningarmeistari, veita félagsmönnum ýmsar hagnýtar upplýsingar um inntak hitaveitu í hús við breytilegar aðstæður.

Við hvetjum þig til þess að kynna þér eftirfarandi efni á heimasíðu sveitarfélagsins:

1. gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps http://www.gogg.is/wp-content/uploads/2006/08/Gjaldskr%C3%A1-Hitaveitu1192.2013.pdf 

2. reglugerð um hitaveitu   http://www.gogg.is/stjornsysla/reglur-og-samthykktir/reglugerd-um-hitaveitu-2/

Einnig má vekja athygli á eftirfarandi sem fram hefur komið á fundum með veitustjóra:

1. Gert er ráð fyrir að notendur hitaveitunnar ver ðiað lágmarki um 120

2. Gert er ráð fyrir tveggja ára framkvæmdatíma og er áætlað að verkið geti hafist árið 2015

3. Hugmyndin er að leggja í skurðinn ídráttarrör fyrir ljósleiðara

4. Til greina kemur að hitaveitan útvegi efni að húsi til þess að tryggja fullnægjandi efnisval. Lögn að húsi verði 20 mm. að sverleika

5. Gert er ráð fyrir að hver notandi sjái um „púkk“ fyrir affallsvatn

6. Gjaldskrá Hitaveitunnar er tekin til endurákvörðunar um hver áramót og mun því einhver hækkun verða um næstu áramót sem tekur mið af verðlagshækkunum og mögulegri breytingu á virðisaukaskatti.

7. Hver lóðareigandi sem ákveður að taka inn hitaveitu verður að greiða helming stofngjalds við staðfestingu. Gert er svo ráð fyrir 25% þegar framkvæmdir hefjast og 25% við lok þeirra

Veitustjórn mun veita nánari upplýsingar á fundinum um fyrirkomulag umsóknar um þátttöku í hitaveitu.

Með ósk um góða fundarsókn.

f.h. stjórnar sumarhúsaeigenda í Hestlandi
Ólafur Kristinsson

f.h. stjórnar sumarhúsaeigenda í Kiðjabergi
Jens Helgason