Athugið að tekinn hefur verið í notkun Facebook hópur sem heitir ,,Hestlendingar". Þar fara umræður fram. Þessi linkur er því ekki lengur í virkni.

 

Á þessari síðu birtast tilkynningar og umræður Hestlendinga um allt sem snertir Hestlandið. 
Vefsíðustjórinn

5.10.2010
Rollur handsamaðar í Hestlandi
Skilaboð frá sveitarstjóra Grímsnes og Grafningshrepps:
Svona ykkur til fróðleiks þá er búið að handsama rollurnar og ekkert sem hvorki þíð né við, sauðfjarbændur, getum gert við því þessar rollur komu yfir ánna og eru frá Löngumýri á Skeiðum.
Formaður Edda Ástvaldsdóttir

5.10.2010
Rollur í Hestlandi
Sést hefur til rollu með tvö lömb í Hestlandi. Tekinn var eitt laugardagur í að reyna að finna hana en án árangurs þrátt fyrir að rollan hafi eftir það sést spóka sig í blómagörðum bænda í Hesti. Hafa nokkrir bændur haft samband við sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps og farið þess á leit að féð verði sótt. Hefur sveitarstjóri tilkynnt mér að farið verði í þann leiðangur í dag 05.10.2010.
Formaður Edda Ástvaldsdóttir

13.5.2010
Innbrot enn og aftur 

Í gær fékk ég þær fregnir að brotist hafi verið inn i tvö hús í Hestlandi. 
Það gerðist á tímabilinu frá sunnudag 09.05.10 kl 19:00 og til miðvikudags 12.05.10 kl. 19:00. 
Þeir sem hugsanlega hafa séð eitthvað látið endilega vita til Eddu 896-1240 og endilega tökum vel eftir. Það er eitt að brostist er inn en annað ef allt er skilið eftir opið og veður og vindar leiki um húsin. 

Bestu kveðjur, Edda Ástvaldsdóttir 

22.3.2010

Alltaf er hægt að betrumbæta, 
þegar þessi slá var sett upp var reynt að gera það á sem hagkvæmastan og ódýrastann hátt. Hún er ekki til fyrirstöðu ef setja á upp hlið.
S.l. sunnudag 22 mars voru allavega tveir bílar sem ég veit um sem sneru við þegar þeir sáu að sláin var niðri, svo hún hefur eithvað að segja. Ég hef verið að velta því fyrir mér ef við settum upp rammgerðara hlið, væri því frekar lokað af þeim sem skilja slánna eftir opna og eru á móti hliði? Nokkrum sinnum hefur verið hringt í mig af eigendum í Hesti og spurt hvernig þeir kæmust inn í landið því það væri læst. Er það ekki jákvætt.?
Við ættum að vera meðvitari um umhverfið og aka á löglegum hraða þá stoppum við ekki á slánni heldur við hana, Því en hefur sláin fengið högg á sig, við verðum að hafa hana þar til við höfum tekið ákvörðun um hvað við setjum þarna fyrir.
Það á bara að vera regla hjá hverjum og einu að loka á eftir, sér svo einfalt er það.
Akið hægt um gleðinar dyr og LOKIÐ HLIÐINU þegar þið farið í gegn.
Með vinsemd og virðingu 
Jenetta Bárðard. fjárhirðir.

 

19.2.2010
Önnur hlið á máli:
Hliðið í núverandi mynd veitir að mínu mati aðeins falskt öryggi. Þjófar eru útsjónarsamari en við mörg höldum. Hætta er á að fyrirkomulag varðandi keðju og lás spyrjist fljótt út. Ég hef nýlega orðið vitni af því að sendibifreið, merkt eins og fyrirtæki gjarnan gera, hefur í lok vinnudags ekið út úr landinu, opnað hliðið en ekki hirt um að loka því aftur. Mynd bifreiðar reyndar aðeins til í huga mér. Ég lokaði hliðinu sjálfur tveimur klst. síðar.
Enda þótt sérstakt hlið tengt opnun í gegnum farsíma kosti peninga, þá borgar ein skemmd rúða það strax upp. Óþarft er þá að nefna það hvað öryggistilfinning bætir líðan okkar og eyðir kvíða. Um leið sparast óþarfa ferðir að bústað, þegar tilefnið er aðeins það að athuga hvort óprúttnir aðilar hafi komið að eigum manns.
Með góðri kveðju,
Kjartan Magnússon

 

11.2.2010
Meira um sorpmál
Komið þið sæl, -- 
Var í Hesti í morgun. Nú búið að fjarlægja þennan eina ruslagám,sem eftir var við veginn niður eftir til okkar. Sömuleiðis er búið að fjarlægja gáminn, sem var við Hraunborgaafleggjarann. Ég ætlaði því að losa mig við lítinn poka með venjulega heimilissorpi í Seyðishólum. Allt lokað og læst. Við greiðum sorphirðugjald, - en sorpið er ekki hirt. Við verðum að skila því og til að skila því í gámana við Seyðishóla hefði ég þurf að bíða til klukkan fjögur en ég var þarna um hádegið.
Auðvitað tók ég ruslið með mér í bæinn ( hefði kannski átt að fara með það á hreppsskrifstofuna). Það er einmitt þetta sem sveitarfélagið ætlast til, að við tökum ruslið með okkur heim -- það innheimtir svokallað sorphirðugjald, en hefur svo opnunartíma gámastöðvarinnar svo takmarkaðan að flestir fara með ruslið með sér í bæinn. Yfir sumarið eru margir í bústöðum sínum yfir helgi og fram á mánudagsmorgun. Gámastöðin er lokuð allan mánudaginn. Hvílík þjónusta.
Ég held að tímabært sé að senda Fréttablaðinu eða DV grein og myndir. Það er í rauninni lítið mál. Sumarhúsaeigendur eru greinilega bara féþúfa sveitarfélagsins , og þar er þýft mjög.
Kær kveðja 
Eiður

 

8.2.2010

Meira um Rafmagn og Hlið
Sæl, 
Hliðið - við erum að velta því fyrir okkur á fá á götuna máluð strik sem gefa lítilegan titring upp í bílinn við að komu að hliðinu - skilti mætti einnig setja upp. Annars varðandi ákeyrslu á hliðið hefur verið ekið á það innan frá öll þrjú skiptin. 
Rafmagnið. Ég hafði samband við netstjórann á Helli Lárus síðasta mánudag og hann fékk sendar upplýsingar úr sjálfvirkum skráningabúnaði sem Benni í Gámaþjónustunni er með. En skráningin var að melda að rafmagnið datt út í tíma og ótíma. Þessar meldingar höfðu þeir ekki fengið inn til sín, Niðurstöðuna veit ég ekki nákvæmlega en allavega hafa þeir skipt um kapal í jörðu milli kassa við land 95 og 99.
Einnig eru þeir búinir að lofa fundi með okkur til að kynna okkur málin, við erum 3 í startstöðu að sitja þann fund, ég, Þorleifur ( hefur vit á rafmagni) og Jón Briem lögfræðingur.
Edda Ástvaldsdóttir

 

2.2.2010
Rafmagnið

Sæl,
Í dag 02 feb 2010 sendi ég fyrirspurn á maili til Rarik stílaða á Örlyg Jónasson.
Svörun var að í kjölfarið hringdi Lárus hjá Rarik á Hellu,( umdæmisstjóri held ég) og mun hann skoða rafmagnsmálin nánar í Hestlandi.
Síðan munum við setjast niður á fund og fara yfir niðurstöður. 
kv. Edda Ástvaldsdóttir.

 

31.01.2010

Rafmagnið
Heil og sæl,
Ræddi í dag við þann sem var á bilanavakt Rarik á Suðurlandi. Hann viðurkenndi 1) að spenna væri of lág sumsstaðar í Hesti og 2) rafmagn hefði tvisvar verið tekið af í sl. viku. Hinsvegar fullyrti hann að rafmagnið ætti að koma á aftur þegar straumrofi lyki. Hann var þeirrar skoðunar að eitthvað væri að lekaliðum hjá okkur, ef rafmagið slægi alveg út,. -- Ég sagði náttúrlega að öll mistök væru kúnnanum að kenna eins og venjulega. Dýr rafmagnstæki hefði eyðilagst vegna of lágrar spennu, matur í frystihólfum og kistum orðið öskuhaugamatur etc. etc. Þetta fékk lítinn hljómgrunn.Vísaði í heimilistryggingar, sem er bara bull. Hann sagði mér að ég ætti að fá rafvirkja til að líta á lekaliðann. Ég mun biðja um rafvirkja frá RARIK.
Hann sagði mér líka að reynt yrði að lagfæra þetta ( ég veit ekki alveg hvað "þetta " er ) á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. Þá verður rafmagnið tekið að af aftur, þannig að ég hvet ykkur til að fylgjast með þá. Ég röflaði líka dálitið við hann um það hversvegna þetta væri ekki tilkynnt ) a í útvarpi. b) á netinu c) eða með tilkynningu við bústaða löndin. Hafið þið séð þannig tilkynningu? Ekki ég.
Hvet ykkur til að hringja í RARIK og kvarta undan vondri þjónustu. Látum þá ekki í friði. Ýtið endilega á sem allra flesta til að hringja í RARIK og Orkusöluna. 
Kær kveðja 
Eiður

 

27.01.2010

Hliðið
Staðan er því miður orðin sú, að við eigum ekki annan kost en að setja upp „alvöru" hlið , ljós og eftirlitsmyndavél.
Eigum við að bíða eftir því að brotist verði inn hjá okkur öllum? 
Hvað kostar það ?
Eiður

 

13.01.2010
Almennt
Heil og sæl öll. 
Vonast til að heyra þessar umræður á aðalfundi þar sem aðalfundur þarf að taka afstöðu áður en ráðist er í verkið - Kiðjabergsmenn eru að skoða lausnir sem við gætum verið með þeim í. 
Ég vil vekja athygli á að ekki eru allir fá þessa pósta og geta því ekki fylgst með, bið ykkur því , ef þið viljið vekja athygli á málum sem þessum að senda erindi inn á heimasíðuna okkar, þar sem allir hafa möguleika á að fylgjast með.
Peter Ellenberger getur sjálfsagt hjálpað okkur með að setja upp " korktöflu" þar sem setja má inn skoðanir sínar á þessu, 
yrði það hið besta mál til að finna hug manna til þessa og annarra mála. Tel þó að allar athugasemdir þar þurfi að vera undirskrifaðar, þær sem það eru ekki ættu ekki að birtast. 
Edda, formaður


13.01.2010
Hliðið

Gleiðilegt ár gott fólk. 
Foreldrar mínir eiga bústað á Þingvöllum sem er í þyrpingu með mörgum fleiri bústöðum. Þar var fyrir um 2 árum síðan komið upp veglegu hliði sem alltaf er læst og hefur það verið að virka mjög vel.
Eigendum bústaðanna var svo úthlutað sérstöku númeri (held þó að enginn sé með sama númer) sem þeir nota til að komast í gegn um hliðið. Við þetta hlið er búnaður sem hringt er í úr farsíma þegar komið er að hliðinu, ef rétt númer er valið þá opnast hliðið. Ef t.d. von er á gestum, þá þeir hringt í gsm númer húseiganda, sem sjálfur getur svo hringt í hliðið sem þá opnast, eða gefið viðkomandi upp númerið. Ekki þarf að hringja í hliðið þegar maður fer til baka.
Ég ræddi þetta aðeins við Eddu í Brekkukoti og taldi hún að svona hlið kostaði um 2 milljónir. Ég hef hins vegar ekki kynnt mér verðið. Ef verðið er nálægt 2 milljónum, þá væri þetta um 15 þús kr á bústað, miðað við 136 bústaði. Mér finnst þessi kostur góður, spurning með ykkur hin. 
kveðja,
Inga og co í Albatros

12.1.2010
Hliðið
Heil og sæl öll 
Er ekki skynsamlegast að fara í samflot með "Kiðjaberginu" og Arnarbæli og setja upp veglega slá eina með öllu. Fyrirmyndirnar eru allt í kringum okkur. Óþarfi að leita langt yfir skammt.
Brynjólfur Mogensen

11.1.2010
Hliðið
Já Hestlendingar eru nú hálf bognir yfir slánni, og öllu sem því fylgir 
Kv.Jenetta

11.1.2010
Hliðið
Heil og sæl 
Gleðilegt ár 
Þarf ekki líka að ræða hvort "hliðið" verði notað áfram í núverandi mynd eða hvort það eigi að læsa því. 
Brynjólfur Mogensen

.11.2008
Nágrannagæslan

Góðir Hestlendingar

Lengi höfum við mátt vera áhyggjulaus vegna missis eða/og tjóns á okkar eignum í Hestlandi en nú hafa  innbrot og þjófnaðir á undanförnum vikum vakið óhug okkar. Eflaust eru margir að huga að varnaraðgerðum og bendum við á síðustu frétt Prins Alexanders á heimasíðunni hestland.is. Í þessu sambandi ráðleggjum við öllum húseigendum að hafa samráð við nágranna sína um gagnkvæmt leyfi til að ganga í kringum bústaði hvors annars svo hægt sé að ganga úr skugga um að allt sé í lagi í þeirra fjarveru. Komi í ljós að ekki er allt með felldu þarf að tilkynna það viðkomandi eiganda og, eftir atvikum, lögreglu, slökkviliði, formanni Hestlendinga og fleirum og getur hér símaskrá Hestlendinga komið að góðu gagni. Við mælum eindregið með því að fólk hafi eitt útprentað eintak heima hjá sér og eitt í bústaðnum og jafnvel eitt í bílnum.

En skráin ætti að vera tæmandi og biðjum við þá sem ekki hafa enn látið skrá sig að koma til vefsíðustjóra nöfnum eigenda, númer lóðar, heiti bústaðar, svo og heima- og farsímanúmer og einnig netfang og ekki gleyma að láta vita ef breytingar verða. Skráin er vernduð með aðgangsorði sem tilkynnt er til hlutaðeiganda.um leið og skráning fer fram.

Viljum við einnig minnast á mikilvægi öryggisnúmers sumarhúsa í neyðartilfellum og bendum á grein
www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/06/25/helmingur_sumarhusa_tengdur_oryggisneti/öryggisnet  um öryggismál sumarhúsa. Er þetta númer hjá ykkur þannig staðset að það sé læsileg t.d. í brunatilfelli?

Að lokum viljum við benda á nýjan snertihnapp á heimasíðu okkar sem heitir Nágrannagæslan. Prófið hann!

Með ósk um áfallalausa framtíð í bústöðum ykkar kveðjum við,

Edda Ástvaldsdóttir, formaður

Peter Ellenberger, vefsíðustjóri

28.10..2008
Og aftur var brotist inn !!
Prins Alexander í Brekkukoti sendi eftirfarandi tilkynningu:

Í kringum helgina 24. - 26. okt. var brotist inn í einn bústað í Hesti og talsvert tekið af verðmætum munum úr honum ekki hefur verið haft upp á þeim sem það gerðu þegar þetta er skrifað. Við viljum eindregið benda fólki á að herða á vörnum sínum t.d. að láta ekki sjást í verðmæta hluti sem gætu freistað þjófa. Það væri einnig gott að fólk mundi kíkja austur og athuga hvort ekki sé allt í lagi hjá öðrum því ef það hafa verið brotnar rúður eða opnaðar hurðir þá gæti orðið talsvert tjón vegna frosts og vatnsskemmda í húsunum.
Með bestu kveðju.
Prins Alexander

21.8.2008
Edda formaður tilkynnir
Innbrot í bústað á Hesti
Brotist hefur verið inn í bústað á Hesti, líklega aðfaranótt mánudags, 18. ágúst.

Bústaðaeigendum er ráðlagt að athuga sem fyrst hvort allt sé í lagi í þeirra húsum.
Látið Eddu í síma 896 1240  vita, ef um fleiri atvik er að ræða.
Peter, vefsíðustjóri