Golfmót Hestlendinga
Sunnudaginn 30.ágúst 2020 kl 13:00

Fyrirkomulag
Hjóna- og parakeppni – Texas scramble

Leikið verður Texas scramle-punktakeppni með forgjöf þar sem hvert par velur betri bolta eftir hvert högg og báðir einstaklingar slá næsta högg þaðan. Endurtekið þar til kúlan er í holu.
Þáttökukjald er 2000 kr - 4000 kr á par, einungis tekið á móti seðlum.
Ef Hestlendingur er ekki meðlimur í Golfklúbbi Kiðjabergs þá þarf hann einnig að greiða vallargjald.
Því miður fékkst ekki leyfi fyrir því að ræst verði út samtímis, fyrsta holl fer því út kl 13 og síðan á 10 mínútna fresti eftir það. Gert er ráð fyrir að þeir síðustu komi í hús um kl 18.30.

Verðlaunaafhending í golfskálanum er að móti loknu, verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3ja sæti, einnig nándarverðlaun á öllum par 3 brautum og fyrir lengsta drive á 4. braut.
Kvöldverður að lokinni verðlaunaafhendingu hefst kl 19. Í boði er Nautalund með bernaise og tilheyrandi, verð 4700 kr, gert upp við Rakel.

Þátttaka í golfmótið og óskir um hverjir vilji vera saman í holli tilkynnist sem fyrst þar sem fjöldi rástíma sem okkur var úthlutað er takmarkaður. Nauðsynlegt er að aðildarnúmer fylgi með. Einnig þarf að tiltaka hvort þátttakandi verði með í matnum, en það er að sjáfssögðu valfrjálst.

Við munum leitast við að halda 2ja metra reglunni og lágmarka snertingu og biðjum þátttakendur um slíkt hið sama. Skorkort og teiggjafir tekur hver og einn af borði í golfskálanum, einnig munu vinningshafar nálgast vinninga sína sjálfir af „verðlaunaborðinu“.
Vonumst eftir að sjá sem flesta.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (Ingibjörg s. 892-0213)
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (Birgir s. 840-0066)

Verðlaun í mótið eru þegin með þökkum !

Stjórn GHE

Árshátíð Hests 2020

Árshátíð Hests 2020 verður haldin með hefðbundnum hætti um Verslunarmannahelgina og fer fram á félagssvæðinu í Kinnhesti laugardaginn 1. ágúst.

Að venju hefst árshátíðin kl. 13:00 á Brandarakeppni barna og að henni lokinni fer fram Hestlandsmeistaramót í Kubbi. Léttar veitingar (pylsur og gos) verða í boði félagsins að Brandarakeppninni lokinni.

Um kl. 21 um kvöldið verður varðeldur í Kinnhesti með brekkusöng.
Skráning í Kubbmótið og Brandarakeppni barna fer fram á staðnum. Keppt er um veglega farandgripi. Að vanda keppa 3ja manna lið í Kubbmótinu.

Einnig er veitt viðurkenning fyrir besta liðsbúninginn.
Upplýsingar um reglur Brandarakeppninnar og Hestlandsmeistaramótsins í Kubbi má sjá á heimasíðu félagsins undir ”Félagsstörf”.

Góða skemmtun!
f.h. árshátíðarnefndar,
Halldór í Kerlingagarði

ATHUGIÐ! - Árshátíð frestað

Í ljósi hertra reglna um samkomur og sóttvarnir er öllum dagskrárliðum árshátíðar Hestlendinga, sem halda átti laugardaginn 1. ágúst, frestað. Ef aðstæður breytast verður athugað hvort hægt sé að halda árshátíðina síðar í ágúst.

Ath. Nú er hægt að kaupa pulsupakka hjá Jenettu á góðu verði meðan birgðir endast.

f.h. stjórnar

Halldór í Kerlingagarði

Viðgerð á malbiki 2. júlí 2020
Viðgerð á malbiki á Hestlandsvegi og veginum frá Kiðjabergi að Hestlandi fer fram fimmtudaginn 2. júlí. Þeir sem fara um veginn eru beðnir að sýna tillitsemi og nærgætni vegna þessara framkvæmda.

F.h. stjórnar,
Halldór í Kerlingagarði