Vísur frá Þorrablóti Hestlendinga 2009 teknar saman af Páli í Stapa birt með fyrirvara um rétta afritun. Villur tilkynnist vefsíðustjóra til leiðréttingar. Í þorrablótsnefnd sátu: Rafn og Gunnlaug í Brekku Páll og Hrafnhildur í Stapa Steindór og Inga Jóna á Bólum Róbert og Anna í Laufeyju
Ból Á blótið í skálanum margir hér mættu og mikið þeir þurrar kverkanar vættu. Fyrst einn og svo tvo og enn fleiri sko hliðið vort nýja- tel ég í hættu.
Brekkukot Brekkukoti Drottninguna dreymir Að drekka vín til að fá sér litla hlýju Það er hægt þegar heimabruggið streymir að þjóra vín og ylja sér að nýju.
Brekkukot hallar að Hvínslandi Hefðarmærin þar afdrep fær. Eflist þar sannur Drottningarandi orkan þaðan hennar nær.
Draumur Nú er úti vetur góður Kúrum við í kotinu Hlökkum til þegar sumar og gróður Koma fram úr vorinu
Gaularás Austur skulum áfram skreppa Á skúffunni – okkar slyddu jeppa -hvað sem það kostar því í Hestlandi er aldrei kreppa.
Hlíð Fögur hlíðin , mikill febngur Fuglasöngur hljómar fagur Vorið vaknar, fram það gengur Vetur hörfar rýr og magur.
Hlíðarendi Hefurðu verið í Hestlandi um vetur er hylur það fannhvít mjöll Kveikir ljósin, kubb í arin setur kyrrðin ríkur svo víkur þreyta öll.
Lifna á vorin lífið fer lyftir sér hestur úr klaka Græna slikjan gróskuna ber gróðurinn yfir skal vaka.
Á sumrin þegar blíður blær bærir trén svo að njóti sín. Fuglar syngja og færast nær flytja sín gleðiljóð til þín.
Bjartar nætur, blóm í varpa berst að vitum angan tær Eflist þá mín andans harpa ekkert þessu grandað fær.
Sumri hallar haustar að höfum ýmsu að sinna Vínin fræg á vísum stað viða sultur má finna.
Lít ég yfir land og á þá ljúfa finn ég strauma. Saman grannar syngja fá um sæluríkisins drauma.
Kerlingagarður Hvíta húsið stendur hátt Hestlandi gnæfir yfir Oft er þar í koti kátt í kamínu lengi lifir.
Kerlingagarður heitir kotið kerlingum líst vel á slotið Er skíðloga spýtur í arni þá stökurnar semur Bjarni
Menn háma í sig sig hangikjöt í Hestlandi þora blóta Flestir fara í falleg föt og fornra rétta njóta
Ekki er mér lífið leitt er ég nýja árið Til konu minnar brosi breitt bráðum hverfi hárið
Bjartleitar og brjóstgóðar brosmildar og fínar kraftmiklar og kinnrjóðar kerlingarnar mínar.
Náttúran er söm við sig segir til sín þorstinn Kallar mig og kallar þig Kerlingargarðs lostinn
Kvistur Biðin langa búin er að blóta þorra í Hesti. Hópinn allan hitta hér og hvíla svo í Kvisti.
Laufey Lævíst var á stjái lið sem lélegan hefur mannasið. Því þótti rétt þó væri ei létt að Hestar settu´ upp grindarhlið.
En í Laufey lífið er gott og landslagið helvíti flott. Því takmörkuð tré tryggja að ég sé ef eitthvað er borið á brott.
París Sveitungar okkar snæða hér sælir í sínu hjarta. Sólina sjá fyrir sér í Hestlandinu bjarta.
Við sitjum hér við skrum og skál og skotsilfrið á þrotum en í Hestlandinu er sól í sál syngjum meðan við getum.
Teigur Þjóðarbúið þjakar böl því ég neita eigi. Samt ég glaður sýp mitt öl sæll og hress á Teigi.
Vesturás Mikið þótt á móti blási og margur sé í koti þjáður er veislan í Vesturási veglegri en oftast áður.
Æsa Atburður ársins finnst mér vera er Ólína rakst á manninn bera Var hann þar að fara á flippið fékk sér klæði og hengdi á snagann.
(Höfundur ókunnur) Blóðmörskeppur indæll er eykur fjörið, skapið bætir en langbest jafnan líka mér lambaspörð og saltað smér.
Gefðu stráknum súran pung svo komist hann úr bólunum. Hrútnum engin ærin ung til yndis var á jólunum.