- Details
Frestun á aðalfundi 2021
Vegna viðvarandi fjöldatakmarkana frestum við aðalfundi Hests og Bunu sem við ætluðum að halda þriðjudaginn 20. apríl. Vonandi verða samkomutakmarkanir rýmkaðar á næstu vikum. Fundirnir verða auglýstir síðar.
- Details
Kæru stjórnir frístundahúsafélaga
Sveitarstjórn óskar ykkur farsældar á nýju ári og þakkar fyrir samskiptin á liðnu ári.
Í þessum tölvupósti má finna nokkra hagnýta punkta er varða úrgangsmál í sveitarfélaginu og vonum við að þið deilið þessum upplýsingum eins víða og hægt er.
Inneignarkort á Gámastöðinni Seyðishólum
Allir fasteignaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi sem greiða sorpeyðingargjöld fá afhent inneignarkort á Gámastöðina Seyðishólum.
Inneignin á inneignarkortinu fyrir frístundahús árið 2021 verður fyrir allt að 4,5 rúmmetra af gjaldskyldum úrgangi.
Þetta inneignarkort er hugsað sem framtíðareign fyrir hverja fasteign og verður inneignarstaðan uppfærð um hver áramót. Inneignir munu ekki færast milli ára.
Kortið virkar þannig að þegar komið er á gámasvæðið er inneignarkortið skannað og starfsmaður á gámastöðinni tekur út af kortinu í samræmi við það magn af úrgangi sem verið er að losa sig við.
Glatist inneignarkort getur fasteignaeigandi nálgast nýtt kort á skrifstofu sveitarfélagsins gegn gjaldi kr. 5.000,-
Afhending inneignarkorta
Á eftirtöldum helgum verður fulltrúi frá sveitarfélaginu staðsettur í anddyri Félagsheimilisins Borg á Borg til að afhenda inneignarkort fyrir gámastöðina Seyðishólum:
Laugardaginn 23. janúar Milli 10:00 - 16:00
Sunnudaginn 24. janúar Milli 10:00 - 16:00
Laugardaginn 30. janúar Milli 10:00 - 16:00
Sunnudaginn 31. janúar Milli 10:00 - 16:00
Laugardaginn 13. febrúar Milli 10:00 - 16:00
Sunnudaginn 14. febrúar Milli 10:00 - 16:00
Skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð og verður því frá og með 26. janúar til og með 5. febrúar hægt að nálgast inneignarkort í anddyri Félagsheimilisins Borg milli
13:00 -15:00 mánudaga, þriðjudag og fimmtudaga og 9:00-12:00 á miðvikudögum og föstudögum.
Við munum auglýsa síðar afhendingartíma eftir 5. febrúar.
Vert er að benda á að grímuskylda verður við afhendingu inneignarkortanna og biðjum við alla um að vera með grímur þegar nálgast á inneignarkortin.
Vinsamlega athugið að hver fasteignaeigandi verður að nálgast inneignarkort fyrir sína fasteign en viðkomandi þarf að kvitta fyrir móttöku á kortinu og því verður ekki hægt að senda inneignarkortin í bréfpósti til fasteignaeigenda.
Í viðhengi er skjalið sem þarf að fylla út og kvitta á til að fá inneignarkortið afhent en hægt er að flýta fyrir afhendingu með því að koma með skjalið útfyllt. Annars verða líka blöð á staðnum sem hægt verður að fylla út.
- Details
Aðalfundur Hests og Bunu
Aðalfundur Hests og Bunu er boðaður 20. apríl kl. 20 í Seljakirkju.
Fyrirvari er vegna mögulegra samkomutakmarkana. Nánari upplýsingar um dagskrá og fundarstörf verða birtar síðar.
f.h.stjórna félaganna,
Halldór í Kerlingagarði.
- Details
Vegna Þorrablóts 2021
Þorrablóti í Hesti sem halda átti í janúar er að svo stöddu frestað. Þegar aðstæður í samfélaginu breytast munum við meta hvort við komum saman til að gleðjast. Af þeirri ástæðu er þorrablótsnefndin ekki leyst frá störfum í bili.
f.h. stjórnar
Halldór í Kerlingagarði.