Vísur frá Þorrablóti Hestlendinga 2007

Komið þið sæl,
Ég er búin að hamra Þorrablótsvísurnar inn og sendi þær hérna sem viðhengi.  Ég vona að þetta sé rétt skrifað hjá mér og sem mest rétt farið með.  Erfitt stundum að lesa handskrifaðar vísur.
Þorrablótið var vel sótt og reyndar slegið aðsóknarmet, ég held að það hafi verið 71 eða 73 sem mættu.  Mikið fjör og velheppnuð skemmtiatriði.

Þorrablótsnefnd var skipuð:  Birgi og Gullu úr Tröð, Halldóri og Önnu úr Hlíð, Ólafi og Veroniku af Teigi og Elsu og Skúla úr 
Skriðu.

Með bestu kveðju
Alexander í Brekkukoti  (prins Alex)
 


"Upphafið" er söngur Þorrablótsnefndar 2007 en eins og kunnugt er þarf nefndin að syngja eitt lag í upphafi Þorrablótsins, annað hvort frumsamin eða áður þekktan texta (það eykur á vægi nefndarinnar að semja braginn sjálf eins og gert var að þessu sinni).

Upphafið:
(Lag: Ég langömmu á )

Þorrablótshátíð við höldum í kvöld
og hér ríkja söngsins og gleðinnar völd.
Og nefndin frá upphafi dæmdist í dag
að duga til starfans og syngja eitt lag. 

Fundur var haldin og rösklega rætt
ráðdeild sem fjárhaginn gæti nú bætt.
Með fimmhundruð krónur og þúsundir þrjár
þótti okkur hendur þá fullar með fjár. 

Svo varð að kaupa hér kviðsvið og fisk,
vel kæstan hákarl og færa á þinn disk.

Slátur og hangiket, hausa og allt
hamingjusamur þú éta nú skalt. 

Með þessu drekkum við vatn eða vín.
Víst komast allir þó loks heim til sín.
Í glasinu brennivín íslenskt nú er,

ágætis byrjun í kvöld handa þér

SKÁL 

Og nú verða allir að leggja okkur lið,
lagnir að smeygja sér fram – útá hlið.
Og þá verður alls ekki torvelt ég tel
að taka til matar og 
GÖRIÐ SVO VEL!!

Endirinn á þessu kvæði var síðan sungin í lok dagskrár og er hann því hér á eftir kveðskap húseigenda í Hesti.

Hér koma síðan vísur frá eigendum húsa í Hesti og gestum þeirra.

  

Albatros:

Enn ei heitir húsið neitt.
Hvað skal kofinn heita?
Okkar hugur hefur leitt,
í háloftin að leita. 

Í gátuformi þessi þraut,
þið skuluð reyna´að giska.
Fuglinn flýgur yfir braut,
á flötunum að fiska.

Á golfvellinum vinsæll er,
ef vippi rétt þú beitir.
Þar af öðrum fuglum ber,

Albatros því heitir.

Ásgarður:

Einn er staður öðrum betri
Ásgarður, ég þangað vil.

Á sumri jafnt og svölum vetri

sveimar hugur Hestlands til. 

Burt úr stressi stórborgar
storma ég með nesti.
Þrumustuðið bíður þar,
Þorrablót í Hesti.

Dropi:

Ef þú átt leið uppí Dropa
kíktu við og fáðu þér sopa.
Þú ert velkominn

þú ert gestur minn.
Það er alls ekki bannað að ropa.

Hlíðarendi og Hlíðarendakot:

Er lít ég yfir Hestsins há
hylur snjórinn fax og enni.
Að Hlíðarenda hlít að ná
höfuðból og kot þar kenni.

Þar er lundur þar er gil,
þar er hlýtt á kvöldum.
Þar er gaman, þar ég vil
þreyja fram eftir öldum.

Kerlingagarður:

Í Kerlingagarði er brosað breitt

því baðið bíður og vatnið er heitt
það er svo flott
að hopp´oní pott
hér verðum við áfram og förum ei neitt.

Kvistur:

Heilnæmt er að koma í Hestinn
heill frá borgarinnar klið.
Ég held við kjósum alltaf Kvistinn
til að öðlast sálarfrið.

Miðgarður:  (lóð nr.  )

Undir háum Hesti
híma þeir enn,
það má ekki spauga með þá:
Miðgarðsmenn. 

Fast þeir sóttu sjóinn
og sækja hann enn,
það má ekki spauga með þá:
Miðgarðsmenn.

Garðsættin er göfug
og glöð er hún enn,
það má ekki spauga með þá:

Miðgarðsmenn.

Sjónarhóll:

Er Hvítá þekur klakaþil
og hvín í köldum vindum
á Sjónarhóli höldum til 
og ofninn okkar kyndum.

Þar kúrum saman hlið við hlið,
hlustum kannski á útvarpið,
á rauðvínstári dreypum við
og göngutúra´ að góðum sið
svo iðkum við og við.

                 



Álfasteinn:

Hestlendingar halda blót
háma í sig punga súra.
Hlakkar bæði hal og snót
að halda heim og kel´og kúra. 

Súrmatur og snafs í boði
slaufur príða okkar menn.
Stífum síðan fisk úr roði
skálum svo í brennivenn.

Hún með hatt og fima fætur
flýgur um í vals og ræl.

Hann með slaufu voða sætur
sveiflar henni á tá og hæl. 

Sumarlangt um græna grund
golfið stunda af kappi,
eigum saman sælustund
og skýst úr flösku tappi.

Brekkukot:

Drottningin gerir þá svekta
sem telja hana alveg óþekkta
á gliðruskóm talar

við Prinsinn sinn hjalar
Kannski að hún sé ekki ekta.

Draumur:

Höfum átt hér góða daga
grannar ekki af verri endanum.

Hlökkum mikið til sumardaga
að skrölta með ykkur á vellinum.

Heiðarhvammur:

Veðurhamur víða fer
Í roki einu vorum hér
Í braki og brestum notalegt er
hvergi betra að vera en hér.

Kerlingagarður:

Á þorrablóti súrmeti og svið
við setjum í okkar kvið.
Þar að sumbli sitjum við
og sauðfjárbændum leggjum lið.

Á þorrablóti þykir fínt
að þefa af úldnum réttum
þar punga menn hafa í sig pínt 
með píreygum og grettum.

Í Grímsnesins golfskála skálum
og göngum á veginum hálum.
Þar háma menn í sig hval

eða hangikjöt, það er val.
Þar er hersing af byttum og gálum. 

Stjörnur á himni í Hesti
ég held ég heimferð fresti.
Svo er gríðalega gott

að geta komist í heitan pott.
Og gamalt etið þorra nesti.

Setrið:

Ó hvað ég elska mitt einstaka land
með ólgandi hafið, eld og sand
grösugar hlíðar og glymjandi fossa
það gefur mér lífið og þúsund kossa.

Svo á ég Setrið í sveitinni minni
ég sá það í hyllingu við fyrstu kynni.
Á kvöldin ég sit þar í kyrrð og næði

og kneifa mitt öl, það er algert æði.

Teigur:

Almættið satt það ég segi
sendir mér gleði að Teigi.

Um sumarið blítt 
ég sé eitthvað nýtt
á hverjum einasta degi.

Æsa:

Hér var í Hesti rosagott
húsin uppá milljón
en núna hallir eðalflott

ekki minna en trilljkón.

Sunnuhlíð:

(Mörgum árum og nokkrum jarðsjálftum síðar)

Urð og grjót                                                                 Hreykja sér á hæsta hólinn
niðrí mót                                                                       Keyra afram hjólastólinn
mikið er um urð og grjót.                                               Á mörkum þess að deyja
Stórar skriður                                                               úr hræðslu
fallnir klettar                                                                  hér má opna
hrundu niður,                                                                loðnubræðslu.
Grasi grónar hlíðar voru                                                hrynj´ úr hor
grænar svona, öðru hvoru                                             á fjórðu braut
sprungur nú                                                                   er öskrað…. FOR!.
um land mitt liggja.                                                        Starir á mig

Hérna vill                                                                      sumarhöllin
ei nokkur byggja                                                           eigi skal á liði liggja
brottflutning ber strax                                                    endurreisa og
að tryggja.                                                                    endurbyggja
Forða sér á harðahlaupum                                            en aftur skal ég

segja frá í Þorraskaupum                                              samt á völlinn
heimta bætur                                                                 að spila golf og
byggja betur.                                                                skemmta mér
Hanga hér í allan vetur                                                   á fyrstu braut
ráma allt í einu í Drottinn                                                ég burtu skaut
-elsku Drottinn-                                                            þá samvisku sem var að plaga
hvernig var með heita pottinn                                         og naga.
þér ég lofa að liggja í leti,                                               Nú hætti þessu auma rugli
í hlýju fleti                                                                     ég náði næstum góðum fugli
fara í golf á hverjum degi                                               Að koma inn á góðu skori
svo að forgjöf lækka megi.                                            má búast við á næsta vori
Ef að forsjón undurblíð                                                  ef forsjónin svo undurblíð
endurbyggir                                                                  mig enn vill hýsa í
“Sunnuhlíð”                                                                   “Sunnuhlíð”      

 

Hér er svo endirinn á kvæði Þorrablótsnefndar.

 Þorramat hafið nú þið borðað hér.
Það gekk nú vel eins og hver maður sér.
Nú kemur dansinn sem duna skal brátt,
dálítið fram þessa janúarnátt.

Nú verður nefndin að syngja og svo
segi par af sér þá vantar víst tvo.
Í Þorrablótsnefndina leggja sitt lóð,
þá létt verður starfið og stemningin góð.

Það verður ei erfitt að halda svo heim.
Holur á leiðinni? – gleymum nú þeim.
Því gatan til okkar sem viðsjál svo var,
víkkuð og breikkuð svo af öllu bar. 

SKÁL OG GÓÐA SKEMMTUN