Þorravísur 2003  

Ormsvík

 

Komiði sæl

skál og  komið í glasið um hæl.

Skemmtilegt er

að vera mættur á þorrablót hér.

 

Vissuð þið að

dansinn dunar hér langt fram á nótt.

Og svo skríðum við heim

bæði blindfull og bleik,

bein í bakinu, brosandi keik.

 

Draumur

 

Kærar þakkir Hestlendingar

rétt nefndir Vinlendingar,

vel var tekið á móti okkur.

Draumur hefur góðar lendur.

 

Á fjalli ekki sauður sést

síðan girðing var betur fest.

En lágfóta í landinu býr

og fuglinn frá okkur flýr.

 

Eldað hef ég úldið kjöt

útúr kæstan hákarl.

Færi þetta allt á föt

og milli fóta konfekt.

 

Ásgarður

 

Í Hesti er ávalt gott að halda

hýrnar skap og lyftist brún.

Þar oss yljum veturdaga kalda

á sumrin göngum gróin tún.

 

Lýsuheimar

 

Hestfjall, Hvítá fegurðin er

Lísuheimar þar á milli

Klettar, steinar tré

Álfar, já álfta-kindur hafa sést

Með steina skemmtir sér

Kannski Steinálfur hann sé hér.

 

Vinstri ofan MB

M brosir breitt

B stingur niður tré

Gott að hafa hér MB.

 

Bær

 

Nú þegar hárin á höfði fara að grána

finnst mér eins og það hafi gerst í gær.

Er ausinn var vatni, kofinn við ánna

og herlegheitin nefnd voru Bær.

 

Ekki er laust við að stundum verði ég hryggur

er vitja ég þess stað þar hundurinn okkar liggur.

Hann gleði ómælda og ánægju okkur veitti

einkunn þegar hann hinar ýmsu kúnstir þreytti.

 

En í kvöld við þrælinn Þorra blótum

missum hvorki megn né þrótt.

Förum vel að okkar fögru snótum

og föðmum þær í alla, alla nótt.

 

Sunnuhlíð

 

Á þorrabót förum

setjumst að börum

brennivínsþyrstir

auðvita fyrstir,

fögnum og fylgjum því eftir

konurnar kalla, á okkur alla

bölva og ragna, gleyma að fagna

fyrirmynd annarra manna.

 

Komiði sæl

skál og komið í glasið um hæl.

Skemmtilegt er

að vera mættur á þorrablót hér.

Vissuð þið að

dansinn dunar hér langt fram á nótt.

Og svo skríðum við heim

bæði blindfull og bleik

bein í bakinu, brosandi keik.

 

Við hvítu árnar

gamanið kárnar

senn fer að skyggja

hættið að tyggja

af rausn skulið taka vel undir

með okkur hjarna, “þú líka þarna”!

Reyndu að syngja, glösum að klyngja.

Fyllum golfskálann af fjöri.

 

Viðlag

 

Gaularás

 

Gufukofi og gestahús

á Gaularásinn bætist,

lekur sviti og lýsi í krús

lepja bjór og kætast.

 

Skakkar burstir blasa við

bílstjórum með bresti,

léttfullir þeir leggja á skrið

loksins heim í Hesti.

 

 

Hruna

 

Í vikulok þá sól er sest

sæl í jeppa bruna,

karl og kerling austur í Hest

kofan nefna Hruna.

 

Brekkukot

 

Í Brekkukoti býr drottning þessa lands

boðin og búin um allan bæi trítlar.

Hún veit allt um þarfir hjónabands

alla vega hún saltkjötið okkar grillar.

 

 

Kvistur

 

Uppundir Hestfjallinu

er dásamlegt sumarhús,

þar stjórnar nú spilverkinu

sniðug en leiðinda mús.

 

Ægilega erfitt er

að fara heim í hús,

ef skildi vera aukin her

í húsamúsa – blús.

 

 

 

 

Vesturás

 

Að gleðjast saman gaman er

gott er jafnan skjólið mér,

að Vesturási vítt er svið

víst þess njóta kunnum við.

 

Við sækjum golf á góðri stund

göngum lífsins hér á fund,

mér útivera eykur þor 

undir leikur eilíft vor.

 

Á þorra er gott að gömlum sið

góða veislu dvelja við.

Etum, drekku, ekki sofum

undir morgun þó við lofum.

 

Frá Kiðjabergi, að komast heim

kannski við þess berum heim,

heim að fara holur þræða

heldur vildi tæknivæða.

 

Heiðarhvammur

 

Þú sem lítur þennan stað

því mátt yfir lýsa.

Að hér finnist fest á blað

fremur ódýr vísa.

 

Inni í Heiðarhvammi aldrei þver

ánægjunnar sjó,

þorramatur þyki.

 

Kerlingagarður

 

Vakna, elda, tala og tjá,

taka á móti gesti,

borða, brosa, sofa hjá,

best að gera í Hesti.

 

Tröð

 

Tröðina vér sýnum þér

og Traðarkaffi við bjóðum hér.

Jarðaberja plöntur Tröðin gefur,

plöntur hver maður vel.

 

Tröð hefur lítil hús að bjóða

sýnist bæði stórt og sm.

Húsið hefur margt að bjóða

gefur fólki góðan yl.

 

Hruna

 

Er loftið fyllist fuglaklið

fagnandi úr bænum bruna.

Viljirðu góða koma við

velkominn ertu í Hruna.

 

Um helstu kennileiti séð frá Hruna

 

Í Kerlingagarði er kynlega byggt,

kannaði óboðinn gestur.

Fellur í fangi á eustrinu tryggt

en flaggstöngin bendir í vestur.

 

Á Brúnastöðum beljurnar reika um grundir

og bæjarfólkið við ýmislegt sryttir sér stundir.

Ég kunngeri því ,

þar með kurt og pí,

kom hann Guðni Ágústsson undir.

 

Austanáttir stríðar, blautar, strangar

stundum á mér mæða.

Jóhannes í Æsu alltaf langar

undan mér að þræða.

 

Æsa

 

Æsa kúrir ánni hjá,

húsbændurnir fara á stjá,

því er ekki að leyna.

Á Gleðipinnann ljósin sett,

allir ættu þetta að reyna.

 

Gleðipinnar.

 

Gleðipinnar á Hesti,

gleðja glaða gesti,

fátt fegurra sé.

En áður fyrr hér fé,

át allt sem tönn á festi.

 

Hlíð

 

Mikið er af matnum hér

mögnuð smið kerlinga,

sem gert hafa að gamni sér

fyrir góða Hestlendinga.

 

 

Merki

 

Ég ætlaði reyndar að yrkja um Merki

en kem engu orði á blað.

Seinna ég verð að sýna í verki

að ég hreinlega geti það.

 

Klettasel

 

Enn þá einu sinni að lofa þetta land

ég afsökuna biðst, ég er alveg strand.

Á þorrablóti andann ekki fann

ekkert ljóð um landið sem ég ann.

 

 

 

Hver er þetta?

 

Í Hestlandi er dvalið í unaði

og algjörum átveislu-munaði.

En nún’ eftir jólin

ég kemst ekki í kjólinn,

hann er kannski minni’ en mig grunaði ?

 

Þegar hefjast helgarfrí

hittast allir sama.

Hestland við höldum í

höfum af því gaman.

 

Þeyr

 

Ungi maður orð mín heyr

ef annt þú frjálsræðin,

athvarf besta er hann “ Þeyr”

undir Hestfjallinu.