Aðalfundur Hests og Bunu - 11.apríl 2022
 
Aðalfundur Hests og Bunu verður haldinn í safnaðarheimili Seljakirkju, mánudaginn 11. apríl, kl. 20.
Almenn aðalfundarstörf. Veganefnd gerir grein fyrir vinnu sinni og kynnir tillögur sínar varðandi viðhald vegarins.
 
F.h. stjórna félaganna,
Halldór í Kerlingagarði og Birgir í Tröð.

Nokkur atriði frá stjórn Hests:

Þorrablótsnefnd hefur hafið störf og er stefnt  að því að halda þrorrablót  með hefðbundnum hætti í golfskálanum laugardaginn 15 janúar. Eðlilegur fyrirvari er um stöðu faraldursins á þeim tíma.

Samið hefur verið við Baldur á Brjánsstöðum um að ryðja veginn. Miðað er við að hafa opið á föstudögum og sunnudögum. Edda í Brekkukoti er tengiliður okkar við Baldur.

Veganefnd hefur unnið að áætlun um malbikun á veginum. Tveir aðilar hafa kannað verkið og er beðið eftir tilboðum frá þeim.

Nýlega var haldinn fundur með fulltrúum félaga sumarhúsaeigenda í Grímsnes- og Grafningshreppi með það í huga að stofna sérstök samtök þessara félaga til að gæta hagsmuna okkar gagnvart hreppnum. Formaður og gjaldkeri Hests mættu á fundinn, en þar voru hátt í 50 manns. Ekki var einhugur um að stofna samtök að svo stöddu. Ákveðið var að setja niður vinnuhóp til að kanna betur hvernig við gætum á sem bestan hátt gætt hagsmuna okkar. Jafnframt voru félögin hvött til að ræða málið á aðalfundum sínum.

Við förum svo að huga að aðalfundi um mánaðarmótin febrúar/mars. Nánar auglýst síðar.

Þorrablótið frestað
Þorrablótið sem halda átti laugardaginn15. janúar er frestað vegna stöðu Covid-faraldursins.
f.h, stjórnar Hests og Þorrablótsnefndar
Halldór í Kerlingagarði

Neysluvatnssýni 2021 - Niðurstaða

Vatnssýni var tekið þann 5. september 2021 í dæluskúr. Mat sýnis er að það stenst gæðakröfur.

Niðurstöðu neysluvatnssýnis má finna hér.