- Details
Árshátíð Landeigendafélags Hests 2016 verður haldin með hefðbundnum hætti um Verslunarmannahelgina og fer fram á félagssvæðinu í Kinnhesti laugardaginn 30. júlí. Að venju hefst árshátíðin kl. 13:00 á Brandarakeppni barna og að henni lokinni fer fram Hestlandsmeistaramót í Kubb. Léttar veitingar (pylsur og gos) verða í boði félagsins að Brandarakeppninni lokinni. Um kl. 21 um kvöldið verður varðeldur í Kinnhesti með brekkusöng.
Skráning í Kubbmótið og Brandarakeppni barna fer fram á staðnum. Keppt er um veglega farandgripi. Að vanda keppa 3ja manna lið í Kubbmótinu. Einnig er veitt viðurkenning fyrir besta liðsbúninginn. Kennsla fyrir byrjendur í Kubbi fer fram í Kinnhesti keppnisdaginn kl. 11:00.
Upplýsingar um reglur Brandarakeppninnar og Hestlandsmeistaramótsins í Kubbi má sjá á heimasíðu félagsins undir "Landeigendafélag" og þar undir ”Félagsstörf”.
Góða skemmtun!
f.h. árshátíðarnefndar,
Halldór í Kerlingagarði
- Details
- Details
Ágætu Hestlendingar.
Við höfum fengið fyrirspurn um hvað líði hitaveituframkvæmdum og í framhaldi af því hafði ég nú áðan samband við Börk Brynjarss. veitustjóra hjá GOGG. Hann upplýsti mig um að framkvæmdir í Kiðjabergi hafi tafið verkið en gerir ráð fyrir að komið verði með lagnaefnið inn í Hestland nú um helgina og framkvæmdir við lögnina hefjist í kjölfarið.
Veitustjórn hefur falið tilteknum starfsmanni að hafa samband við hvern og einn sem ætlar að taka inn hitaveituna um lagnaleið að hverjum bústað. Haft verður samband við hvern og einn eftir því sem lagningu miðar áfram en ef einhverjar spurningar vakna er bent á að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins.
f.h. stjórnar
Ólafur Kristinsson
- Details
Ágætu sveitungar í Hesti.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Með hækkandi sól og vorkomunni kemur árlegur vinnudagur Hestlendinga sem að þessu sinni verður laugardaginn 21. maí n.k.
Mæting verður í Kinnhesti kl 13:00 og við hjálpumst að við ýmis sameiginleg vorverk.
Þar er helst að nefna hefðbundin störf svo sem girðingarvinnu, viðgerð á Orminum langa, gengið með Hvítá og hreinsað upp rusl og annað sem til fellur. Vinnudeginum lýkur svo með kaffi og meðlæti eins og hefð er fyrir.
Að venju er gert ráð fyrir að við mætum með skóflu, garðhrífu og/eða ruslapoka sem kæmi að notum.
Kær kveðja,
Ólafur Kristinsson