- Details
Árshátíð Landeigendafélags Hests 2014 verður haldin með hefðbundnum hætti um Verslunarmannahelgina og fer fram á félagssvæðinu í Kinnhesti laugardaginn 2. ágúst. Að venju hefst árshátíðin kl. 13:00 á Brandarakeppni barna og að henni lokinni fer fram Hestlandsmeistaramót í Kubb. Léttar veitingar (pylsur og gos) verða í boði félagsins að Brandarakeppninni lokinni. Um kl. 22 um kvöldið verður varðeldur í Kinnhesti með brekkusöng.
Skráning í Kubbmótið og Brandarakeppni barna fer fram á staðnum. Keppt er um veglega farandgripi. Að vanda keppa 3ja manna lið í Kubbmótinu. Einnig er veitt viðurkenning fyrir besta liðsbúninginn. Kennsla fyrir byrjendur í Kubbi fer fram í Kinnhesti keppnisdaginn kl. 11:00.
Upplýsingar um reglur Brandarakeppninnar og Hestlandsmeistaramótsins í Kubbi má sjá á heimasíðu félagsins undir ”Félagsstörf”.
Góða skemmtun!
f.h. árshátíðarnefndar, Halldór í Kerlingagarði.
- Details
Aðalfundur Hests og Bunu var haldinn í safnaðarheimili Seljakirkju þann 13.03. sl. Fundurinn var fjölmennur að vanda og góður hugur í fundarmönnum.
Vitað var fyrir fundinn að tvö mál yrðu þar fyrirferðarmest, en það var annars vegar að leiða til lykta framtíðarskipulag varðandi staðsetningu rafmagnshliðsins við innkomu í sumarhúsabyggðina og staðsetningu vatnsmiðlunartankanna uppi á Hestfjalli. Og hins vegar athugun á lagningu hitaveitu í Hestland.
Lífleg umræða átti sér stað um þessa ólíku málaflokka. Nokkuð bar á áhyggjum fundarmanna varðandi örlög hitaveituvatnsins sem rennur frá húsunum, en samkvæmt upplýsingum frá tæknimanni sveitafélagsins er gerð 1-2 rúmmetra púkkþró við lagningu heimtaugarinnar sem á að sjá fyrir þessum vanda.
Staða hitaveitumálsins nú að loknu fræðsluátaks og skoðunarkönnunar í löndum bæði Kiðjabergs og Hests er þannig að um 110 einstaklingar eru áhugasamir að taka inn hitaveitu skyldi sveitafélagið vera jákvætt varðandi framkvæmdina. Ljóst er að verulegur áhugi er á þessari framkvæmd og því raunhæfur möguleiki á að þetta brýna hagsmunamál nái fram að ganga. Fulltrúar stjórna beggja sumarhúsabyggða munu ganga á fund sveitastjórnarinnar þann 19/05. Næstkomandi og kynna málið.
Þá samþykkti fundurinn tillögu stjórnar að lausn staðsetningar hliðsins og tankanna og munum við í framtíðinni greiða 75.000 kr árlega sem landleigu til eigenda Hests og Gíslastaða.
Árlegur vinnudagur Hestlendinga verður þann 17. maí. Safnast verður saman í Kinnhesti kl. 13 og tekið vel á því í 2-3tíma.
Verkefnin eru þau sömu og áður. Hlúð verður að Orminum langa. Bæði vegstæðinu svo og hugað að gróðri sem sums staðar er farinn að teygja sig inn á veginn. Þá fer vinnuflokkur og treystir á girðinguna yfir Hestfjall.
Að lokum er svo boðið uppá kaffi og kruðerí.
Fh. Stjórnar
Rafn A. Ragnarsson, ritari
- Details
Erindinu var mjög vel tekið og reyndar haft á orði að það væri seinna fram komið en hefði mátt vænta enda hitaveita komin í nágrennið. Á fundinum kom fram að gera má ráð fyrir að sveitarfélagið muni hefja formlega könnun á verkefninu fyrir haustið og jafnvel megi vænta þess að framkvæmdir geti hafist á vormánuðum næsta árs, 2015. Verkefnið yrði trúlega unnið í tveim áföngum og fengi hluti svæðisins sem næst er Hraunborgum heitt vatn á haustmánuðum 2015 en aðrir um það bil ári seinna.
Upplýsingar um framkvæmdina munu því væntanlega liggja fyrir í haust og í framhaldi af því verður kallað eftir skuldbindandi viljayfirlýsingu um þátttöku. Ef þetta gengur eftir má gera ráð fyrir að fyrri hluti stofngjalds komi til greiðslu í janúar/febrúar 2015.
Á fundinum var einnig rætt um möguleika á því að sveitarfélagið hefði frumkvæði að því að lagður verið ljósleiðari á svæðið á sama tíma.
Ef einhverjir hafa ekki tekið þátt í skoðanakönnuninni er enn tækifæri til þess að vera meðal þeirra sem þegar hafa tekið þátt.
- Details
Kæru Hestlendingar.
Eftirfarandi póstur barst frá Herði Óla Guðmundssyni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.):
Sæl og blessuð öll.
Nú fer vorið að láta á sér kræla með öllu því sem því fylgir. Ég hef verið latur við að senda ykkur póst í vetur en er að bæta úr því núna.
Það er gott að fá að vita um breytingar á stjórnum sumarhúsafélaga, þannig að póstur fari á rétta aðila. Líka ef ný félög hafa verið stofnuð.
Minni á heimasíðuna www.gogg.is og endilega að senda mér póst ef þið haldið að ég geti hjálpað ykkur með eitthvað.
Hér fylgir bókun sveitastjórnar á síðasta fundi þann 2.apríl síðast liðinn.
13.Girðingar í sumarhúsahverfum.
Rætt var um ástands girðinga á ákveðnum sumarhúsasvæðum. Sveitarstjórn ítrekar að það er ekki á ábyrgð sveitarfélagsins að girða af einstök svæði. Landeigendum ber að fara að skipulagsskilmálum.
Með bestu kveðjum
Hörður Óli Guðmundsson