- Details
Ágætu Hestlendingar
Þann 15. október s.l. var sendur dreifipóstur með upplýsingum um stöðu hitaveitumála.
Þar kom fram að fyrirhugað er að halda almennan félagsfund um málið mánudaginn 17. nóvember n.k. kl 20:00 í safnaðarsal Seljakirkju.
Með bréfi þessu minnum við á þennan fund og vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. Á þennan fund munu koma fulltrúar frá sveitarstjórn og þar mun ráðast hvort nægur fjöldi fæst til þess að taka bindandi ákvörðun um að taka inn hitaveitu svo ráðist verði í framkvæmdir.
Við munum í næstu viku senda einhver gögn sem gott væri að kynna sér fyrir fundinn.
Kær kveðja,
f.h. stjórnar
Ólafur Kristinsson
- Details
Árlegt golfmót Golfklúbbs Hestlendinga var haldið í blíðskaparveðri sunnudaginn 7/9/2014. og tókst það með ágætum.
Illa hafði viðrað helgina áður þegar mótið hafði upphaflega verið á dagskrá, þannig að því var frestað um viku.
Ekki blés heldur byrlega framan af mótsdegi, rigning og rok.
Harðsnúið lið hestlendinga var mætt á teig í slagviðri kl. 13.00. Belgingur hafði lofað uppstyttu og gekk það eftir þrem holum seinna og fengu þátttakendur sannarlega að upplifa að þeir fiska sem róa.
Að loknum leik og verðlaunaafhendingu var sest að veisluborði staðarhaldarans, sem bauð uppá hægeldað lamb með tilheyrandi meðlæti.
Nokkur umræða var um fyrirkomulag mótsins og finnst sumum að gaman væri að leika Texas scramble einhvern tíma miðsumars og halda aðalmótið ekki seinna en í lok ágústmánaðar. Stjórnin mun taka þetta til gaumgæfilegrar athugunar og vonast eftir frekari ábendingum.
Úrslit mótsins 2014 eru eftirfarandi;
Klúbbmeistari í ár er Bragi Jónsson
1. sæti kvenna með forgjöf, Gunnlaug Thorarensen
2. sæti kvenna með forgjöf, Inga Jóna Jósdóttir
3. sæti kvenna með forgjöf, Anna Ögmundsdóttir
1. sæti karla með forgjöf, Rafn A. Ragnarsson
2. sæti karla með forgjöf, Ófeigur Geirmundsson
3. sæti karla með forgjöf, Bergur Jónsson
- Details
- Details
Kæru kylfingar.
Nú gerast veður válynd eins og vera ber á haustin. Sérlega slæm veðurspá er fyrir sunnudaginn, þannig að stjórn golfklúbbsins hefur eftir neyðarfund ákveðið að fresta mótinu um eina viku (7.september). Rástími og matseðill verða óbreyttir.
Kveðja
Rafn og Steindór