F O L A L D I Ð
Fréttablað Hests Landeigendafélags í Grímsnesi

1.tbl. 16 árg.                                                                                       Janúar 2008
________________________www.hestland.is________________________

 
Ágætu félagsmenn í Hesti.

Veður í vetur hafa verið hvöss, köld og snjóþung.  Þeir sem hafa mælt hitastig hafa mælt allt niður í sautján stiga frost í vetur, vindar hafa verið hvassir og hefur ýmislegt undan látið í veðrunum. Flaggstangir hafa látið í minni pokann, pottlok fokið, runnar lagst á hliðina undan veðri og skjólveggir fokið. Mikið hefur snjóað og ófærð skapast af því. Ólafur á Svínavatni var fenginn til að koma með stóra snjóblásarann og hreinsa veginn vel af snjó, en skarir voru farnar að myndast við veginn sem snjófjúk settist í. Ólafur hefur síðan farið um veginn og rutt um 2var sinnum.  Grímsnes og Grafningshreppur hafnaði beiðni okkar um að ryðja veginn þó ekki væri nema einu sinni, en lofaði að þeir mundu ryðja fyrir páska ef þess yrði þörf.  Í fannfergi koma stikurnar sig vel við veginn, þar sem þær eru en það er glöggt að sjá að á nokkrum stöðum hafa menn farið út af, eða kannski ekki alveg hitt á veginn enda ekkert sem markar línuna víða. 

 Frost, frost, frost hefur verið í vetur og þá er um að gera að fylgjast vel með vatninu og hvort allt sé með felldu eftir frostin.   

 AÐALFUNDUR
Landeigendafélagsins Hests og Vatnsveitunnar Bunu
            verður haldinn 12. mars 2008  kl 20:00 að Skipholti 70 Reykjavík

Á dagskrá :
Venjuleg aðalfundastörf, 

Önnur mál sem löglega verða upp borin.

Hvet ég alla að mæta og taka þátt í umræðum og leggja sitt til málanna, en aðalfundur er sá vettvangur þar sem málin eru rædd frá öllum hliðum og sjónarmiðum. Þessar umræður og niðurstöður þeirra er veganesti fyrir stjórnina að starfa eftir.

 Ég vil benda ykkur á vefinn okkar hestland.is þar er að finna ýmsan fróðleik svo sem samþykktir félagsins og skipulag á svæðinu ásamt ýmsum góðum myndum og vísum frá þorrablótunum okkar.

 Edda Ástvaldsdóttir formaður.