- Details
Bréf frá Herði Óla Guðmundssyni varaoddvita:
________________________________________
Ágætu formenn sumarhúsafélaga
Náðst hefur samkomulag við eigendur Alviðru um að koma fyrir heimilissorpílátum á vegamótum Biskupstungnabrautar og Grafningsvegar. Þeir eru nú þegar komnir á sinn stað. Það er von okkar að þessi framkvæmd auðveldi sumarhúsanjótendum að losa sig við heimilissorp, eftir sem áður er tekið á móti öðru sorpi á Gámaplaninu við Seyðishóla. Við treystum því að vel verði gengið um þessi ílát einsog önnur sem eru hér í sveitinni.
Gott væri ef ég væri látinn vita um breytingar á netföngum og ef ný félög hafa bæst í hópinn.
bestu kveðjur
Hörður Óli Guðmundsson
varaoddviti
- Details
Ágætu bændur og búkonur í Hesti.
Ég vil byrjá á því að þakka fyrir góðan aðalfund og gagnlegar umræður sem þar fóru fram um málefni sem varða sameiginlega hagsmuni okkar í nútíð og framtíð.
Stjórnin hefur komið saman á sínum fyrsta fundi á nýju starfsári og fjallað um þau verkefni sem eru framundan. Ég vonast til þess að vefsíðan verði vettvangur eins og verið hefur til þess að upplýsa ykkur um það sem helst er á döfinni hverju sinni.
Nú er árlegur vinnudagur framundan en til hans hefur verið boðað n.k. laugardag 18. maí og er mæting kl 13 í Kinnhesti. Við þurfum að sameinast um vorverkin sem að þessu sinni eru margvísleg eins og áður og þá helst að dreifa úr malarhlössum sem komin eru í lóðina á Kinnhesti. Grynnka þarf á miklum stafla af trjágreinum sem safnast hafa þar og til þess fenginn gámur til þess að safna í. Ganga þarf eftir veginum í landinu og lagfæra þar sem möl hefur færst undan slitlaginu og klippa þar sem gróður hefur færst inn á veginn. Fara þarf yfir gangstíga niður að á og fleiri verkefni bíða vinnufúsra handa. Við hvetjum fólk til þess að koma með garðáhöld þ.e. skóflur, klippur og garðhrífur til þess að nota við verkin.
Við hvetjum sem flesta til þess að mæta og að loknum vinnutíma verður heitt á könnunni með tilheyrandi meðlæti.
Með von um að við eigum öll ánægjulega sumardaga framundan í Hesti.
Ólafur Kristinsson, formaður.
- Details
Ágætu Hestlendingar!
Ég átti að koma því til skila til ykkar að það eru komin möl í Kinnhest, tveir bílfarmar (20 tonn) sem hægt er að dreifa úr og nota við vegkanta. Einnig er kominn gámur sem má fylla af garðúrgangi og trjágreinum, ekki rusli, timbri eða neinu öðru.
Kveðja,
Áslaug.
- Details
AÐALFUNDUR
Landeigendafélagsins Hests og Vatnsveitunnar Bunu
Verður haldinn mánudaginn
06.05.2012 að Skipholti 70 og hefst hann kl.20,00
Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf (sjá samþykktir félagsins á hestland.is)
Sjáumst á aðalfundi
Edda Ástvaldsdóttir formaður.