Þessa vísu fékk ég að láni hjá Sigmundi Benetiktsyni.
Þorri býður grimma gjörð
gefur lýðum trega
ólmast hríðin yfir jörð
alveg gríðarlega.
Stormakyljur steyta hramm
storðu hylja fönnum
garra byljir geisast fram
götur dylja mönnum.
Krapa vakir, klaki nýr
kreppir hrakin löndin
storma takið strengi knýr
stynja klakaböndin.
Ásjón lagði orð í belg:
Ó, hvað súrin anga hér
eykst vor kvíða byrði;
þorramatur þykir mér
þúsund grísa virði.