Þorravísur í Hesti 2018

Draumur

Nú fram eftir kvöldi hér fagna menn dátt.

Með diskarann Benna og nú verður kátt

Svo ræðan sé hressandi og hóflega löng

Er hentugra bara að ég syngi ekki söng.

 

Í Draumi við Hestfjall þó dvelur hann títt

Og dýrðlegt er útsýnið, það er ei skítt.

Stundum í golfið með frúnni hann fer

Og finnur hvað golfbíllinn hentar honum vel.

 

Við óskum að hamingjan hossi okkur hátt

Er höldum við spræk í framtíðar átt

Til áherslu ætti hver einasta sál

að endingu segja hér: húrra og skál !!

J.B.