- Details
Kæru sveitungar.
Til að upplýsa ykkur frekar um gang vatnsveitu Bunu, þá er viðgerð í gangi, og að öllum líkindum klárast sú viðgerð fyrir helgi, bið ykkur enn og enn að fara sparlega með vatnið, því hver dropi telur. Verðum að halda í þær vonir að plöntur geti náð einhverjum raka úr jörðu á meðan.
Bestu kveðjur,
Jenetta Bárðardóttir
- Details
Þegar komið er upp á klettabrún eftir Gíslastaðaveginum kemur í ljós lúpínuflekkur á hægri hönd, skammt fyrir sunnan efri vatnstank Bunu (í átt að brúninni). Henni var komið fyrir án heimildar okkar jarðeigandanna og hætta er á að hún breiði úr sér frekar en orðið er. Töluverð hætta er á að hún steypist fram af klettunum og niður í sumarbústaðalöndin þar fyrir neðan.
- Details
Kæru Hestlendingar
Bilun varð í vatnsdælu.Viðgerð stendur yfir á vatnsdælu í Kinnhesti, á meðan bið ég ykkur að sýna þolinmæði og spara vatnið, því lítill kraftur er á vatninu.
Bestu kveðjur,
Jenetta Bárðardóttir
- Details
Lúpínan í landinu er farin að breiða úr sér en til að sporna við þeirri þróun hefur eigandafélag jarðarinnar Hests, undir stjórn Jóns Briem og Theódórs Halldórssonar boðað til aðgerða