Þorravísur 2004
 

Ásgarður

Í Ásgarði við áttum
afbragðs dvöl eftir jól
stystur dagur lægst á lofti sól
hver með sína bók í hönd 
fjarri heimsins látum
úttroðin af rjómarönd
sæl í rökkri sátum
seint var farið í ból.

Á miðjum degi falið í flís
fólkið loks úr húsi skreið
Hvítá fegurst fljóta töfra eldar seið
landið birtu sólar baðað
bugðótt áin þakin ís 
fótspor hafa í frerann raðað
fuglar, melrakki, mýs
menn halda heim á leið.

Brekka

Á föstudögum freistar mín
orlofshúsið Brekka.
Hvítá liðast fagurt ær
mig er farið að langa að drekka.

Laugardagur langur er
ætlar hann ekki að líða.
Úti er blautt en inni þurrt
þá er gott að smíða.

Brekkukot

Í Brekkukoti er bísna margt að bralla
á bæjum mörgum er svo uppí sveit.
Karlinn er með kúlumaga og skalla
en konan hans er rjóð og undirleit.

Draumur 

Erum mætt á þorrablót
ábúendur í Draumi.
Kýlum vömb af kólesteról
svolgrað niður með góðu víni.

Á borðum mikill matur er
ekki úr veigi ég telji.
Hákallsrengi, hangikét
pressuð andlit af gömlum sauði.

Gaularás

Vegurinn okkar svo sléttur um landið líður 
orðinn leiður eftir malbikinu bíður.
Hestlendingar nú vendum okkar kvæði í kross
keyrum ekki lengur með andskotann á eftir oss.

Hamrahlíð 

Á þorra skal vera vont veður
þá fólkið oft magann út treður.
En nú viðrar svo vel
að ég frekar það tel, 
að senn verði blótað við grillið.

Heiðarhvammur 

Elli minn og Drífa mín
í Heiðarhvammi búa.
Ég ætla ekki að segja meir
því ég er með gesti núna.

Hlíð

Í vasanum er vinsælt dót
vasapeli og smokkur.
Þetta hafa verið þrælfín blót
við þökkum fyrir okkur.

Hlíðarendi

Þó vitji land um veröld alla
í vindinum heyri fjallið kalla.
Allan minn hug og hjarta það á
á Hlíðarenda sem fyrst verð að ná.

Það er hin fegursta morgunmynd
og miðnætur himinfesting alstirnd.
Auðvitað Teddi minn áttaði sig
og undurglaður sagði, fjallið á mig.

Áin niðar og nærir sál 
nóg er kveðið, Hestaskál.

 


Hruna
 

Í sveitina sæki ég glaður
spenntur sem píanóstrengur.
Hestur er ó-heflaður
og holóttur eins og gengur.

Syngur lóa í lynghólfi dirrindí
líflega spóinn í móanum vellur.
Skokkar tóa steinurðum gráum í
stelkur ómþýtt við árvatnið gellur.

Yfir Hestfjalli gaukarnir hneggja
í húmleysi sumarnátta.
Innan Hrunans vörmu veggja,
ég vaki og neita að hátta.

Um móanna minkurinn smýgur
og mjúklega vinnur sitt starf.
Fíkinn í allt sem hér flýgur
fékk hann þann smekk sinn í arf.

Kerlingagarður

“ Þakið er - sjáðu til- skakkt og þreytt”
sagði minn granni, mér þótti það leitt,
en betra er að halla
en brotna og falla
ég hugsaði en sagði ekki neitt.

Stönginni gefur hann góðar gætur
granninn sem ávallt fór snemma á fætur,
en hvern skyldi gruna
hve Lúðvík í Hruna
plássfrekur væri um nætur.

Í Hesti uxu tréin öll
ölur, birki, og þinur,
reynir, lerki, líka þöll,
lenja, greni og hlynur.

Kvistur

Alltaf gott að koma við
á þorrablót í Hesti.
Þá helgi er alveg óþarfi
að hafa með sér nesti.

Sjónarhóll 

Nú mál er að blóta þorra
að víkingamanna sið.
Af harðfisk og keti
ég held að ég geti
mig étið í yfirlið.

Vesturás

Upp undir Vesturási
á ég mér lítið skjól.
Inni þótt úti blási
eigum við gleðileg jól.

Nú komið ár nýtt er
vér þorrablótum hér.
Það er okkur öllum að skapi
þótt “ kjammarnir” við okkur gapi.

Nú bráðum vora fer
þá enn við verðum hér
við golfiðkun, göngu og grill
þá enginn vill fara inn.

Nú þetta er orðið gott
og því við segjum stopp.
Við viljum borða meira
og vísur frá öðrum heyra.

Æsa

 

Hér áður var útsýnið rakið
og oft í pottinum fólkið nakið.
Nú ekkert ég sé nema andskotans tré
og ekki þó ég klifri upp á þakið.