Árshátíð Hests 2018

Árshátíð Hests 2018 verður haldin með hefðbundnum hætti um Verslunarmannahelgina og fer fram á félagssvæðinu í Kinnhesti laugardaginn 4. ágúst. Að venju hefst árshátíðin kl. 13:00 á Brandarakeppni barna og að henni lokinni fer fram Hestlandsmeistaramót í Kubb. Léttar veitingar (pylsur og gos) verða í boði félagsins að Brandarakeppninni lokinni. Um kl. 21 um kvöldið verður varðeldur í Kinnhesti með brekkusöng.
Skráning í Kubbmótið og Brandarakeppni barna fer fram á staðnum. Keppt er um veglega farandgripi. Að vanda keppa 3ja manna lið í Kubbmótinu. Einnig er veitt viðurkenning fyrir besta liðsbúninginn.
Upplýsingar um reglur Brandarakeppninnar og Hestlandsmeistaramótsins í Kubbi má sjá á heimasíðu félagsins undir ”Félagsstörf”

Góða skemmtun!
f.h. árshátíðarnefndar,
Halldór í Kerlingagarði

Píslarganga á Hestfjall 2018

Á föstudaginn langa, 30. mars, verður gengin hefðbundin píslarganga á Hestfjall. Göngufólk safnast saman í Kinnhesti kl. 13:00.


Kveðja,
Halldór í Kerlingagarði.

Starfsdagur í Hesti - 26. maí 2018

 

Starfsdagur verður haldinn laugardaginn 26. maí og hefst í Kinnhesti kl. 13:00.

Að vanda skiptum við okkur niður í vinnuhópa. Meðal verkefna verða:

- Farið meðfram girðingunni og hugað að lausum staurum undir verkstjórn Bunuformanns

- Farið meðfram Orminum langa og heinsuð tré og annað í vegarkanti.

- Hugað að tráplöntum í Kinnhesti

- Farið yfir félagsaðstöðu í Kinnhesti

 

Að loknu dagsverki um kl. 17:00 verður kveikt í varðeldi í Kinnhesti.
 
Kveðja,
Halldór í Kerlingagarði.

Blótað í Hesti 2018
20. þorrablót Hestlendinga verður haldið 13. janúar 2018

Kæru Hestlendingar!
Þá er komið að hinu árlega þorrablóti sem verður haldið að venju aðra helgi janúarmánuðar, nánar tiltekið laugardaginn 13. janúar 2018, í Golfskálanum Kiðjabergi.
Húsið opnað kl. 18.30. Flugeldum skotið upp kl. 18.45. Hátíðin hefst stundvíslega kl. 19.00.

Dagskráin verður með hefðbundnum hætti. Konur prýða sig með höttum og karlar með slaufum. Verðlaun veitt fyrir frumlegustu/flottustu slaufuna og hattinn. Vísur um bústaðinn ykkar eru kærkomnar og eins er ykkur velkomið að flytja sögur úr Hestlandi í bundnu eða óbundnu máli.

Velkomið er að taka með sér gesti.
Þátttaka tilkynnist á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða í síma 896 8697.
Verðið er 7000 krónur per mann. Vinsamlegast greiðið pantaða miða inn á reikning 0345-26-6999 kt. 600891-1389 og senda staðfestingu á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Innkaup þarf að áætla miðað við fjölda þátttakenda. Því er brýnt að tryggja sér miða sem fyrst og greiða eigi síðar en föstudaginn 5. janúar 2018.  Því fyrr því betra!
Í fyrra seldust upp allir miðar. Hvetjum við ykkur því að bregðast fljótt við og tryggja ykkur miða í tíma. Við viljum endilega fá ykkur sem flest á þorrablót 2018.

Bestu kveðjur,
Nefndin:
Anna og Sigurður í Ásgarði, Jón Ásgeir og Margrét á Lynghóli, Elsa og Skúli á Staðarhóli og Guðlaug og Birgir í Tröð.