Þorravísur í Hesti 2017

Gaularás
Talið er að heilsufar í Hesti batni
og helvítis giktin af okkur sjatni.
Við veltumst um og marinerumst í mjúku Vaðnesvatni,
sem viðstöðulaust rennur úr rörunum hans Ólafs á Svinavatni.
AF

Kerlingagarður
Í Kerlingagarði nú er gleði og kæti
þó karlinn sé enn á einum fæti,
Konan sagði: „ spsn“.
Bú hann vildi bsn
halda áfram að byggja meðan hann gæti.
H.K.J.

Kerlingagarður
Gott er að setja á sig slaufu og hatt
Og súpa á sínu víni.
Borða harðfisk og brauðið flatt,
Og brúnegg éta í gríni
BG
Í Hestlandi er haldið þorrablót
Þar Hestlendingar mæla sér mót,
Þar éta menn á sig gat,
Af ýmsum súrum mat
Svo yrkja halur og snót.
BG
Menn skrýðast slaufum fínum
Og skáldin flytja ljóðin sín.
Hampa höttum sínum
Og hella í glösin vín.
BG
Brúnastaðir blasa við
Frá bústöðum í Hesti.
Á þorrablóti menn kýla kvið,
Þar kviðlingur valinn er besti.
BG
Samið hefur hitaveitublús
hann Halldór forseti í Hesti.
Við þá afurð er ansi dús,
æfður fyrir þorrablótsgesti
Höf. Bjarni Guðmundsson

Hulduhólar
Á Hulduhólum við Hvítá á Fróni
hjón ein numu land.
Hafnfirðingur og Kaldalóni
hvílíkt hjónaband

Húsfrúin er Hafnfirðingur
og hreykir sér af því.
Bóndinn hins vegar Börsungur
brjálaður,þar ei sést ský.

Í Hulduhólum una álfar
glaðir fara sinna ferða.
Gaflarinn er álfur, Katalóninn hálfur
Hestlendingur að verða ...........

Á Hulduhólum er alltaf sæla
aldrei rok og aldrei bræla.
Enda þýðir ekki að væla
þar veðrið spænska er engin þvæla.

Draumur
verklýsing á tímabili mínu í stjón ykkar í Hesti 2002-2016

Hékk yfir okkur moldarrykið
Vorum glöð er við fengum malbikið
Settir voru upp glit staurar
Þeyttust út og suður, eins og maurar
Sett var upp hliðarslá, með hengi lás
Ekki nokkur maður kunni skil þar á
Síðan kom okkar rafmagnsslá
Og ókst nú samskipti mín við þá
Pældir voru göngustígar, niður að á
Hver skildi ætla að nota þá
Og rafmagn flöktandi út úr æð
Kertaljó og klæði úr ær
Klæddist bæði maður og mær
Hún á lærið slær og karlin hlær
Vorum svo ánægð með okkar kaldavatn
Nú er komið víst hitaveituvatn
Hestfjallið úr okkar greipum skreið
Að sjálfsögðu verðum við ekki leið
Hvað viljið þið fá að njóta næst.
Með næstu stjórn gæti úr því ræst
JB

Draumur
Ylur í hjarta, hjarnið stilt
hitinn í pípum flæðir eins og fjandi.
Þá er víst kominn tími til
að afklæðast úr föðurlandi.
JB

Að kveða er mér kvöl og þraut
kvæðin læt þó flakka.
Eins og þegar öskrar naut
undir moldarbakka.
Höf: Lilja Björnsdóttir skáldkona Reykjavík

Laufey
Í laufey lifna ég úr dá,
Þar leynist ástarkraftur.
Allt sem áður niður lá,
Upp rís aftur og aftur
S&K

Vond er gigt í vinstri öxl
Verri þó í hægri mjöðm
Eystra þykir ekki mjögl....
Æmt að heita Gvöðm.
RA

Þótt brjósk mitt í baki
Og steinar í nýrun mín taki.
Þá hindrar það ekki,
Að blóta þorrann í Hesti
P

Þótt hjartað mitt bresti
Þó Sigga öxl sé orðin aum
Sem opna má og laga.
Ávalt þiggjum gleð´og gaum
Og góða eigum daga.

Margir búnir að melda sig.
Mikið verður gaman
Hestaskálin heillar mig
Í hamingju dönsum saman
RA

Með þökkum viljum þyggja boð,
Þorrablóts í Hesti
Það er aldrei illa meint,
Út þó sundum líti.
Hari gjarnan svarar seint
Og svolítið í flýti
HH

Á Hara kvið er komið slit,
Sem klárt þarf víst að laga.
Læknar sitt nú brína bit,
bút þarf í að staga.
HH

Þurfa víst að vera hressir
Og vel að halda í línurnar
Fara í rækt þeir frekar hressir
Forðast allar sýkingar
Því yngri konur eiga þessir
Umtöluðu Víkingar.

Eiginkonur á þeim strjúka
Eithvað sem varlofandi
Enn seinna þeir eflaust á sig kúka
Upp í rúmi sofandi.

Um karla yrki eftir minni
Sem eflaust mun mér bregðast senn
Þeir voru allir einu sinni
Efni í góða landliðsmenn.

Víkingar í vígamóð
Vel það kunni að meta
Að Hesti fögur líta fljóð
Funheit eins og roðaglóð
Á þorranum skal dansa,drekka og eta

Hér mikinn lít ég meyjarfans
Nú magnast gleðin tæra
Heitt ég þrái í þéttan dans
Þær beint í fangið færa.