Árshátíð Hests 2018 - Fréttir

Árshátíð Hests var haldin 4. ágúst síðastliðinn

Myndir frá brandarakeppninni eru komnar hér inn á síðuna. Fleiri myndir eru vel þegnar.

Brennustjórar voru Róbert Agnarsson og Steindór Guðmundsson, þeir hafa einnig samþykkt að taka það hlutverk að sér að ári.

GOLFMÓT HESTLENDINGA 2018

Hjóna og Parakeppni - Texas scramble

Laugardaginn 25. ágúst

Golfmót Hestlendinga verður með sama sniði í ár eins og í fyrra. Þetta er gert til að þess að auka þátttökuna og fá sem flesta til að taka þátt og hafa gaman saman, bæði reyndari kylfinga og óreyndari.


Fyrirkomulag:

Leikin er punktakeppni með forgjöf. Forgjöf hvers pars er fundin með því að leggja saman forgjöfina og deila með 5.

Tveir eru í hverju liði, báðir slá upphafshögg og velja betri bolta. Báðir slá svo næsta högg frá þeim stað og svo áfram þangað til kúlan er í holu.

Áætluð dagskrá laugardaginn 25. ágúst:

13:40   Fyrsti rástími

20:00   Áætluð keppnislok.

20:30   Matur borinn fram í golfskálanum:

Hægeldaðar nautalundir með Bernaise, salati og bakaðri kartöflu, kaffi og súkkulaðisnitta.

Verðlaunaafhending: Sigurlið í mótinu

Nándarverðlaun á par 3 brautum

Dregið úr skorkortum

Þátttökugjald í mótinu:                    1.500 kr.

Matur í golfskála:                4.500 kr.

Skráið ykkur endilega sem fyrst í mótið, svo hægt sé að skipuleggja mótið og ganga frá matarpöntunum.

Þátttaka tilkynnist á netföng: rafn@deamedica.is og stgu@verkis.is

Þeir sem eru með forgjöf láti hana fylgja með skráningu.

Niðurstöður golfmóts Hestlendinga 2018

Golfmót Hestlendinga var haldið að Kiðjabergi síðastliðinn laugardag þann 25. ágúst í 20. skipti.
Fyrirkomulagið var Texas scramble.

Í fyrstu þremur sætunum voru
1 sæti Rafn og Guðlaug
2 sæti Ingi Þór og Halla
3 sæti Jorgen og Sigrún

Eftirfarandi aðilar hlutu nánarverðlaun
Braut 3 Alexander
Braut 7 Benóný
Braut 12 Jenetta
Braut 16 Steinunn

Myndir frá verðlaunaafhendingunni eru komnar hér á síðuna.

Golfmót Hestlendinga 25. ágúst 2018

Golfmót Hestlendinga verður haldið laugardaginn       25. ágúst 2018.

Fyrirkomulag:

Hjóna- og Parakeppni - Texas scramble

Kvöldverður verður í golfskálanum að móti loknu.

Takið daginn frá - Nánari upplýsingar síðar.