Lag: Helgi Björnsson – Ég fer á Land Róver frá Mývatni á Kópasker
Texti: hkj


C – Am – F - G
C
Ég sit hér einn í hvítri skógarhlíð.

Am
Á vangann fellur vetrarskíman blíð.
F
Jeppar nágrannanna keyra framhjá mér.
G
Þeir vinka og segjast vera á leið á þorrablótið.
C
Ég leyfi hríðinni að dáleiða mig.
Am
Líður betur þegar ég hugsa um þig.
F
Í gegnum mugguna ég greini enga liti.
G
Nú blikka ljós og ég heyri gelt í hundi.

C
Ég fer á jeppanum í golfskálann á þorrablót.
Am
Þó ég viti allt sé ófært og ég komist ekki hót.
F
Inni í dimmri nóttinni.
G
Ég sit fastur á kafi í snjó.

C
Nú sé ég móta fyrir bensínstöð.
Am
Þar bíða bílarnir í langri röð.
F
Nei, þetta hlýtur bara að vera missýn.
G
Er ég búinn að drekka of mikið vín.

C
Þá hvarflar hugurinn til sumardags.
Am
Ég stóð í Hvítá og veiddi lax.
F
Það rigndi stöðugt og ég varð ekki var.
G
Ég vildi hætta en ég fékk ekki far.

C
Ég fer á jeppanum í golfskálann á þorrablót.
Am
Þó ég viti allt sé ófært og ég komist ekki hót.
F
Inni í dimmri nóttinni.
G
Ég sit fastur á kafi í snjó. Húú ú - húúú
C – Am – F - G

C
Ég fer á jeppanum í golfskálann á þorrablót.
Am
Þó ég viti allt sé ófært og ég komist ekki hót.
F
Inni í dimmri nóttinni.
G
Ég sit fastur á kafi í snjó.
C
Ég fer á jeppanum þó færðin hún sé engu lík.
Am
Sannur jeppamaður en engin fólksbílafrík.
F
Inn í koldimmri nóttinni.
G
Ég kemst aldrei aftur heim.