Vísur frá Þorrablóti Hestlendinga 2012
teknar saman af Þórði Gísla Ólafssyni
birt með fyrirvara um rétta afritun. Villur tilkynnist vefsíðustjóra til leiðréttingar.
Í þorrablótsnefnd sátu:

 

Steinunn Bjarnadóttir og Jón G. Kristjánsson Hestmýri
Þuríður Sigurðardóttir og Bergur Jónsson Laut

María Björnsdóttir og Birgir Kristjánsson Maríubakka

Jónína S. Jónasdóttir og Þórður G. Ólafsson Kletti

 

 Ásgarður

Í Hestlandi er frábært samfélag

með drottningu sem kann sitt fag

réttum hjálparhönd

styrkjum vinabönd

saman við hlutunum komum í lag.

 

Einvala lið í Hestlandi er

í veðraofsa austur það fer

yfir hóla – um drög

gegnum snjóalög

á Þorrablót að skemmta sér.

 

Draumur

Helgin að koma, að heiman þá allmargur ekur

hendist um landið í leit að fullkomnum stað

Hestland brosandi móti þér gestrisin tekur

miðlar af dásemdum sínum og góð er við það.

 

Blíðan í Hestlandi blessunar nýtur sem sést

hér blasa við náttúruundur og stórbrotnar sýnir

fegurðin þvílík að fangar í vímu hvern gest

sem fyrir vikið sér gleymir og áttunum týnir.

 

Þó kólni í veðri og komi hér rigning og bleyta

er kunnugleg fegurðin þó að hún dofni í bili

og þess vegna er ekki þörf á að viðbótar skreyta

í þurrki og blíðu ég býst við að allt það sér skili.

 

Laugardagur rennur upp í ljúfri sveit til fjalla

og litadýrðin ótrúleg sem blasir víða við

mannlífið er unaðslegt svo má hér ævi alla

ef maður hefur vinnu eiga búsetu                                         

Fengið að láni og stílfært hjá Finni Baldurssyni

 

París

Sólin rauð í vestri  sest,

skartar Hvítá festi.

Syngur blótið sönginn best

„Skál í Hesti“

 

Laufey

Raunir bóndans í Laufey

Þeir sem blóta þorra hér

þurfa engu að kvíða,

því eftir blótið bóndinn fer

í bólið heima að.....hlíða.

Ó er frúin fer að hrjóta

svo fátt er annað hægt að gera

ef þú lengra lífs vilt njóta

en að láta hana bara vera.

Þá er ekkert annað gefið,

enda telst það vitræn gáfan

að fá sér tár og taka í nefið,

tefla skák og máta páfann.

Heyra að frúin fer að vakna

færist aftur líf í nárann.

Finna úr sinni rækju rakna,

reyna nýjan leik og klárann.

Finna að lundin lifnar aftur,

leika dátt við hvern sinn fingur

Finna að lífsins logar kraftur.

Ljúft er að vera Hestlendingur.

 

Laufey

Við leiðindi og ama laus.

Í Laufey gleðin fundin.

Á þorrablót með hatt á haus

um hálsinn slaufan bundin.

 

Ljúft er líf með vinum góðum,

nú Laufey okkur hýsir.

Nú dýrðar dagar lengjast óðum,

nú dável sólin himinn lýsir.

 

Er vinir til veislunnar ganga

veisluföng gera menn svanga.

Það verður ógurlegt át

og frúin svo kát

og karlmennskan hættir að hanga.

 

Litli bær

Undir bröttum hlíðarhjalla

hvíldi lítið kot.

Greina máttu gróður varla

en græðlings lítið skot.

 

Nú er laufi vaxinn lundur

er leikur í vorsins blæ.

Náttúran er eilíft undur

í okkar litla bæ.

 

Staðarhóll

Höf.Bjarni Guðmundsson

Í Hestlandi er haldið þorrablót,

hellt er í glös og skálað í Hesti.

Menn mæta með slaufur á þetta mót

og margir taka með sér gesti.

 

Skvísurnar mæta með skrautlega hatta

og skáldin lesa ljóðin sín.

Á súrmeti og sviðum hægt erað smjatta

og sötra með því ljúffeng vín.

 

Í golfskálanum er gamalt fæði metið,

gerðar vísur, skálað og étið.

Æ góði besti,

í golfskálanum í Hesti,

þú ganga munt valtur til svefns í fletið.

 

 

 

 

 

 

 

Brekkukot

Í Brekkukoti snjór og súldin

setja mark á okkar hag.

Í Kiðjabergi kæst og úldin

krásin hæfir þorradag.

 

Hestmýri

Tíminn flýgur furðufljótt

já, fleygir áfram dag og nótt,

lóð við höfum lítið stundað,

létt við viðhald aðeins dundað.

Í golfi glönsum bæði nú

glansar meira þó mín frú,

í golfsvefluna grannt ég spáði

forgjöfinni loksins náði!

Á skógarhögg við stefnum næst

þá samband inernetsins fæst,

Á grænni grein söng lítill "börd"

Jón Guðni, þú ert tölvunörd!

Mér sýnist, svei mér, næsta mál

að stíga fram / standa upp og segja SKÁL

 

Hlíð

Blótið í Hesti

Það gerist á eins árs fresti

að hittumst við hér í Hesti

til skemmtunar saman

já það er sko gaman.

Gleðskapur verður hinn mesti.

 

Á þorrablót gjarnan með gesti

menn geysast – með flösku í nesti

þar mætum við svöng

í át, gleði og söng

því maturinn þorra er hinn besti.

 

Svo gerist það stundum í Hesti

menn sýna af sér dálitla bresti

er fiðringur grár

og alls konar þrár

herja á blótsins gesti.

 

Því Bakkus hann laðar fram lesti

er lúmskur og púki hinn mesti.

Nú tryllum og dönsum

í nótt ei vi ð stönsum.

Ó Jesús minn – bróðirinn besti.

 

Höf. Hestlendingur

Örlítið ég á mér finn

Að mér setur kvíða

Ekki á morgunn heldur hinn

Hætti ég að drekka.

Kerlingagarður

Höf. Bjarni Guðmundsson,

ort fyrir hönd Kerlingagarðs.

 

Í Kerlingagarði er engin kreppa

kemur þar Halldór á sínum jeppa.

Árlegt sækir blót,

við ægifagurt fljót,

þar ýmsir fram af sér beislinu sleppa.

 

Í Hesti er hafið þorrablót

og Halldór er mættur í vesti.

Þetta er feikna magnað mót,

menn yrkja og skála í Hesti.

 

Brúnastaðir blasa við

og bústaðaeigendur éta svið.

Á þorrablótinu kýla kvið

og keyra gegnum slá og hlið.

 

Kerlingagarður

Enn á ný við mætum hér með gesti.

Á þorrablót- já svona á eins árs fresti,

því drottning skal mærð

þó slæm  sé hér færð.

Við hyllum drottningu og segjum „Skál í Hesti“.

 

Hálkan í morgun var vágestur hinn mesti

 og ógnaði prinsi og drottningu að koma með gesti.

Þau leystu þann vanda,

þau fóru út að sanda

svo nú komast allir á þorrablótið í Hesti.

 

Nú slæm er færð fyrir Hestlendinga og gesti

og hendir konur að bíla þær festi.

En ef kemstu fátt

þá gefur þér drátt

af gleði og ánægju prinsinn í Hesti.

Kvistur 73

Við verðum að komast í Hestinn í kvöld

með vinunum öllum að blóta.

Þar ánægjan ein getur verið við völd

og brennivín til bóta.

 

Þeyr

Á bökkum Hvítár bústaðinn

byggðum við og nefndum Þey.

Þó mildur blærinn kyssi kinn

kveða vísur getum ei.

 

Blítt lætur Þeyr um birkikvist

bjarta sumardaga.

Söngfuglar hjala af hjartans list

og hreiður sín bæta og laga.

 

Unir Þeyr við áar nið

angar blóm í haga.

Á bökkum Hvítár finnur frið

fólkið langa daga.