- Details
Ágætu sveitungar í Hesti.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Með hækkandi sól og vorkomunni kemur árlegur vinnudagur Hestlendinga sem að þessu sinni verður laugardaginn 21. maí n.k.
Mæting verður í Kinnhesti kl 13:00 og við hjálpumst að við ýmis sameiginleg vorverk.
Þar er helst að nefna hefðbundin störf svo sem girðingarvinnu, viðgerð á Orminum langa, gengið með Hvítá og hreinsað upp rusl og annað sem til fellur. Vinnudeginum lýkur svo með kaffi og meðlæti eins og hefð er fyrir.
Að venju er gert ráð fyrir að við mætum með skóflu, garðhrífu og/eða ruslapoka sem kæmi að notum.
Kær kveðja,
Ólafur Kristinsson
- Details
Á Föstudaginn langa, 25. mars, verður hin árlega píslarganga á Hestfjall.
Mæting kl. 13:00 í Kinnhesti.
Sameinast verður í bíla og ekið á upphafsreit göngunnar. Göngutími er áætlaður um 3 tímar. Mætið vel búin og í góðum gönguskóm. Gott er að hafa með sér stafi og nesti til að snæða á toppi fjallsins, Eyrunum..
Nú er gott verðurútlit, sjáumst heil í Kinnhesti á Föstudaginn langa kl. 13:00.
Kveðja,
Halldór í Kerlingagarði
- Details
Landeigendafélagsins Hests og Vatnsveitunnar Bunu verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2016 í safnaðarheimili Seljakirkju Hagaseli 40 109 Reykjavík og hefst hann kl.20:00
Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf (sjá samþykktir félaganna á hestland.is)
Ef eigendaskipti verða á löndum í Hestlandi, þá ber að tilkynna það á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
f.h. stjórna félaganna
Ólafur Kristinsson
- Details
Ágætu félagsmenn og -konur í Hesti.
Eftifarandi minnisblað var að berast frá veitustjórn GOGG:
Meðfylgjandi er gróf tímaáætlun fyrir framkvæmdir á árinu 2016 þar sem við ætlum að klára hitaveituframkvæmdir og koma heitu vatni á fyrir lok september 2016.
Verkið síðastliðið haust gekk hægar en reiknað var með sem var að hluta til vegna brunans í Set en þar brann bíll sem hefur verið notaður til að draga út lagnir í svona verkum. Verktakinn leysti þetta með því að koma sér upp öðrum bíl, en þetta hefur auðveldað vinnu talsvert.
Einnig hefur verið unnið við lagningu heimæða sem ekki var reiknað með í fyrstu áætlun en það góða við það er að sú vinna er þó búin.
Verþættir sem eiga að vinnast í sumar eru eftirfarandi
• Hestland – götulagnir
• Hestland – heimæðar
• Kambar – götulagnir
• Kambar – heimæðar
• Stofnlögn að Kiðjabergi.
• Endabúnaður heimæðar.
Reiknað er með að byrja strax á lagningu götulagna og heimæða í Hestlandi um leið og frost tekur úr jörðu, en vonast er til að það verði um 1.maí og mun vinna við götulagnir og heimæðar vera út júní mánuð.
Byrjað verður að leggja stofnlögn að Kiðjabergi í byrjun júní, en efnið á að koma í lok maí auk götulagna í Kambalandið en þetta eru bæði stállagnir. Þessu ætti að ljúka í lok ágúst og heimæðar í Kambalandi mun ljúka á svipuðum tíma.
Endabúnaður á heimæðar sem er loki, sía og hemill verður settur upp samhliða öllu ferlinu. Í einhverjum tilfellum geta eigendur frístundahúsa fengið búnaðinn í hendur sé þess óskað. Starfsmenn hitaveitunnar munu alltaf þurfa að ganga frá búnaðinum en þetta er í heildina um tveggja mánaðar vinna sem mun hefjast í byrjun júní.
Athuga skal að þessi áætlun getu hliðrast til vegna ýmissa aðstæðna en taka skal fram að talið er að nægjanlegt rými sé til að ljúka verkinu fyrir 1.okt 2016.
Börkur Brynjarsson
Tæknisvið Uppsveita.