- Details
ATHUGIÐ! - Árshátíð frestað
Í ljósi hertra reglna um samkomur og sóttvarnir er öllum dagskrárliðum árshátíðar Hestlendinga, sem halda átti laugardaginn 1. ágúst, frestað. Ef aðstæður breytast verður athugað hvort hægt sé að halda árshátíðina síðar í ágúst.
Ath. Nú er hægt að kaupa pulsupakka hjá Jenettu á góðu verði meðan birgðir endast.
f.h. stjórnar
Halldór í Kerlingagarði
- Details
F.h. stjórnar,
Halldór í Kerlingagarði
- Details
Árshátíð Hests 2020
Árshátíð Hests 2020 verður haldin með hefðbundnum hætti um Verslunarmannahelgina og fer fram á félagssvæðinu í Kinnhesti laugardaginn 1. ágúst.
Að venju hefst árshátíðin kl. 13:00 á Brandarakeppni barna og að henni lokinni fer fram Hestlandsmeistaramót í Kubbi. Léttar veitingar (pylsur og gos) verða í boði félagsins að Brandarakeppninni lokinni.
Um kl. 21 um kvöldið verður varðeldur í Kinnhesti með brekkusöng.
Skráning í Kubbmótið og Brandarakeppni barna fer fram á staðnum. Keppt er um veglega farandgripi. Að vanda keppa 3ja manna lið í Kubbmótinu.
Einnig er veitt viðurkenning fyrir besta liðsbúninginn.
Upplýsingar um reglur Brandarakeppninnar og Hestlandsmeistaramótsins í Kubbi má sjá á heimasíðu félagsins undir ”Félagsstörf”.
Góða skemmtun!
f.h. árshátíðarnefndar,
Halldór í Kerlingagarði
- Details
Aðalfundir
Aðalfundir Hests og Bunu voru haldnir 2. júní s.l. í safnaðarheimili Seljakirkju í Reykjavík. Góð mæting var eða yfir 50 manns. Góðar umræður voru um málefni félaganna og rekstur. Nokkur breyting varð á stjórnum félaganna. Úr stjórnunum gengu Einar í Slauku, formaður Bunu og varamaður í Hesti, og Rafn í Brekku, ritari Hests og Bunu. Í stjórn komu Guðjón í Dagsláttu, sem verður ritari Hests og Bunu, og Árni í Gaularási, varamaður í Hesti og Bunu. Birgir í Tröð sem verið hefur varamaður í stjórnum félaganna tekur við formennsku í Bunu og verður varamaður í Hesti.