Þorravísur í Hesti 2020

Ásgarður
Skáldagáfan skiluð var
Skömmin eftir heima
Ambögur æða allsstaðar
Út um heima og geyma

Þórður G Ólafsson – Kletti
Krummi hefur kjark og þor,
Krunkar hér á Kletti einn.
Vetur, sumar, haust og vor,
Vekur karlinn, hreinn og beinn.

Krummi hefur kjark og þor,
Krunkar hér á Kletti enn.
Vetur nú en bráður vor,
Vaknar skógarlífið senn.

Á þorrablótið þeysum við
Þökk sé vorum gestum.
Þar súrsað rengi, hákarl, svið
Og slaufur hanga á flestum.

Höfundur: Bjarni Guðmundsson fyrir hönd Kerlingagarðs

Ýmsir nú slaufum skarta
Og sérstaka hatta má sjá.
Yfir kveðskapnum þarf ekki að kvarta
Og kræsingum diskum á.

Fólk bergir íslenskt brennivín
Og borðar á sig gat.
Annállinn er árlegt grín
Og allir fá þorramat.

Þá stendur upp Halldór í Hesti,
Því hann er forsetinn besti.
Með slaufu og í vesti,
Skáldajöfurinn mesti
Og segir skál við gesti.

Í sánu er býsna gott að sitja
Og svamla í heitum pott.
Það veitist þeim er Kerlingagarðs vitja.
Viðdvöl er þar flott.

Höfundur: Íris í Fögruhlíð

Gaman er að gleðast
Grönnum með og seðast
Þorrablóti á.
Fá sér öl í maga,
Hengja fýlu á snaga
Og salta hana smá.

Sjá slaufum skrýdda karla
Skemmta sér og snarla
Á hákarli og súr.
Sjá hattaflóru fína
Á höfðum frúnna skína
Er sannarlega kúl.

Smá söngvatn okkur kætir
Og klárlega það bætir
Allt í dagsins fári.
Frá Fögruhlíð við þökkum
Fyrir oss og hlökkum
Til hins sama að ári.

Höfundur: Halldór í Kerlingagarði

Það kom eitt sinn maður og kona
Að kveldi í Hestland sí sona.
Í nóttinni björtu
Í takt slógu hjörtu
Það ætla ég bara að vona

Höfundur: Lúðvík í Hruna

Að gæjast á glugga var engin synd
Af greiðasemi einni saman.
En nú! Ef þú óvænt leysir vind,
Verður hjá öðrum gaman.

Í Laufey

Nú bítur frostið fast í kinn
Og fönnin jörðu hylur.
En hér í hesti ávallt finn
Að hlýr er ástar ylur.

Finn ég brátt á blóti hér
Að braggast vel mín sála.
Um kroppin gleði kippur fer
Nú kát við skulum skála.

Gylfi

Lögfræðinga og lækna lið
Líta má í Hesti.
Og núna bætist biskup við
Með bísnasvölum presti

Róbert Laufey

NafnaRUGL í Hesti

Nafn er eitt, nægt er annað.
Nafnið frekar holt.
Nafn er betra, af natni hannað,
og nafnið veki stolt.

Þeir Æsa sig í Ömmuhúsi
og Ásgarði í bland.
En Sæla er í Svartahúsi
og Sjónarhóllinn grand.

Draumur er að ver´í Dropa
og Dagsláttu stunda.
Í Laufey eru að teygja lopa,
á Lynghóli blunda.

Hvín í landi Hlíðar,
Hestur fælist brott.
Í Gaularásnum gríðar,
Gjóstar um hreinan þvott.

Undir Bláhimni er Bær
og Bakki þar undir.
Í Sunnuhlíð blikandi sær,
við Stórakambsgrundir.

Slauku vildi maður Slétta
Sóltúni á.
Í Fögruhlíð er margt að frétta
og Faxahlíðin blá.

Á Staðarhóli og Stapa
er stiginn villtur dans.
En Traðarmenn þeir tapa
sér trautt í Óla skans.

Gaman er í Brekku að Buna,
í Bóli langa stund.
Hásteinn rúllar niður Hruna
á Hlíðarendagrund.

Á Kletti situr Kvistur,
Kerlingargarður hlær.
Heiðarhvammur fyrstur
að Hestmýri nær.

Hamingjan í Heiðarseli
í Höfði mínu er.
Á Maríubakka er margur peli
sem Merki okkar ber.

Í Reynihlíð er reyniviður,
sem rís um landið allt.
Í Grænuhlíð er góður friður,
sem gleður þúsundfalt.

Af París mikil prýði er,
þar penir búa Frakkar.
Í Brekkukoti týna ber
berrassaðir krakkar.

Nú farin er mín furðusaga
feldinn undir minn.
Bjánaleg var hver sú baga
er borin var hér inn.