- Details
Árshátíð 2021 - Laugardaginn 31. júlí
Ágætu félagar.
Nú líður að árshátíð okkar Hestlendinga sem verður haldin laugardaginn 31. júlí.Hátíðahöld verða með hefðbundnum hætti og hefjast í Kinnhesti kl. 13:00 með Brandarakeppni barna. Strax að brandarakeppninni lokinni eða um kl. 14:00 hefst svo Hestlandsmeistaramótið í Kubbi. Um kvöldið verður síðan safnast saman í Kinnhesti og kveiktur varðeldur ef aðstæður leyfa. Vegna varðeldsins vil ég vekja athygli á því að aðstæður hafa breyst verulega á síðustu árum með auknum gróðri í Hesti. Nú er svo komið að vegna mikils og þétts gróðurs getur skapast verulega eldhætta við ákveðin skilyrði. Í ljósi þess verðum við að sýna varkárni í allri umgengni með allan eld. Af þeirri ástæðu vil ég biðja fólk um að hætta að setja timbur og afklippur á eldstæðið í Kinnhesti. Nú er reyndar svo komið að varðeldurinn er orðinn of stór og þarf að fjarlægja hluta hans fyrir árshátíðina. Í staðinn bendi ég fólki á að kurla afklippur og koma öllu timbri í endurvinnslu.
Nánari dagskrá árshátíðar verður tilkynnt síðar.
Kveðja,
Halldór í Kerlingagarði.
- Details
Starfsdagur Hests 5. júní
Árlegur starfsdagur Hests verður haldinn laugardaginn 5. júní. Mæting í Kinnhesti kl. 13:00. Meðal verkefna verða umhirða félagssvæðis í Kinnhesti, viðhald girðingar, o.fl.
F. h. stjórnar,
Halldór í Kerlingagarði
- Details
Golfmót Hestlendinga
Sunnudaginn 8.ágúst 2021 kl 13:00
Fyrirkomulag
Hjóna- og parakeppni – Texas scramble
Leikið verður Texas scramle-punktakeppni með forgjöf þar sem hvert par velur betri bolta eftir hvert högg og báðir einstaklingar slá næsta högg þaðan. Endurtekið þar til kúlan er í holu.
Þáttökugjald er 2000 kr - 4000 kr á par, einungis tekið á móti seðlum.
Ef Hestlendingur er ekki meðlimur í Golfklúbbi Kiðjabergs þá þarf hann einnig að greiða vallargjald.
Því miður fékkst ekki leyfi fyrir því að ræst verði út samtímis, fyrsta holl fer því út kl 13 og síðan á 10 mínútna fresti eftir það. Gert er ráð fyrir að þeir síðustu komi í hús um kl 18.30.
Verðlaunaafhending í golfskálanum er að móti loknu, verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3ja sæti, einnig nándarverðlaun á öllum par 3 brautum og fyrir lengsta drive á 4. braut.
Kvöldverður að lokinni verðlaunaafhendingu hefst kl 19. Í boði er Nautalund með bernaise og tilheyrandi, kaffi og kökusneið, verð 5000 kr á mann, gert upp við Rakel.
Þátttaka í golfmótið og óskir um hverjir vilji vera saman í holli tilkynnist sem fyrst þar sem fjöldi rástíma sem okkur var úthlutað er takmarkaður. Nauðsynlegt er að aðildarnúmer fylgi með. Einnig þarf að tiltaka hvort þátttakandi verði með í matnum eða ekki, en það er að sjáfssögðu valfrjálst.
Vonumst eftir að sjá sem flesta.
Áhugasamir staðfestið þátttöku á þessi netföng:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (Ingibjörg s. 892-0213)
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (Birgir s. 840-0066)
Stjórn GHE
- Details
Aðalfundur Hests og Bunu 2021
Aðalfundir Hests og Bunu verða haldnir í safnaðarheimili Seljasóknar í Reykjavík þriðjudaginn 18. maí 2021 kl. 20:00. Venjulega aðalfundarstörf. Með tilvísun til umræðu á síðasta aðalfundi um að draga úr prentun fundargagna eru væntanlegir fundarmenn beðnir að senda undirrituðum tölvupóst svo hægt sé að senda þeim rafræn fundargögn. Í tölvupóstinum þarf að koma fram númer viðkomandi lóðar og nafn eiganda auk netfangs. Þetta fyrirkomulag veitir jafnframt upplýsingar um mætingu en fundirnir eru aulýstir með fyrirvara um mögulega breytingu á fjöldatakmörkunum sem í dag miðast við 50.
F.h. félaganna
Halldór í Kerlingagarði This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.