Ágætu sveitungar í Hesti.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.  Með hækkandi sól og vorkomunni kemur árlegur vinnudagur Hestlendinga sem að þessu sinni verður laugardaginn 16. maí n.k.

Mæting verður í Kinnhesti kl 13:00 og við hjálpumst að við ýmis sameiginleg vorverk.

Þar er helst að nefna hefðbundin störf svo sem girðingarvinnu, viðgerð á Orminum langa og annað sem til fellur.  Vinnudeginum lýkur svo með kaffi og meðlæti eins og hefð er fyrir.

Að venju er gert ráð fyrir að við mætum með skóflu eða garðhrífu sem kæmu að notum.

Varðandi kalda vatnið er verið að þrýsta á að rafvirki, pípari og Rarik ljúki sínum þætti í verkefninu við að koma 3 fasa rafmagni að dælunni og koma nýrri dælu fyrir.

Upplýsingar verða sendar um leið og þær liggja fyrir.

Kær kveðja
Ólafur Kristinsson

Föstudaginn langa verður hin árlega píslarganga á Hestfjall.


Mæting kl. 13:00 í Kinnhesti.

Sameinast verður í bíla og ekið á upphafsreit göngunnar. Göngutími er áætlaður um 3 tímar. Mætið vel búin og í góðum gönguskóm. Gott er að hafa með sér stafi.

Ath. Gengið verður um Snæfoksstaðaskóg ef veður og færð leyfa ekki göngu á fjallið.

Sjáumst heil í Kinnhesti á föstudaginn langa kl. 13:00.

Halldór í Kerlingagarði

Ágætu lóðahafar í Hesti og Kiðjabergi.

Nú er komið að því að hitaveitan sem við höfum stefnt að verði að veruleika.  Síðastliðinn föstudag, 24. apríl, sendi Grímsnes- og Grafningshreppur bréf til þeirra sem höfðu sótt um hitaveitu með lykilupplýsingum varðandi málið.

Næsta þriðjudag, 28. apríl, mun greiðsluseðill koma í heimabanka þess sem sótti um, með gjalddaga 5. maí og eindaga 15. maí.

Framkvæmdin mun svo hefjast fyrri hluta sumars 2015 og ljúka haustið 2016.

Við höfum öll miklar væntingar um að verkið gangi greiðlega fyrir sig svo við hvetjum okkur öll til þess að greiða stofngjaldið sem fyrst fyrir eindaga.  Enn er möguleiki fyrir þá sem ekki hafa sent inn umsókn að slást í hópinn og er þeim bent á að óska eftir umsóknareyðublaði frá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.

Rétt er að geta þess að verið er að vinna í því að fá ljósleiðara á svæðið og er frétta að vænta á næstu vikum.

Kær kveðja,
Ólafur Kristinsson
Jens Helgason

Aðalfundur Landeigendafélagsins Hests og Vatnsveitunnar Bunu verður haldinn þriðjudaginn 17. mars 2015 í safnaðarheimili Seljakirkju Hagaseli 40 109 Reykjavík  og hefst hann kl.20:00.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf (sjá samþykktir félaganna á hestland.is)

Ef eigendaskipti verða á löndum í Hestlandi, þá ber að tilkynna það á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
f.h. stjórna félaganna
Ólafur Kristinsson