Umhverfisnefnd Landeigendafélagsins var fyrst skipuð á vordögum 1996. Hlutverk Umhverfisnefndar er að gera tillögur að frágangi og notkun sameiginlegra svæða innan landamarka hins skipulagða sumarhúsasvæðis. Helsta verkefni Umhverfisnefndarinnar hefur verið frágangur og skipulag "gryfjunnar" sem nú hefur fengið nafnið Kinnhestur. Nefndin kynnti sínar fystu tillögur á aðalfundi félagsins 1997 og var dæluhúsið og félagsaðstaðan við Prestastétt reist í framhaldi af því. Á aðalfundi 1998 kynnti nefndin tillögur að landslagshönnun og frágangi á yfirborði þess svæðis sem notað hafði verið sem málarnám. Í framhaldi af því var verktaki ráðinn og verkið framkvæmt sumarið 1998. 


1996 Árni í Gaularási
Bragi undir Bláhimni
Peter í Faxahlíð