Nokkrar myndir frá síðustu helgi. Ekki var mannmargt en góðmennt. Veðrið á föstudeginum hafði sín áhrif því það var snælduvitlaust í Ölfusinu og við Ingólfsfjall, en þegar komið var í Grímsnesið var bara gott og laugardagur og sunnudagur frábær.

Úrslit frá golfmóti Hestlendinga voru birt hér á vefnum fyrir nokkrum dögum. Fleiri myndir má sjá með því að smella hér.

Kæru viðskiptavinir:

Um leið og við hjónin viljum þakka ykkur fyrir viðskiptin á þessu tæplega þriggja ára tímabili sem liðið er síðan við tókum við rekstri Þrastalundar í Grímsnesi, viljum við tilkynna ykkur að samningar við eigendur staðarins, Ungmennafélags Íslands, um endurskoðun á allt of háu og óraunhæfu leigugjaldi fyrir afnot af húsnæðinu, hafa ekki tekist. Slíkt hefur leitt til þess að Ungmennafélag Íslands hefur sagt okkur upp leigusamningnum.

Ágætu formenn sumarhúsafélaga

Þann 1. september n.k. byrjar vetraropnunartími á gámastöðvunum í Seyðishólum, Lindarskógum, Vegholti og Heyðarbæ.