Vísur frá Þorrablóti Hestlendinga 2015
Villur tilkynnist vefsíðustjóra til leiðréttingar
 
Hruni
Á vetrum í Hesti snjóar og vindar hvína,

Venus,máninn og norðurljósin þar skína.
Ef veistu það eigi
Ég þér leyndarmál segi
Í landinu vex ekkert nema lúpína.
  
Kerlingagarður
Í Hesti eru þorrablót söm við sig.
Þar semja menn jafnvel vísu um þig.
Ég er ekkert skáld,
en yrki samt dáld,
um tímann og vatnið og sjálfan mig.

Kerlingagarður
Lúðvík í Hruna er góður granni.
Greiðvikinn reynist hann hverjum manni.
Við ræktunarstarf
hann kom sér í hvarf.
Til himins nú horfir með sanni.

Kerlingargaður. BG.
Halldór tók sinn hamar í hönd
Við Hvítahúsið byggir.
Honum halda engin bönd,
í Hestlandi völd sín tryggir

Í Hestlandi er að mörgu að hyggja,
Þar Halldór bókhlöðu er að byggja.
Á blótinu kætir kántrýkór,
Kerlingargarður loks verður stór.
Á blótinu menn skála í miði
Og meta hinn besta hatt.
Af þorramatnum kýla kviði,
Kvöldið líður hratt.

Nú skrýðir Hestland snjór
Og sönglög flytur kántrýkór.
Halldór forsetinn besti,
hrópar skál í Hesti.
Svo hella menn í glösin vín eða bjór.

Kvistur
Haltu áfram Halldór minn
hestaskál og syngja.
Við sem villtumst hingað inn
viljum glösum klingja.

París
Útvarp París kunngerir:
Vindurinn Kári kom hér við
Og splundraði dúkkuhúsi

Smá hýsa byggðin tilkynnir:
Við verðum okkur að vanda
Þrátt fyrir þennan fjanda
Í vor verður hafist handa

Ásgarður
Stóð ég úti í tunglsljósi um stjörnubjarta nótt
Stórkostleg upplifun allt var svo hljótt
Bláleit birtan svo draumkennd og fín
Blossandi norðurljósin æddu til mín
   
Stóð ég úti í skógarlundi um Jónsmessunótt
Stæðileg tréin sýna sinn vaxtarþrótt
Toppana teygja upp móti sól
Traust og þétt veita þau mér skjól

Árstíðir Hestlands allar sem ein
Ævintýra- unaðs- upplifun hrein
Fegurð þess fagnandi tökum við mót
Förum og höldum vort Þorrablóð

Gaularás
Byggingarstjóri í hesti
Barði saman skýli og vandlega festi,
Með ryðfríum skrúfum og ýmsu fleira.
Í nóvember rokinu urðu þær deigar sem leir
Og skýlið úr festingum leysti.
Byggingarstjóri í Hesti, ekki meir, 
og húsasmíðameistari ekki meir.

Laufey
Í Laufey lifna ég úr dá
Hér leynast ástarkreddur
Því allt rís aftur og aftur

Alltaf stuðið magnast meir
Mikil er hún kætin
Undir borði enda þeir
Sem ekki þola lætin

Brátt svífa gestir gólfi á
Hér gleðin mest skal ríkja
Karlar í hesti kerlu fá
Þeir kossinn flestir sníkja.

Æsa
Have you ever heard of Æsa
a well known horse-land spa.
A paradise for the whole family
built by my grandparents handily,
with the theme colour blue like the sky
they even have fixed some wi-fi.
Not enjoing the sauna is a sin
it,s the summerhouse I grew up in
the place where I feel the light within.
A peace and quiet it,s almost hipnotic
don,t worry there,s enough gin and tonic.
Enjoy the sight of the glowing river
you could imagine it,s real silver
and the Icelandic flag hanging stiller than ever.
It doesn,t matter if it,s a cold winter storm
the heat from the oven will keep you warm
and the homemade bread gives it a charm.
I will never for get these amazing memories
from the place with so many good stories
just don,t forget to write in their diaries.

Sandra Líf Long, 21.árs.

Draumur
Mikið helvíti er hann Jóhannes slunginn
Sagði Benóný, er hann skrúfaði frá vatnsveitu pungi
En hann Jóhannes reynir  samt  allt
Að halda okkur  hjónum Í Draumi 

Þetta líf okkar leikur á þræði
Þetta líf  sem er  Draumur og æði
Við skerum ekki á
Enda eigum við þrá
Og án hennar dræpumst við bæði.

Það er vitlaust að vantreysta Guði
Slíkt veldur bara andstreymi og puði.
Því Guð ræður öllu
Sagði Pétur  við sína Rúnu kellu
Og kona hættu svo þessu tuði.

Stapi
Úti er frost með fjúki snjó og krapa
Í fýluna er auðvelt sér að tapa
En Palli og Hrabba höfðingja hér skapa
Hún unir sér í bústað sínu Stapa.

Ja allt er hér með allra besta móti 
Útsýni að Hvítá mikla fljóti
Ég ætla það að Árni mikið hrjóti
Eftir fjör á þjófstörtuðu blóti.

Heiðarhvammur
Er ég mæti í Heiðarhvamm
Helsu mér mætti bjór og Qvam
Fyrir þetta þakka vel
Og þessu í vísu gera skil.