- Details
Aðalfundir
Aðalfundir Hests og Bunu voru haldnir 2. júní s.l. í safnaðarheimili Seljakirkju í Reykjavík. Góð mæting var eða yfir 50 manns. Góðar umræður voru um málefni félaganna og rekstur. Nokkur breyting varð á stjórnum félaganna. Úr stjórnunum gengu Einar í Slauku, formaður Bunu og varamaður í Hesti, og Rafn í Brekku, ritari Hests og Bunu. Í stjórn komu Guðjón í Dagsláttu, sem verður ritari Hests og Bunu, og Árni í Gaularási, varamaður í Hesti og Bunu. Birgir í Tröð sem verið hefur varamaður í stjórnum félaganna tekur við formennsku í Bunu og verður varamaður í Hesti.
- Details
Aðalfundur 2. júní klukkan 20
Aðalfundur Hests, félags lóðareigenda í Hesti, Grímsnesi, verður haldinn í safnaðarheimili Seljakirkju þriðjudaginn 2. júní kl 20. Venjuleg aðalfundarstörf.
Fyrir hönd stjórnar,
Halldór í Kerlingagarði
- Details
Starfsdagur Hests 23. maí klukkan 13
Árlegur starfsdagur Hests verður haldinn laugardaginn 23. maí. Mælting í Kinnhesti kl. 13:00. Meðal verkefna verða umhirða félagssvæðis í Kinnhesti, viðhald girðingar, o.fl.
F. h. stjórnar,
Halldór í Kerlingagarði
- Details
Hreinsun rotþróa - Sumar 2020
Kæri íbúi/fasteignaeigandi. Nú styttist í hreinsun rotþróa á þínu svæði og er mikilvægt að við getum hreinsað rotþróna þína án vandræða.
Það felst í því að:
- Hafa gott aðgengi að þrónni, gott er að vera búin að reita gróður frá stútnum ef þarf
- Merkja stútinn með stiku eða fána ef hann sést ekki vel
- Til þess að hægt sé að hreinsa rotþróna þarf hreinsistúturinn á rotþrónni að vera að lágmarki 110 mm
Þjónustufulltrúi seiruverkefnis
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.