Þorravísur 2005

 

Ásgarður

Húsbóndinn í Ásgarði elskar plöntur, víf og vín 
varast hann þó lesti og kann að gæta sín
nema helst í vali trjáa
skóga vill hann reisa háa
fyrir barna-barna-barna barna-börnin sín. 

Húsfreyjan liggur í bókum og leggur ei mikið undir
lífsstarf manns síns, en ef góðar eru stundir
á plöntur hans gjarnan lítur
og forvitnum augum gýtur 
gróskutré og spírur um allar koppa-grundir.

Draumur

Eldar fljúga yfir storð
óðar en sjón á festi.
Naumast lýsa nokkur orð
nýárskvöldi á “Hesti”

Syngja grannar svigna borð
svöngum fagna gesti,
þannig lýsa þessi orð
þorrablóti á “Hesti”

Gaularás 

Undir Hestfjalli reykjarfaldur lýður
þar furustampur með Bunuvatni sýður
til hita og svitaveislu Gaularásinn býður
karlinn ákaft undir kyndir
senn kemur Liv og lóðrétt einn metra syndir.

Góðir koma gestir, vöðva sína og vambir sjóða
guðaveigar á stamphillunni ákaft bjóða
búkinn með grasatei og ástarolíum rjóða
Í stampinum norska allur andskotinn brennur
af lóðréttum Hestlendingum svitinn rennur.

Hamrahlíð
"
Hlíðin er fögur"

Vetrarhörkur vinna ei bug
á vöskum Hestlandsbúum.
Sveitina stefn´ í sæluhug
helst aldrei aftur snúum.
Í Hamrahlíð er gott að vera
því að þar er nóg að gera.
Veiða, róla, renna og moka
tína ber og ber í poka.
Sveifla löngum töfrasprota
kúlum oní holur pota.
Þar er ró og þar er friður
Hvítá brúnleit ærslast niður.
Hlátur, grátur, óp og læti,
vísan búin, ég fæ mér sæti.

Hestmýri – hann 

Ég Hestmýrar halur hér mæti
með Hestmýrarfrúna og kæti.
Golfsveiflan mín
er glæsileg, fín
og með bústaðardvöl hana bæti.

Hestmýri – hún

Brátt munum bústaðinn byggja
og bæð´undir Hestinum liggja
vorið er okkar
vatnsniður lokkar
á vorin skal vaka og hyggja.

Hlíð

Við Hestfjallsrætur byggðu ból
býsna margt þau gladdi.
Eiga þarna unaðsskjól
Anna Rósa og Haddi. 

Gestum veita af veigunum
vini þangað teyma.
Taka í Golf á teigunum
í túnfætinum heima.

Kerlingagarður

Í Kerlingagarði er kvennaval
kætast nú gumar á nýju ári
Einn er þó hængur því heita skal 
hamingjumaðurinn Kári.

Kvistur

Fyrr á öldum ólgusjór
á Hestfjallinu braut.
Nú á tímum bara bjór
býðst í hverri laut.

Sunnuhlíð   

 Við sækjum sælu í Sunnuhlíð
þar náttúra eru undurblíð.
Og förum í pottinn,
já gott er það drottinn.
Þrátt fyrir flóð og heimsins stríð.

Teigur

Hver sem annars ertu,
ávallt það ég segi.
Kæri vinur vertu 
velkominn að Teigi.

Við Hestvatnsins bakka er bústaðan fín
og blávatnið skortir þar eigi.
En ef að nú breyttist allt vatnið í vín
þá vildirðu búa á Teigi.

Nú skal ég hætta þvílíku þrugli
þetta lendir víst bara í rugli.
Þá verð ég að segja “taka tvö”
En Teigur í Hestlandi er númer tvö.

Hestlendingar halda í kveld
hátíð mikla án trega.
Af sér hversdags fella feld,
fullir mátulega.

 

 

Brekkukot

Halldór uppá hjallanum
hingað kom á skallanum
hneigði sig með lotningu
og hafði af mér drottningu.
Ljótt ef satt væri, því var gerð bragarbót.

Fyrir allöngu síðan í allhvössum vindi
á Hestsins landi hann byggði ból
Hann átti stundir með sínu yndi
safnaði timbri og myndaði skjól.

Frúin hún sýslaði í sínu grjóti
setti þar niður birki og blóm.
Dæturnar léku með dúkkum og dóti
í dagsins leikjum þær slitu skóm.

Hann falaðist eftir forsetavaldi
fékk það og hlaut af því virðingarstall.
Í “Hvíta húsið” hann flutti og taldi
að hásætið væri alls ekki fallvalt.

Hann embættið rækti af elju og dugnað
og ýmislegt bætti og lagaði hér.
Margir héldu að hann hefði guggnað
er haltraði niður að húsi hjá mér.

Hann spurði eftir frúnni og falaðist eftir
að hún tæki embættið eftir sinn dag.
Konan mín játti því hana ei heftir
að hella sér út í sem henni er lag.

Hún krýnd var til embættis öllum til gleði
í Golfskála þessum sem nú sitjum víð í.
En forseti okkar fagnar í geði
feginn að embættið er fyrir bý.

Í túnfæti hússins sem kennt er við Kerlur
er konungshöll risin með palla og skot.
Þar er Hestlandsins drottning með hárskraut og perlur
Í húsi sem kennt er við Brekku og kot.

Heiðarhvammur

Í örmum vetrarnætur.

Í Heiðarhvammi almyrkvi er
og konan er haldin ógnvænum kvíða.
Hún ekki til athafna nokkurn hlut sér
og alls ekki til þess að fá sér að drekka.

Í vandræðum þessum kom ráð eitt í hug.
Hún fann sér á netinu seríu skæra.
Með Visa að vopni og visku og dug,
hún lét þá Fedex sér skjótt pakka færa.

Með seríuljósin í Heiðarhvamm kom
og hengdi þau upp allan hringinn.
Ég stakk þeim í samband en ekkert kom.
Samstundis trylltist kerlingin.

Fljótt rann henni reiðin er fékk hjá mér einn.
Hún út hringdi og pantaði aftur
Að ári ég verð ekki nærri eins seinn.
Er upp glennist kerlingarkjaftur.

Því nú sá á netinu nýjung mín drós.
Nýjung sem hrekur brott kvíða.
Með spennustigsbreyti pakkað í dós,
framlengibút og á endanum ljós.

Nú sér hún á ný til að drekka.

Hlíðarendi

Sendi geisla sól til mín
sindraði fönn í gili.
Farðu í bestu fötin þín
fugl mér söng á þili.

Þér er best að Þorra blóta
Þínum grönnum með.
Veislufanga og vísdóms njóta
vinskapur er ei öllum léð.

Viltan heyrði vængjaþyt
var mér horfin rjúpa.
Af hennar boðskap hef þá nyt
er er háð og spé mun drjúpa.

Klettasel  

Er stress og streita sækja að
að sjálfsögðu ég sveitina vel.
Gleymi kellu, keyri af stað
með kylfurnar í Klettasel.

Merki 

Oft er, þó að ekki sjáist
að menn eru í andlegri krísu.
Merkilegt að ekki fáist
yfirdráttur á eina vísu.

Stapi

Mót Brúnastöðum faðminn sinn út breiðir.
Bjarta sólhof til sælu leiðir.
Við fætur Holmenkollen Hvítá freyðir
Hestland, Stapa úr dalnum sínum seyðir.

Tröð

Í Hesti fjölgar húsum
hamrað er í Tröð.
Í stampen er sullað í krúsum

og öllum skellt í böð.

Vesturás   

Ég festi mér lóð undir Hesti
Þar stendur nú bústaður besti
Hann hét Baldurshagi
en vegna hans lægi
ég breytti því í Vesturás.

Æsa  

Kátt er kvöld í Hesti
menn sýna kosti og lesti.
Blót Þorra haldið er hér
í hásæti drottningin er
þetta er óður hinn besti.