Höfundur:Bjarni Guðmundsson fyrir hönd Kerlingargarðs.
Jeppum er ekið austur fyrir fjall
á árlegt blót í Hesti.
Stjórnar því Halldór, forsetinn snjall
og skálar við þorrablótsgesti.
Þar veisluborð svigna af súrum mat,
sviðasultu og hörðum fiski
Hangikjöt fært upp á heljarfat
menn helst vilja hafa á sínum diski.
Rammgert hliðið í hesti,
Heftir óboðna gesti.
Enn einn skálinn rís,
Áin Hvítá full af ís,
Og enn skálar Halldór á blótinu í vesti.