Þorravísur 2002

Hlíð

  

Í Hestlandi viljum við hjónin helst vinna

og Kiðjabergsvöllinn sem oftast finna,

því lífið er golf,

og golfið það líf,

sem  áfram við munum af alefli sinna.

 

Og óskandi´ að látunum mun ekki linna

og líklega munið þið fljótlega finna,

að lífið er golf,

og golfið það líf,

sem ykkur mun vonandi öllsömul ginna.

 

Kerlingagarður

 

Rósir fínar rollur metta

reiðin sýður niðri í mér

Með riffli vil ég sjá þær detta

og grilla svo að líki þér

 

Kerlingalogn í Kerlingagarði

kavaldsbylur á næstu lóð

Haglið hjó á Braga bardi

Halldór samt í logni stóð.

 

Heiðarsel

 

Staður er til called Horse

mér líkar hann vel of corse.

Ég elska hann plenty,

ég er eldri en tventy,

veit lítið um Windos and Dos.

 

Æsu

 

Þótt í henni Hvítá bresti

og jakar bruni bæjum hjá.

Okkur líður vel í Hesti

margir litlu Æsu þrá.

 

Þeyr

 

Á bökkum Hvítár bústaðinn

byggðum og nefndum Þey.

Þó mildur blærinn kyssi kinn

kveða vísu getum ei.

 

Blítt lætur Þeyr um birkikvist

bjarta sumardag.

Söngfuglar hjala af hjartans list

og hreiður sín bæta og laga.

 

Unir Þeyr við áar nið

anga blóm í haga.

Á bökkum Hvítár finna frið

fólkið langa daga.

 

Hlíðarendi

 

Á Hlíðarenda er víðsýnt vel

í vestur bæði og austur.

Glöggt þar skönnum granna hvel

vor gagnabanka er traustur.

 

Sunnuhlíð

 

Ég því kvíði í vætutíð

ef finnst hér fullt af spreki.

En sæluhúsið “ Sunnuhlíð”

sem skjól mér veitti um langa hríð

við  Hvítárósa sést á leki

“ Haldið að húsið leki”?

 

Brekkukot

 

Bóndinn í Brekkukoti

brá sér í golf í haust,

hann hafði af því poti

áhyggjur endalaust.

 

Hann hefði þurft að strita

þá eigir hann um sess,

í tvígang fékk hann áttavita

en næst fær han GPS.

 

Í Brekkukoti boðlegt er

að bíða með sitt dægurþras.

Elvur tímans framhjá fer

það finnst ei meðan tæmt er glas.

 

Bóndinn í Brekkukoti

er sífellt í holupoti.

En frúin á palli

veit ekkert af kalli

en vínkútinn dregur úr skoti.

 

Ásgarður

  

Fyrir sumarbústaða sælupottinn við Ásgarð

mót norðannepju skjólvegg smíða varð,

borðin söguð smátt,

dundu höggin hátt,

allt skrúfað saman svo lokaðist vindskarð.

 

Jarðarber blómleg eru í Ásgarði

en kartöflum fækkar í kálgarði,

spretta bústin ber,

á þeim gæða sér,

ábúendur og allir sem ber að garði.

 

Í Ásgarði nú allir liggja í leti

í heitum potti á hléstæðum fleti,

sötra freyðivín,

og jarðarberin fín,

troða í sig hver sem betur getur.

 

Hamrahlíð

 

Hvítá streymir í klagaböndum

vatn og ís í grárri hít.

Þá stutt er í vorið

rennur áin lygn og hvít.

 

Kvistur

 

Heljartak jörð okkar hrist

Hvítá nú flæðir í land.

Steingleymum samt öllu í Hesti og Kvist

skálum og fáum bland.

 

Heiðarhvammur

 

Í Reykjanesbæ búa hjón

sem í sveitina vildu fara.

Út úr bænum keyrðu óð

en hvert átti nú að fara.

 

Um alla sveitir leituðu

að hinu eina sanna landi.

Einn var staður sem heillaði

það var í Hestlandi.

 

Hjónin fundu flóttastað

sem enginn vildi vera.

Stóri skjálftinn kom þar að

og hvað átti nú að gera.

 

Byggja bústað strax í dag

flottur skal hann vera.

Drífa teiknar hann á blað

svona skal hann vera.

 

Í Hestlandi rís hann flott

upp í hlíð með sprungu.

Heiðarhvammur, það er gott

skal hann heita á okkar túngu.

 

Draumur

 

Í Hestlandi höfum eignast grund

rabbabara-vaxin lund.

Byggt höfum bústað þar

lagt höfum allt í sölurnar.

 

Aldrei lík ég land mitt við

læt sko bíða handverkið.

Þar til okkar golfvöllur

er kominn undir snjódrífur.

 

Tröð

 

Á lygnivöxnu barði stendur litla húsið okka

og langflottastar aspir í ekki neinni röð.

Við hliðina á Subarúnum hanga blautir sokkar

og hamingjan er komin til að setjast að í Tröð.

 

Já, Tröð skal lóðin heita

hann bað um það hann Birgir.

Og best að láta hann ráða í þetta sinn.

Þó ég verði að lúffa, það svei mér engin syrgir

þið sjáið hversu MEGA ég elska karlinn minn.

 

Klettasel

 

Hvergi er fallegra land en í Hesti

hvergi er betra að bjóða heim gesti.

Hvergi er fegurra fólk en í Hesti

finniði í Hestlandi einhverja lesti.

 

Sjónarhóll

 

Á Sjónarhóli sitjum glaðir

saman hlið við hlið

obb-obb-obb og Brúnastaðir

blasa þarna við.

 

Nú er þíða á þorratíð

þá er prýði að lít’ á

áfram stríða í erg og gríð

okkar fríðu Hvítá.

 

 

Gaularás

 

Ja vi elsker Hestlandet

som det stoiger frem

med jordskæl ,regn,sludd og Bunuvannet

til de forti sommerhjem.

 

Í Gaularás komin er

slátturvél með stýri.

Doppa geltandi er

stöðugt úti í mýri.

Bursti þar bættist við á hlaði

og blessaður vertu

síðan kemur gufubaðið.

 

Hamast við að leggja stein í leir

húsameistari og saumakona í Hesti

ekki meir, ekki meir.