Þorravísur 1999
Þorrablót Landeigendafélagsins var haldið í Golfskálanum á Kiðjabergi laugardaginn 16. janúar. Þrátt fyrir vont veður vegna einnar dýptstu lægðar aldarinnar var vel mætt eða 44 þátttakendur. Á þorrablótinu mæltu fulltrúar allra sumarbústaða fram vísu um bæ sinn. Þær fara hér á eftir í þeirri röð sem þær voru fluttar:
1. Æsa 2. Heiðarsel 3. Ásgarður
4. Klettasel 5. Merki 6. Brekkukot
7. Kerlingagarður 8. Sunnuhlíð 9. Bær
10. Hlíð 11. Hlíðarendi 12. Sjónarhóll/Bláhiminn
13. Hamrahlíð 14. Gaularás 15. Fagrahlíð
Sæluvísa til Ásu í ÆsuÆsa
(lag: Nú birtist mér í draumi)
ort í orðstað Gylfa Thorlacius
Nú virtist mér í Draumi sem dýrlegt ævintýr
hver dagur sem í návist Ásu eyddi
með Þorramat í Sælu ég sveif um eins og nýr
og svakalega danski bjórinn freyddi.Hrútspunga og harðfisk ég hlakka til að fá
það holt er fyrir hjartaæðar mínar
og lundabagga og lifrarpylsu langar mest sð sjá
og lystaukandi flatkökurnar þínar.Þótt Suðurlandsskjálfti skelfi ég skeyti því ei par
og skelli mér í jeppabifreið mína
til Æsu ek ég spenntur því Ása bíður þar
með Álaborgarákavítið fína.
Á sumum stöðum þykir best
sem oftast vil ég vera
í Heiðarseli í landi Hests.
Helst vil ég beinin bera
Ásgarður
Andagift mér í brjóstið blási
Bögubósa ferskeytlu.
Svo ég með skáldskapar lágu ljósi
lýst geti lóð númer tuttugu.Liggur austan í ási einum
unaðsleg er þar morgunsól
prýdd brekku og móa með stórum steinum
slíkt sé landslagsarkitekstins jól.Landamærin ei sér leyna
liðast skurðir á vegu þrjá
girðing ryðguð er að reyna
rogast efst í brekku hjá.Húsið skal í sumar rísa
sómasmíði Völundar
frændagarð og gesti hýsa
gnótt af vistum verður þar.Þar ég dvel til ævinnar enda
ávallt hverskyns munaður
að njóta lífsins lystisemda.
Landið heitir Ásgarður.
Klettasel
Í Hesttúni efst er hvað fegurst hér í sveit
þar hömrum tignum undir, Klettasel leit.
Hér flestir þykja eiga fallegastan reit
það fyrirgef ég, fólkið betur ekki veit.
Merki
Ég fletti tréð berki
byrja að saga
þannig rís Merki
um ókomna daga.Elsku besti stóri og sterki
stattu með mér í vor.
Ég þarf að byggja Merki
en hef ekki kjark og þor.Í landi sái ég plöntum og blómum
og planta svo furu og lerki.
Hífi svo hús með krönum og bómum
og það á að heita Merki.Ég ætla að sýna í verki
og gera það sem er skást
því húsið mitt Merki
mun víða að sjást.
Brekkukot
Undir bláhimni blíðsumars nætur
byggt var Brekkukot hallanum í.
Þar er haugur einn helvíti sætur.
Hann verður farinn er vorar á ný.Kennt er við kot eitt hálf byggt hús.
Hvílir sem bátur í nausti.
Byggði sér hreiður bústin mús
í Brekkukoti á liðnu hausti.Við hauginn stendur hús eitt ljótt,
en húsbændurnir betri.
Brekkutkot mun byggjast fljótt.
Búið að liðnum vetri.
Kerlingagarður
Karlinn skalf og byrgði skjá,
snjórinn húsið barði,
kúrði sínum konum hjá
Kerlinga- í garði.Karl í garði Kerlinga,
kýldur er um maga.
Velgir graut og vellinga
vetrarlanga daga.
Sunnuhlíð
Í sumarhúsi er sælt að dvelja
ef sólin skín, þar undurblíð.
Því er ei vandi, um að velja
við viljum vera í Sunnuhlíð.
Bær
Þar stendur Bær með bursti eina.
Þar stendur Bær við árbakkann.
En því er alls ekki hægt að leyna,
að ölið gerir mann hálfskakkann!
Hlíð
Hæstánægður er í Hlíð
hennar skjólið þrái.
Óska að hún alla tíð
okkur saman nái.
Hlíðarendi
Ást á Tedda ung ég festi
og eiginmann hlaut.
Okkar er Hlíðarendi á Hesti
hamingjulaut.
Sjónarhóll/Bláhiminn
Sólin vermir Sjónarhól.
Sæblá þökin skína.
Hér hafa saman byggt sér ból.
Bragi, Rut og Lína.Þar til birtu bregða fer
og blundar fugl í stáum,
ætla þau að una sér
Undir himni bláum.
Hamrahlíð
Er beygt var af braut til Biskupstungna
drulla og holur tóku við.
Bílnum með herkjum tókst að stjórna
en léttist lundin er Hamrahlíð blasti við.Samhent hjón úrAratúni
una glöð í Hamrahlíð
en Villa vill að allir viti
að nafn á bæ er beggja smíð.
Gaularás
Á Gaularási er heyskapur gleði og glaumur,
geltandi hundur og marglitur bútasaumur.
Þangað er öllum kjörið að kíkja
og klárt mál: nokkra snapsa að sníkja.Á Gaulaási grasið vex
geltir tík og saumar víf
bútateppi sem segja sex
stjórnar enginn nema Liv.
Fagrahlíð
Fagrahlíð er fegurst hlíða
hampa mínu verð ég að
og sárt mig mundi eflaust svíða
ef enginn tæki undir það.Hún inni jafnt sem úti skartar
skrauti, skepnum, gróðrinum
en gróflega þó einhver kvartar
er kemur að blessuðum hundinum.
Hann laumaðist yfir á aðra lóð
lét sem hann skildi ekki hundabann
lyng og mosa þar fótum tróð
og truflaði bara nágrannann.Við forláts biðjum og vonum að
við gerum ei fleiri mistökin.
Skálum svo bara uppá það
og sláum þessu öllu uppí grín.